Vagga menningar og lista Hreiðar Örn Zoega Stefánsson skrifar 23. maí 2014 10:19 Mosfellsbær hefur í gegnum tíðina alið marga menningar- og listamenn og er þar nóbelsskáldið efst í huga fólks ásamt myndlistarkonunni Steinunni Marteinsdóttur og Guðmund frá Miðdal. Þá má einnig nefna Lárusdætur, og hljómsveitina Sigurrós sem hóf sinn feril í Mosfellsbæ. Gréta Salóme, tónlistarmaður, söng og spilaði sig inn í hjörtu íslensku þjóðarinnar og nýjasta dæmið um farsæla tónlistarmenn úr Mosfellsbæ er hljómsveitin Kaleo sem stofnuð var fyrir um einu og hálfu ári síðan og fékk verðlaun sem bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum 2013. Menningarlíf í Mosfellsbæ er blómlegt og hafa hér búið og starfað fjölmargir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar. Til að efla menningar- og listalíf í Mosfellsbæ enn frekar viljum við stuðla að frelsi til athafna og sjá til þess að hugmyndaauðgi og listsköpun fái andrými. Áfram verður sótt fram við að gera Mosfellsbæ að frjóum reit fyrir menningingarlíf og menningartengda ferðamennsku. Þar mun Listasalurinn, Hlégarður og Álafosskvos marka Mosfellsbæ sérstöðu í menningarlífi á höfuðborgarsvæðinu. Menningartengd ferðaþjónustaBæjarhátíðirnar í Mosfellsbæ hafa verið að festa sig í sessi á undanförnum árum. Við viljum styðja enn frekar við helstu menningar- og listahátíðir bæjarins eins og Í túninu heima, Menningarvorið, Þrettándagleðina og 17. júní hátíðina. Þá viljum við skoða möguleika á að stofna til hausthátíðar Menningarhaust í Mosfellsbæ. Tvinna þarf sögu og menningu Mosfellsbæjar inn í þessar hátíðir og ætlum við að styðja þannig við menningartengda ferðaþjónustu. Þá horfum við sérstaklega til sögu bæjar og sveitar. Þar verði sérstaklega horft til Mosfellsdals, Álafosskvosar, fornleifa við Hrísbrú, ullar og stríðsminja. Lengi hefur verið áhugi fyrir því að stofna menningarás sem teygir sig frá miðbænum, fram hjá Hlégarði og að Álafossi. Við þurfum í kjölfarið að fjölga fræðsluskiltum með menningartengdum fróðleik í bænum til þess að gera söguna okkar sýnilegri.Hvetjum til samvinnuTil þess að menningarlífið fái að blómstra í bænum þarf að hlúa vel að því. Í Mosfellsbæ er starfandi fjöldi kóra sem við ætlum okkur að hlúa að ásamt hinu öfluga starfi leikfélagsins. Það getur skipt miklu máli fyrir árangurinn að fólk vinni vel saman. Ef við leggjum saman krafta okkar og hvetjum til aukinnar samvinnu listafólks í Mosfellsbæ ætti okkur að ganga enn betur að ná því markmiðið að þegar hugsað er um menningartengda ferðaþjónustu hugsi fólk til Mosfellsbæjar. Við eigum að vera stolt af okkar listamönnum og hampa þeim í bæjarfélaginu. Við viljum að Mosfellsbær eigi eða varðveiti listaverk eftir listamenn sem starfa og starfað hafa í Mosfellsbæ og að þau séu aðgengileg bæjarbúum. Við þurfum að fjölga útilistaverkum á sýnilegum stöðum í Mosfellsbæ, sérstaklega þeim sem eru eftir mosfellska listamenn. Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er góð og sveitarfélagið nýtur trausts. Við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp að hann festi sig enn frekar í sessi sem vagga menningar og lista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Mosfellsbær hefur í gegnum tíðina alið marga menningar- og listamenn og er þar nóbelsskáldið efst í huga fólks ásamt myndlistarkonunni Steinunni Marteinsdóttur og Guðmund frá Miðdal. Þá má einnig nefna Lárusdætur, og hljómsveitina Sigurrós sem hóf sinn feril í Mosfellsbæ. Gréta Salóme, tónlistarmaður, söng og spilaði sig inn í hjörtu íslensku þjóðarinnar og nýjasta dæmið um farsæla tónlistarmenn úr Mosfellsbæ er hljómsveitin Kaleo sem stofnuð var fyrir um einu og hálfu ári síðan og fékk verðlaun sem bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum 2013. Menningarlíf í Mosfellsbæ er blómlegt og hafa hér búið og starfað fjölmargir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar. Til að efla menningar- og listalíf í Mosfellsbæ enn frekar viljum við stuðla að frelsi til athafna og sjá til þess að hugmyndaauðgi og listsköpun fái andrými. Áfram verður sótt fram við að gera Mosfellsbæ að frjóum reit fyrir menningingarlíf og menningartengda ferðamennsku. Þar mun Listasalurinn, Hlégarður og Álafosskvos marka Mosfellsbæ sérstöðu í menningarlífi á höfuðborgarsvæðinu. Menningartengd ferðaþjónustaBæjarhátíðirnar í Mosfellsbæ hafa verið að festa sig í sessi á undanförnum árum. Við viljum styðja enn frekar við helstu menningar- og listahátíðir bæjarins eins og Í túninu heima, Menningarvorið, Þrettándagleðina og 17. júní hátíðina. Þá viljum við skoða möguleika á að stofna til hausthátíðar Menningarhaust í Mosfellsbæ. Tvinna þarf sögu og menningu Mosfellsbæjar inn í þessar hátíðir og ætlum við að styðja þannig við menningartengda ferðaþjónustu. Þá horfum við sérstaklega til sögu bæjar og sveitar. Þar verði sérstaklega horft til Mosfellsdals, Álafosskvosar, fornleifa við Hrísbrú, ullar og stríðsminja. Lengi hefur verið áhugi fyrir því að stofna menningarás sem teygir sig frá miðbænum, fram hjá Hlégarði og að Álafossi. Við þurfum í kjölfarið að fjölga fræðsluskiltum með menningartengdum fróðleik í bænum til þess að gera söguna okkar sýnilegri.Hvetjum til samvinnuTil þess að menningarlífið fái að blómstra í bænum þarf að hlúa vel að því. Í Mosfellsbæ er starfandi fjöldi kóra sem við ætlum okkur að hlúa að ásamt hinu öfluga starfi leikfélagsins. Það getur skipt miklu máli fyrir árangurinn að fólk vinni vel saman. Ef við leggjum saman krafta okkar og hvetjum til aukinnar samvinnu listafólks í Mosfellsbæ ætti okkur að ganga enn betur að ná því markmiðið að þegar hugsað er um menningartengda ferðaþjónustu hugsi fólk til Mosfellsbæjar. Við eigum að vera stolt af okkar listamönnum og hampa þeim í bæjarfélaginu. Við viljum að Mosfellsbær eigi eða varðveiti listaverk eftir listamenn sem starfa og starfað hafa í Mosfellsbæ og að þau séu aðgengileg bæjarbúum. Við þurfum að fjölga útilistaverkum á sýnilegum stöðum í Mosfellsbæ, sérstaklega þeim sem eru eftir mosfellska listamenn. Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er góð og sveitarfélagið nýtur trausts. Við erum stolt af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Mosfellsbæ á síðustu árum. Bæjarfélagið er fyrir vikið betur í stakk búið til að takast á við framtíðina. Á þessum trausta grunni viljum við áfram byggja bæinn okkar upp að hann festi sig enn frekar í sessi sem vagga menningar og lista.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun