Enski boltinn

Müller gefur lítið fyrir sögusagnirnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Thomas Müller segir litlar líkur á því að hann muni yfirgefa Bayern München og fara með Louis van Gaal til Manchester United.

„Það er ekkert leyndarmál að samband mitt við van Gaal er sérstakt,“ sagði Müller. „En samband mitt við Bayern München er líka sérstakt og er ég samningsbundinn til 2017.“

„Við erum nýbúnir að vinna tvennuna og nú hlakka ég til þess að spila á HM í sumar. Ég hef það á tilfinningunni að ég muni hafa stóru hlutverki að gegna hjá Bayern.“

„Ég nýt þess að spila fyrir Bayern. Það er í raun ekkert betra,“ sagði Müller en fjölmargir leikmenn liðsins hafa verið orðaðir við Manchester United eftir að ráðning van Gaal var tilkynnt.

Val Gaal var áður stjóri Bayern og gaf hann Müller sitt fyrsta stóra tækifæri með liðinu þegar hann var nítján ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×