Pírati talar fyrir miðstýringu Hans Alexander Margrétarson Hansen skrifar 21. maí 2014 12:44 Í Janúar 2013 gekk ég í nýjan, róttækan og rómantískan flokk sem gengur undir nafninu Píratar. Ég hef síðan þá verið nokkuð virkur í flokknum og má þar hellst nefna þátttöku mína í alþingisframboði og málefnastarfi, sér í lagi jafnréttismálum. Þar að auki var ég viðstaddur stofnun Pírata í Reykjavík og stofnaði Pírata í Kópavogi með Árna Þór Þorgeirssyni sem nú leiðir lista Dögunar og umbótasinna. Það sem heillaði mig mest við þennan nýja flokk var að hann fyllti upp í hugmyndafræðilega eyðu í íslenskum stjórnmálum. Eyðu sem ég upplifði sjálfan mig í; róttækt frjálslyndi og róttækt lýðræði. Eitt af því sem var stanslaust talað um á meðal Pírata var biturt hatur þeirra á allri miðstýringu. Hatur sem ég deildi og deili enn. Miðstýring er í eðli sínu eitur gegn lýðræði og frelsi. Einstaklingar geta aldrei verið raunverulega frjálsir ef að þeim er stjórnað af alráðandi ríkisvaldi og samfélög munu aldrei vera lýðræðisleg ef að þau þurfa alltaf að lúta æðra yfirvaldi. Þetta er ídealíska hliðin af þessari afstöðu. Svo er það praktíska hliðin. Valddreifing virkar einfaldlega betur. Skólayfirvöld vita betur hvað er best fyrir sinn skóla heldur en Menntamálaráðuneytið, bæjarstjórn veit betur hvað er betra fyrir sinn bæ heldur en ríkið og einstaklingurinn veit betur hvað er best fyrir sig heldur en öll yfirvöld. Þetta er það sem Píratar hafa staðið fyrir og þetta er það sem ég stend nú fyrir undir merkjum Dögunar og umbótasinna. Vegna þessarar skýru afstöðu Pírata gegn miðstýringu var ég mjög hissa hvað oddviti Pírata í Kópavogi, Ingólfur Árni Gunnarsson hafði að segja um húsnæðismál í Speglinum í Ríkisútvarpinu síðastliðinn miðvikudag. Hann sagði að hann teldi ekki að húsnæðismál ættu að vera leyst á sveitastjórnarstigi, heldur ætti ríkisvaldið að hafa meiri aðkomu að þeim. Oddviti Pírata í Kópavogi vill semsagt taka húsnæðismál frá sveitafélaginu og gefa völdin til æðra ríkisvalds. Hann talar hreint og beint fyrir aukinni miðstýringu í þessu málefni. Fyrir utan það að þessi hugmynd fjarlægi þetta mikilvæga málefni lengra frá fólkinu með því að setja ákvörðunartökuna hærra í valdstigann, þá fellur hugmyndin í allri praktík. Húsnæðismál eru óaðskiljanleg skipulagsmálum og bæjarskipulag verður augljóslega að vera í höndum bæjarfélagsins. Þessi hugmynd er stórkostlega undarleg í alla staði. Við á T-lista Dögunar og umbótasinna viljum færa valdið til fólksins, ekki til ríkisvaldsins. Dögun hefur alltaf lagt áherslu á húsnæðismál og við umbótasinnarnir sem áður voru sjóræningjar viljum sporna gegn miðstýringu til að styrkja sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. Við lítum á húsnæði sem sjálfsagðan rétt allra og teljum að það sé skylda okkar sem samfélags og sem bæjarfélags að tryggja þennan rétt. Að lokum vill ég nefna eitt annað sem hann sagði sem skyldi eftir vont bragð í munninum á mér. Þegar hann var spurður um efnahagsmál sagði hann að það væru nánast allir að boða aukin útgjöld, en fólk ætti eftir að svara hvar það ætlaði að taka þessa peninga. Svona orð eru hreinlega ekkert annað en mantra íhaldsins. Píratar mega auðvitað vera eins íhaldssamir og þeir vilja, enda er ekkert í stefnu Pírata sem bannar það. En sem einn af stofnendum Pírata í Kópavogi veldur þetta mér miklum vonbrigðum, því að þetta er ekki flokkurinn sem ég vildi stofna. Ég vill því persónulega biðja Kópavogsbúa afsökunar á að hafa stofnað annan hægriflokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í Janúar 2013 gekk ég í nýjan, róttækan og rómantískan flokk sem gengur undir nafninu Píratar. Ég hef síðan þá verið nokkuð virkur í flokknum og má þar hellst nefna þátttöku mína í alþingisframboði og málefnastarfi, sér í lagi jafnréttismálum. Þar að auki var ég viðstaddur stofnun Pírata í Reykjavík og stofnaði Pírata í Kópavogi með Árna Þór Þorgeirssyni sem nú leiðir lista Dögunar og umbótasinna. Það sem heillaði mig mest við þennan nýja flokk var að hann fyllti upp í hugmyndafræðilega eyðu í íslenskum stjórnmálum. Eyðu sem ég upplifði sjálfan mig í; róttækt frjálslyndi og róttækt lýðræði. Eitt af því sem var stanslaust talað um á meðal Pírata var biturt hatur þeirra á allri miðstýringu. Hatur sem ég deildi og deili enn. Miðstýring er í eðli sínu eitur gegn lýðræði og frelsi. Einstaklingar geta aldrei verið raunverulega frjálsir ef að þeim er stjórnað af alráðandi ríkisvaldi og samfélög munu aldrei vera lýðræðisleg ef að þau þurfa alltaf að lúta æðra yfirvaldi. Þetta er ídealíska hliðin af þessari afstöðu. Svo er það praktíska hliðin. Valddreifing virkar einfaldlega betur. Skólayfirvöld vita betur hvað er best fyrir sinn skóla heldur en Menntamálaráðuneytið, bæjarstjórn veit betur hvað er betra fyrir sinn bæ heldur en ríkið og einstaklingurinn veit betur hvað er best fyrir sig heldur en öll yfirvöld. Þetta er það sem Píratar hafa staðið fyrir og þetta er það sem ég stend nú fyrir undir merkjum Dögunar og umbótasinna. Vegna þessarar skýru afstöðu Pírata gegn miðstýringu var ég mjög hissa hvað oddviti Pírata í Kópavogi, Ingólfur Árni Gunnarsson hafði að segja um húsnæðismál í Speglinum í Ríkisútvarpinu síðastliðinn miðvikudag. Hann sagði að hann teldi ekki að húsnæðismál ættu að vera leyst á sveitastjórnarstigi, heldur ætti ríkisvaldið að hafa meiri aðkomu að þeim. Oddviti Pírata í Kópavogi vill semsagt taka húsnæðismál frá sveitafélaginu og gefa völdin til æðra ríkisvalds. Hann talar hreint og beint fyrir aukinni miðstýringu í þessu málefni. Fyrir utan það að þessi hugmynd fjarlægi þetta mikilvæga málefni lengra frá fólkinu með því að setja ákvörðunartökuna hærra í valdstigann, þá fellur hugmyndin í allri praktík. Húsnæðismál eru óaðskiljanleg skipulagsmálum og bæjarskipulag verður augljóslega að vera í höndum bæjarfélagsins. Þessi hugmynd er stórkostlega undarleg í alla staði. Við á T-lista Dögunar og umbótasinna viljum færa valdið til fólksins, ekki til ríkisvaldsins. Dögun hefur alltaf lagt áherslu á húsnæðismál og við umbótasinnarnir sem áður voru sjóræningjar viljum sporna gegn miðstýringu til að styrkja sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. Við lítum á húsnæði sem sjálfsagðan rétt allra og teljum að það sé skylda okkar sem samfélags og sem bæjarfélags að tryggja þennan rétt. Að lokum vill ég nefna eitt annað sem hann sagði sem skyldi eftir vont bragð í munninum á mér. Þegar hann var spurður um efnahagsmál sagði hann að það væru nánast allir að boða aukin útgjöld, en fólk ætti eftir að svara hvar það ætlaði að taka þessa peninga. Svona orð eru hreinlega ekkert annað en mantra íhaldsins. Píratar mega auðvitað vera eins íhaldssamir og þeir vilja, enda er ekkert í stefnu Pírata sem bannar það. En sem einn af stofnendum Pírata í Kópavogi veldur þetta mér miklum vonbrigðum, því að þetta er ekki flokkurinn sem ég vildi stofna. Ég vill því persónulega biðja Kópavogsbúa afsökunar á að hafa stofnað annan hægriflokk.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun