Í Garðabæ mega margir leggja fáa í einelti Halldór Jörgensson skrifar 23. maí 2014 10:16 Snemma árs 2010 tók ég mér frí og fór hringferð um landið. Ég heimsótti meðal annars skóla á landsbyggðinni og ræddi um netöryggi og rafrænt einelti. Á öllum stöðum sem ég kom á/heimsótti þekktu börnin dæmi um einhverja tegund eineltis hvort sem það var rafrænt eða í öðru formi. Einelti hverfur ekki úr skólum eða úr samfélaginu þótt af og til sé farið í „átak“ til að sporna við því. Þetta er eins og megrunarátakið, sem virkar bara tímabundið. Einelti kemur upp aftur og aftur. Þess vegna þarf sífellt að vera á verði gagnvart því og beita réttum aðferðum til að halda því í skefjum. Nýlegur fréttaflutningur af einelti, depurð og slagsmálum í Garðabæ hefur vakið viðbrögð ýmissa. Nýlega birtist grein í Garðapóstinum þar sem bent var á að fréttaflutningur af einelti og depurð væri villandi. Er þar meðal annars bent á að rannsóknin sé gömul eða um fjögurra til fimm ára. Þá er vikið að tíðni eineltis og bent á að fjöldi nemenda sem hafa upplifað einelti sé svipaður og í nágrannasveitarfélögum. Hins vegar sögðust fleiri nemendur í Garðabæ hafa tekið þátt í einelti „sem bendir til þess að á þessum tíma hafi margir tekið þátt í að leggja fáa í einelti“. Sem sagt, svipaður fjöldi þolenda og í öðrum sveitarfélögum en töluvert fleiri gerendur. Er það í lagi? Finnst okkur það ásættanlegt að stór hópur leggi minni hóp í einelti? Ef marka má greinina er hugsanlegt að þetta sé allt komið í lag núna þar sem upprunanleg könnun er gömul. Er það rétt? Greinin bendir einnig á að hægt sé að tilkynna einelti á vefsíðu Garðabæjar. Væri þá ekki réttast að birta upplýsingar um tíðni eineltistilkynninga, þróun þeirra og hve mikill fjöldi slíkra tilkynninga hefur fengið farsæla lausn? Sjálfur hef ég upplifað einelti í æsku minni og óska engum að vera í þeirri stöðu. Ekki einni manneskju. Síðastliðinn vetur hef ég svo heyrt af mörgum eineltistilfellum í Garðabæ. Tilfellum þar sem kerfið hefur brugðist því eina lausnin fyrir foreldra hefur verið að láta barnið skipta um skóla. Það er grafalvarlegt mál. Þess vegna skil ég ekki tilburði greinarhöfunda að réttlæta ástand sem greinilega er ekki í lagi. Væri ekki réttast að viðurkenna vandamálið og leita lausna á því í stað þess að vera í afneitun? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Snemma árs 2010 tók ég mér frí og fór hringferð um landið. Ég heimsótti meðal annars skóla á landsbyggðinni og ræddi um netöryggi og rafrænt einelti. Á öllum stöðum sem ég kom á/heimsótti þekktu börnin dæmi um einhverja tegund eineltis hvort sem það var rafrænt eða í öðru formi. Einelti hverfur ekki úr skólum eða úr samfélaginu þótt af og til sé farið í „átak“ til að sporna við því. Þetta er eins og megrunarátakið, sem virkar bara tímabundið. Einelti kemur upp aftur og aftur. Þess vegna þarf sífellt að vera á verði gagnvart því og beita réttum aðferðum til að halda því í skefjum. Nýlegur fréttaflutningur af einelti, depurð og slagsmálum í Garðabæ hefur vakið viðbrögð ýmissa. Nýlega birtist grein í Garðapóstinum þar sem bent var á að fréttaflutningur af einelti og depurð væri villandi. Er þar meðal annars bent á að rannsóknin sé gömul eða um fjögurra til fimm ára. Þá er vikið að tíðni eineltis og bent á að fjöldi nemenda sem hafa upplifað einelti sé svipaður og í nágrannasveitarfélögum. Hins vegar sögðust fleiri nemendur í Garðabæ hafa tekið þátt í einelti „sem bendir til þess að á þessum tíma hafi margir tekið þátt í að leggja fáa í einelti“. Sem sagt, svipaður fjöldi þolenda og í öðrum sveitarfélögum en töluvert fleiri gerendur. Er það í lagi? Finnst okkur það ásættanlegt að stór hópur leggi minni hóp í einelti? Ef marka má greinina er hugsanlegt að þetta sé allt komið í lag núna þar sem upprunanleg könnun er gömul. Er það rétt? Greinin bendir einnig á að hægt sé að tilkynna einelti á vefsíðu Garðabæjar. Væri þá ekki réttast að birta upplýsingar um tíðni eineltistilkynninga, þróun þeirra og hve mikill fjöldi slíkra tilkynninga hefur fengið farsæla lausn? Sjálfur hef ég upplifað einelti í æsku minni og óska engum að vera í þeirri stöðu. Ekki einni manneskju. Síðastliðinn vetur hef ég svo heyrt af mörgum eineltistilfellum í Garðabæ. Tilfellum þar sem kerfið hefur brugðist því eina lausnin fyrir foreldra hefur verið að láta barnið skipta um skóla. Það er grafalvarlegt mál. Þess vegna skil ég ekki tilburði greinarhöfunda að réttlæta ástand sem greinilega er ekki í lagi. Væri ekki réttast að viðurkenna vandamálið og leita lausna á því í stað þess að vera í afneitun?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun