Áfram lækkun skulda og skatta - forgangsmál Jón Finnbogason skrifar 30. maí 2014 12:29 Efst á blaði stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er niðurgreiðsla á skuldum bæjarsjóðs og lækkun skatta. Verði haldið áfram á þeirri braut mun það tryggja þann trausta grunn sem skynsamleg fjármálastjórn hefur skilað. Niðurgreiðsla skulda mun auka fé til ráðstöfunar í framtíðinni um 80 – 100 milljónir á ári fyrir hvern milljarði sem við greiðum niður skuldir okkar í dag. Það er mikilvægt að staldra hér við og nefna skuldir okkar. Staða bæjarsjóðs er ekki einkamál einhverra annarra. Svigrúm til þess að veita góða þjónustu og framúrskarandi aðstöðu í Kópavogi byggir á getu bæjarsjóðs til að takast á við slík verkefni. Það snertir því með beinum hætti alla þá sem búa í Kópavogi hvernig staða bæjarsjóðs er hverju sinni. Íbúar Kópavogs voru um 32 þúsund í árslok 2013. Þar sem tekjur af útsvari er stærsti hluti tekna bæjarsjóðs er rétt að draga fram að íbúar á aldrinum 20 til 67 ára voru um 20 þúsund. Heildarskuldir og skuldbindingar Kópavogsbæjar voru rúmlega 42 milljarðar um síðustu áramót eða um 2,2 millj. á hvern íbúa Kópavogsbæjar á aldrinum 20 til 67 ára. Á árinu 2013 var um 71% af tekjum Kópavogsbæjar beinir skattar sem íbúar bæjarins greiddu, eða um 62% í formi útsvars og um 9% fasteignaskattur. Vissulega eru eignir á móti skuldum Kópavogsbæjar en þær felast í þeim mikilvægu innviðum sem byggðir hafa verið upp á undanförnum árum, s.s. byggingarsvæði sem eru klár til úthlutunar. En skuldir þarf að greiða til baka. Sjálfstæðismenn hafa markað þá stefnu að allar tekjur af lóðaúthlutunum fara til niðurgreiðslu skulda og er mikilvægt að svo verði áfram. Verði það ekki gert munum við þurfa að greiða vexti af skuldum Kópavogsbæjar áratugum saman. Sá reikningur verður að borinn uppi af okkur sem búum í Kópavogi í formi hærri skatta en ella. Vextir af skuldum Kópavogsbæjar eru raunverulegir. Á árinu 2013 voru gjaldfærð fjármagnsgjöld um 2,3 milljarðar en langstærstur hluti skulda Kópavogsbæjar við lánastofnanir er í formi verðtryggðra skulda sem báru við árslok að meðaltali 4,43% vexti. Í umhverfi 2,5 – 3,5% verðbólgu eru það um 7 til 8% vextir og enn hærri ef verðbólga fer aftur af stað. Það er því hagsmunamál okkar allra í Kópavogi að allt kapp verður lagt á að greiða niður skuldir bæjarsjóðs eins hratt og unnt er. En mikilvægt er að hafa í huga að Kópavogsbær stendur mjög vel að vígi til að mæta þeim breyttu aðstæðum sem nú eru að skapast í efnahagslífinu. Mikil eftirspurn er eftir lóðum til þess að byggja íbúðir. Við þurfum að úthluta þeim af skynsemi. Við þessar aðstæður er því mögulegt að horfa til framtíðar þar sem lækkun skulda bæjarsjóðs verði sett í algjöran forgang en það mun skapa enn frekari grundvöll til lækkunar á sköttum og öðrum gjöldum sem lögð eru á íbúa Kópavogsbæjar en það á að vera forgangsmál þeirra sem stjórna Kópavogsbæ á hverjum tíma. Áfram Kópavogur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Efst á blaði stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er niðurgreiðsla á skuldum bæjarsjóðs og lækkun skatta. Verði haldið áfram á þeirri braut mun það tryggja þann trausta grunn sem skynsamleg fjármálastjórn hefur skilað. Niðurgreiðsla skulda mun auka fé til ráðstöfunar í framtíðinni um 80 – 100 milljónir á ári fyrir hvern milljarði sem við greiðum niður skuldir okkar í dag. Það er mikilvægt að staldra hér við og nefna skuldir okkar. Staða bæjarsjóðs er ekki einkamál einhverra annarra. Svigrúm til þess að veita góða þjónustu og framúrskarandi aðstöðu í Kópavogi byggir á getu bæjarsjóðs til að takast á við slík verkefni. Það snertir því með beinum hætti alla þá sem búa í Kópavogi hvernig staða bæjarsjóðs er hverju sinni. Íbúar Kópavogs voru um 32 þúsund í árslok 2013. Þar sem tekjur af útsvari er stærsti hluti tekna bæjarsjóðs er rétt að draga fram að íbúar á aldrinum 20 til 67 ára voru um 20 þúsund. Heildarskuldir og skuldbindingar Kópavogsbæjar voru rúmlega 42 milljarðar um síðustu áramót eða um 2,2 millj. á hvern íbúa Kópavogsbæjar á aldrinum 20 til 67 ára. Á árinu 2013 var um 71% af tekjum Kópavogsbæjar beinir skattar sem íbúar bæjarins greiddu, eða um 62% í formi útsvars og um 9% fasteignaskattur. Vissulega eru eignir á móti skuldum Kópavogsbæjar en þær felast í þeim mikilvægu innviðum sem byggðir hafa verið upp á undanförnum árum, s.s. byggingarsvæði sem eru klár til úthlutunar. En skuldir þarf að greiða til baka. Sjálfstæðismenn hafa markað þá stefnu að allar tekjur af lóðaúthlutunum fara til niðurgreiðslu skulda og er mikilvægt að svo verði áfram. Verði það ekki gert munum við þurfa að greiða vexti af skuldum Kópavogsbæjar áratugum saman. Sá reikningur verður að borinn uppi af okkur sem búum í Kópavogi í formi hærri skatta en ella. Vextir af skuldum Kópavogsbæjar eru raunverulegir. Á árinu 2013 voru gjaldfærð fjármagnsgjöld um 2,3 milljarðar en langstærstur hluti skulda Kópavogsbæjar við lánastofnanir er í formi verðtryggðra skulda sem báru við árslok að meðaltali 4,43% vexti. Í umhverfi 2,5 – 3,5% verðbólgu eru það um 7 til 8% vextir og enn hærri ef verðbólga fer aftur af stað. Það er því hagsmunamál okkar allra í Kópavogi að allt kapp verður lagt á að greiða niður skuldir bæjarsjóðs eins hratt og unnt er. En mikilvægt er að hafa í huga að Kópavogsbær stendur mjög vel að vígi til að mæta þeim breyttu aðstæðum sem nú eru að skapast í efnahagslífinu. Mikil eftirspurn er eftir lóðum til þess að byggja íbúðir. Við þurfum að úthluta þeim af skynsemi. Við þessar aðstæður er því mögulegt að horfa til framtíðar þar sem lækkun skulda bæjarsjóðs verði sett í algjöran forgang en það mun skapa enn frekari grundvöll til lækkunar á sköttum og öðrum gjöldum sem lögð eru á íbúa Kópavogsbæjar en það á að vera forgangsmál þeirra sem stjórna Kópavogsbæ á hverjum tíma. Áfram Kópavogur.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun