"Hún getur ekki verið ein ábyrg“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. maí 2014 19:08 Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012. Ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Guðmundur Már Bjarnason var á batavegi eftir hjartaaðgerð þegar hann lést vegna læknamistaka. Í kjölfarið fór af stað lögreglurannsókn og í dag ákærði saksóknari í málinu. Er það í fyrsta sinn í sögunni sem spitalinn og starfsmaður hans eru ákærð fyrir atvik af þessu tagi. Stöð 2 fjallaði um málið í desember á síðasta ári en þar sagði Ingveldur Sigurðardóttir, ekkja Guðmundar, að hún teldi ekki rétt að kæra hjúkrunarfræðinginn. Hún var enn þeirrar skoðunar þegar fréttastofa ræddi við hana í dag. „Mér finnst þetta bara sorglegt og illa að farið. Ég ber ekkert hatur til þessarar konu, og finnst ómaklegt að fara svona með hennar líf. Það hljóta að vera fleiri sem standa að þessu og hún getur ekki verið ein ábyrg,“ segir Ingveldur. Í tilkynningu sem stjórn Landspítalans sendi frá sér í morgun kemur fram að ákæran muni skapa mikla óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna í framtíðinni. Þá sendi félag hjúkrunarfræðinga frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er fram að í ljósi ákærunnar standi hjúkrunarfræðingar frammi fyrri nýjum raunveruleika sem mun hafa áhrif á störf þeirra til frambúðar. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum vegna ákærunnar. „Við erum slegin. Þetta er algjörlega nýr veruleiki sem við stöndum frammi fyrir og skapar mikla óvissu“. Sigríður segir það hafa verið samverkandi þætti sem ollu mistökunum. „Okkar niðurstaða segir okkur að það sé ansi margt annað sem spilar þarna inn í og að það sé ofureinföldun að skella sökinni á einn einstakling,“ segir hún. Hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir er nú í leyfi frá störfum sínum við spítalann og hefur verið úthlutað lögfræðingi. Landspítalinn mun á næstu dögum fara frekar yfir efni ákærunnar með lögmönnum sínum. Tengdar fréttir Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 21. maí 2014 16:20 Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Halli Reynis látinn Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012. Ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Guðmundur Már Bjarnason var á batavegi eftir hjartaaðgerð þegar hann lést vegna læknamistaka. Í kjölfarið fór af stað lögreglurannsókn og í dag ákærði saksóknari í málinu. Er það í fyrsta sinn í sögunni sem spitalinn og starfsmaður hans eru ákærð fyrir atvik af þessu tagi. Stöð 2 fjallaði um málið í desember á síðasta ári en þar sagði Ingveldur Sigurðardóttir, ekkja Guðmundar, að hún teldi ekki rétt að kæra hjúkrunarfræðinginn. Hún var enn þeirrar skoðunar þegar fréttastofa ræddi við hana í dag. „Mér finnst þetta bara sorglegt og illa að farið. Ég ber ekkert hatur til þessarar konu, og finnst ómaklegt að fara svona með hennar líf. Það hljóta að vera fleiri sem standa að þessu og hún getur ekki verið ein ábyrg,“ segir Ingveldur. Í tilkynningu sem stjórn Landspítalans sendi frá sér í morgun kemur fram að ákæran muni skapa mikla óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna í framtíðinni. Þá sendi félag hjúkrunarfræðinga frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er fram að í ljósi ákærunnar standi hjúkrunarfræðingar frammi fyrri nýjum raunveruleika sem mun hafa áhrif á störf þeirra til frambúðar. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum vegna ákærunnar. „Við erum slegin. Þetta er algjörlega nýr veruleiki sem við stöndum frammi fyrir og skapar mikla óvissu“. Sigríður segir það hafa verið samverkandi þætti sem ollu mistökunum. „Okkar niðurstaða segir okkur að það sé ansi margt annað sem spilar þarna inn í og að það sé ofureinföldun að skella sökinni á einn einstakling,“ segir hún. Hjúkrunarfræðingurinn sem um ræðir er nú í leyfi frá störfum sínum við spítalann og hefur verið úthlutað lögfræðingi. Landspítalinn mun á næstu dögum fara frekar yfir efni ákærunnar með lögmönnum sínum.
Tengdar fréttir Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 21. maí 2014 16:20 Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Halli Reynis látinn Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Heilbrigðisstarfsfólk líklegra til að hylma yfir mistök sín „Ef við ætlum að læra af mistökum okkar þá verðum við að fá þau upp á yfirborðið,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 21. maí 2014 16:20
Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22
Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46