Framtíðin byrjar í dag Margrét Marteinsdóttir skrifar 31. maí 2014 14:06 Hvað viltu verða þegar þú verður stór? Ég vil vera hamingjusamur. Þú skilur ekki spurninguna. Jú en þú skilur ekki lífið. Svona er sagt að John Lennon hafi svarað ritgerðarspurningu í barnaskóla. Ég vil vera hamingjusamur. Stutt og laggott. Mamma hans hafði sagt honum að þess óskaði hún fyrir hann. Þá yrði allt gott. Kennarinn var ekki sáttur og sagði að hann misskildi ritgerðarspurninguna. Og þá á Lennon að hafa svarað: nei, þú skilur ekki lífið. Við viljum öll að börnin okkar séu hamingjusöm. Við komum úr ólíkum aðstæðum, höfum ólíkar skoðanir, ólíkar langanir, förum í kirkju og bráðum mosku, eða bara alls ekki í bænahús. Karl fer í kjól í ráðhúsinu og hinum megin við götuna eru karlar á leið á Oddfellow fund í kjólfötum með pípuhatta. Við erum ólík. Við eigum það hins vegar sameiginlegt að vilja að þeim sem okkur þykir vænst um hafi það gott og séu örugg. Og flestir hafa það gott á Íslandi. Meira að segja mjög gott. En það á eftir að breytast ef við bregðumst ekki rétt við þeim vanda sem steðjar að heimsbyggðinni allri. Ég er að tala um loftslagsbreytingar af manna völdum - stærsta mál samtímans og enn stærra og alvarlegra mál á næstu árum ef ekki er brugðist strax við. Þegar svört skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna var kynnt í vetur var mörgum brugðið. Mér féllust hins vegar hendur þegar forsætisráðherra tilkynnti þjóðinni að Íslendingar gætu grætt á hamförunum. Hvernig datt manninum það í hug? Græðgi er að miklu leyti orsök vandans! Á þessum tímapunkti hefði verið eðlilegt að ráðamenn kæmu fram og hvettu hvern og einn Íslending til að gera sitt til að draga úr mengun. Mannréttindi komandi kynslóða eru í húfi. Barnanna okkar og barnabarna. Viljum við ekki geta sagt þeim að við gerðum okkar besta til að líf þeirra yrði áfram gott? Og þá er ég komin að deginum í dag. Kosningadagur 31.maí 2014. Borgarbúar geta í dag haft mikil áhrif á hvernig næstu ár verða í borginni okkar. Björt framtíð leggur mikla áherslu á mannréttindi, líkt og Besti flokkurinn hefur gert síðustu 4 ár. Mannréttindi fyrir alla, sama hvaðan þeir koma eða hvert þeir eru að fara eða hvað þeir gerðu í millitíðinni. Í skipulagsmálum er hugað að mannréttindum komandi kynslóða. Þétting byggðar skiptir þar mestu máli. Að bæta það sem fyrir er frekar en að þenja byggðina frekar í austur með tilheyrandi kostnaði og mengun. Björt framtíð vill frekar bæta nærumhverfið. Að Reykvíkingar geti í auknum mæli sótt þjónustu og vinnu nálægt heimili sínu og geti þannig valið að ganga, hjóla eða fara með strætó og fjölga þannig valkostunum. Þannig verður auðveldara fyrir borgarbúa að gera líf sitt og líf komandi kynslóða betra. Í ráðhúsinu þarf að starfa fólk sem skilur þetta, tekur þessu alvarlega og auðveldar okkur að stíga þessi skref í átt til betri framtíðar fyrir börnin okkar þannig að við getum sagt: við gerðum okkar besta, við drógum úr bílaumferð, við skipulögðum græn svæði til að rækta mat, við hjálpuðum til við að bæta lýðheilsu og við hlustuðum á borgarbúa allt kjörtímabilið, ekki bara fyrir kosningar og á meðan á þessu öllu stóð var gaman hjá okkur. X-Æ og borgin blómstraði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Hvað viltu verða þegar þú verður stór? Ég vil vera hamingjusamur. Þú skilur ekki spurninguna. Jú en þú skilur ekki lífið. Svona er sagt að John Lennon hafi svarað ritgerðarspurningu í barnaskóla. Ég vil vera hamingjusamur. Stutt og laggott. Mamma hans hafði sagt honum að þess óskaði hún fyrir hann. Þá yrði allt gott. Kennarinn var ekki sáttur og sagði að hann misskildi ritgerðarspurninguna. Og þá á Lennon að hafa svarað: nei, þú skilur ekki lífið. Við viljum öll að börnin okkar séu hamingjusöm. Við komum úr ólíkum aðstæðum, höfum ólíkar skoðanir, ólíkar langanir, förum í kirkju og bráðum mosku, eða bara alls ekki í bænahús. Karl fer í kjól í ráðhúsinu og hinum megin við götuna eru karlar á leið á Oddfellow fund í kjólfötum með pípuhatta. Við erum ólík. Við eigum það hins vegar sameiginlegt að vilja að þeim sem okkur þykir vænst um hafi það gott og séu örugg. Og flestir hafa það gott á Íslandi. Meira að segja mjög gott. En það á eftir að breytast ef við bregðumst ekki rétt við þeim vanda sem steðjar að heimsbyggðinni allri. Ég er að tala um loftslagsbreytingar af manna völdum - stærsta mál samtímans og enn stærra og alvarlegra mál á næstu árum ef ekki er brugðist strax við. Þegar svört skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna var kynnt í vetur var mörgum brugðið. Mér féllust hins vegar hendur þegar forsætisráðherra tilkynnti þjóðinni að Íslendingar gætu grætt á hamförunum. Hvernig datt manninum það í hug? Græðgi er að miklu leyti orsök vandans! Á þessum tímapunkti hefði verið eðlilegt að ráðamenn kæmu fram og hvettu hvern og einn Íslending til að gera sitt til að draga úr mengun. Mannréttindi komandi kynslóða eru í húfi. Barnanna okkar og barnabarna. Viljum við ekki geta sagt þeim að við gerðum okkar besta til að líf þeirra yrði áfram gott? Og þá er ég komin að deginum í dag. Kosningadagur 31.maí 2014. Borgarbúar geta í dag haft mikil áhrif á hvernig næstu ár verða í borginni okkar. Björt framtíð leggur mikla áherslu á mannréttindi, líkt og Besti flokkurinn hefur gert síðustu 4 ár. Mannréttindi fyrir alla, sama hvaðan þeir koma eða hvert þeir eru að fara eða hvað þeir gerðu í millitíðinni. Í skipulagsmálum er hugað að mannréttindum komandi kynslóða. Þétting byggðar skiptir þar mestu máli. Að bæta það sem fyrir er frekar en að þenja byggðina frekar í austur með tilheyrandi kostnaði og mengun. Björt framtíð vill frekar bæta nærumhverfið. Að Reykvíkingar geti í auknum mæli sótt þjónustu og vinnu nálægt heimili sínu og geti þannig valið að ganga, hjóla eða fara með strætó og fjölga þannig valkostunum. Þannig verður auðveldara fyrir borgarbúa að gera líf sitt og líf komandi kynslóða betra. Í ráðhúsinu þarf að starfa fólk sem skilur þetta, tekur þessu alvarlega og auðveldar okkur að stíga þessi skref í átt til betri framtíðar fyrir börnin okkar þannig að við getum sagt: við gerðum okkar besta, við drógum úr bílaumferð, við skipulögðum græn svæði til að rækta mat, við hjálpuðum til við að bæta lýðheilsu og við hlustuðum á borgarbúa allt kjörtímabilið, ekki bara fyrir kosningar og á meðan á þessu öllu stóð var gaman hjá okkur. X-Æ og borgin blómstraði.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar