Stofnendur Eirar gangist við ábyrgð Sigrún Pálsdóttir skrifar 30. maí 2014 12:05 Eitt af þeim málum sem farið hefur ofurhljótt í samfélaginu er nauðasamningur Eirar við íbúa í á annað hundruð öryggisíbúðum í Reykjavík og Mosfellsbæ. Þegar málið er skoðað setur mann hljóðan því með samningnum á nú gamla fólkið að taka á sig kostnaðinn af vítaverðri vanrækslu þeirra sem stofnuðu Eir og þeirra sem báru umsjónarábyrgð á rekstrinum og sigldu stofnuninni í strand. Í fjölmiðlum hefur verið sagt frá því að með nauðasamningnum sem gengið var frá í janúar sl. hafi óvissunni um framtíðarrekstur öryggisíbúða Eirar verið eytt en með honum var því afstýrt að gamla fólkið væri borið út úr íbúðum sínum og sett á guð og gaddinn í kjölfar uppboðs. Staðreyndin er sú að með nauðasamningnum var Eir fyrst og fremst bjargað af gamla fólkinu, íbúðarréttarhöfunum. Með honum er í raun staðfest sú eignaupptaka sem átti sér stað þegar stjórn Eirar veðsetti öryggisíbúðirnar upp í topp á árunum 2007 til 2010. Íbúðarrétti sem naut verndar eignaréttarákvæðis stjórnarskrárinnar var með samningnum breytt í leigu. Nær allir sem keyptu sér íbúðarrétt í öryggisíbúðum á Eir, lögðu stærstan hluta, ef ekki allan ævisparnað sinn í þau kaup, stundum einnig með fjárhagslegri aðstoð ættingja. Kaupverð íbúðarréttarins sem skyldi endurgreiðast í einu lagi við brottflutning í lifanda lífi eða við andlát á nú að endurgreiða með allt að 30 ára skuldabréfi. Íbúðarréttargreiðslan verður því ekki að fullu endurgreidd fyrr en árið 2044! Skuldabréfin verða ekki tryggð með veði og ekki er gert ráð fyrir að þriðji aðili taki ábyrgð á greiðslu þeirra. Slíkir pappírar eru verðlausir í viðskiptum og verða því hvorki nýttir af íbúunum, ef þeir vildu flytja annað né af erfingjunum til að greiða upp lán sem margir hverjir hafa tekið til að kaupa íbúðarrétt fyrir foreldra sína. Það hljóta allir að sjá að þetta er hvorki boðleg né sanngjörn lausn. Eitt er víst að það er ekki gamla fólkið sem keypti sér íbúðarrétt hjá Eir sem ber ábyrgð á greiðsluþrotinu. Ábyrgðin liggur hjá þeim opinberu og hálfopinberu aðilum sem standa að Eir. Það var á þeirra vakt sem starfsreglur og stjórnskipulag var samþykkt fyrir Eir. Stjórnskipulag sem var svo gallað að stjórnendur gátu í a.m.k. 4 ár brotið gegn íbúðarrétti skjólstæðinga sinna óátalið með því að stofna til eignaréttinda þriðja aðila með veðsetningu. Það er kominn tími til að Mosfellsbær, Reykjavíkurborg og aðrir sem bera lagalega og siðferðislega ábyrgð á vanrækslu umsjónaraðila Eirar viðurkenni þá ábyrgð í verki. Það geta þeir gert með því að gangast í ábyrgð fyrir 30 ára skuldabréfunum því aðeins þannig verða þau seljanleg og geta nýst íbúum eða erfingjum strax við útgáfu. Umsjónaraðilar hafa staðhæft að rekstur Eirar hafi nú verið tryggður. Því verður fjárhagsleg áhætta ekki notuð sem skálkaskjól til að hafna slíkri ábyrgð. Það er ekkert í lögum sem kemur í veg fyrir að sveitarfélög taki ábyrgð á tjóni sem þau með vanrækslu hafa valdið. Íbúahreyfingin vill að Mosfellsbær gangist við ábyrgð sinni og hafi forgöngu um að gamla fólkið eigi áhyggjulaust ævikvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eitt af þeim málum sem farið hefur ofurhljótt í samfélaginu er nauðasamningur Eirar við íbúa í á annað hundruð öryggisíbúðum í Reykjavík og Mosfellsbæ. Þegar málið er skoðað setur mann hljóðan því með samningnum á nú gamla fólkið að taka á sig kostnaðinn af vítaverðri vanrækslu þeirra sem stofnuðu Eir og þeirra sem báru umsjónarábyrgð á rekstrinum og sigldu stofnuninni í strand. Í fjölmiðlum hefur verið sagt frá því að með nauðasamningnum sem gengið var frá í janúar sl. hafi óvissunni um framtíðarrekstur öryggisíbúða Eirar verið eytt en með honum var því afstýrt að gamla fólkið væri borið út úr íbúðum sínum og sett á guð og gaddinn í kjölfar uppboðs. Staðreyndin er sú að með nauðasamningnum var Eir fyrst og fremst bjargað af gamla fólkinu, íbúðarréttarhöfunum. Með honum er í raun staðfest sú eignaupptaka sem átti sér stað þegar stjórn Eirar veðsetti öryggisíbúðirnar upp í topp á árunum 2007 til 2010. Íbúðarrétti sem naut verndar eignaréttarákvæðis stjórnarskrárinnar var með samningnum breytt í leigu. Nær allir sem keyptu sér íbúðarrétt í öryggisíbúðum á Eir, lögðu stærstan hluta, ef ekki allan ævisparnað sinn í þau kaup, stundum einnig með fjárhagslegri aðstoð ættingja. Kaupverð íbúðarréttarins sem skyldi endurgreiðast í einu lagi við brottflutning í lifanda lífi eða við andlát á nú að endurgreiða með allt að 30 ára skuldabréfi. Íbúðarréttargreiðslan verður því ekki að fullu endurgreidd fyrr en árið 2044! Skuldabréfin verða ekki tryggð með veði og ekki er gert ráð fyrir að þriðji aðili taki ábyrgð á greiðslu þeirra. Slíkir pappírar eru verðlausir í viðskiptum og verða því hvorki nýttir af íbúunum, ef þeir vildu flytja annað né af erfingjunum til að greiða upp lán sem margir hverjir hafa tekið til að kaupa íbúðarrétt fyrir foreldra sína. Það hljóta allir að sjá að þetta er hvorki boðleg né sanngjörn lausn. Eitt er víst að það er ekki gamla fólkið sem keypti sér íbúðarrétt hjá Eir sem ber ábyrgð á greiðsluþrotinu. Ábyrgðin liggur hjá þeim opinberu og hálfopinberu aðilum sem standa að Eir. Það var á þeirra vakt sem starfsreglur og stjórnskipulag var samþykkt fyrir Eir. Stjórnskipulag sem var svo gallað að stjórnendur gátu í a.m.k. 4 ár brotið gegn íbúðarrétti skjólstæðinga sinna óátalið með því að stofna til eignaréttinda þriðja aðila með veðsetningu. Það er kominn tími til að Mosfellsbær, Reykjavíkurborg og aðrir sem bera lagalega og siðferðislega ábyrgð á vanrækslu umsjónaraðila Eirar viðurkenni þá ábyrgð í verki. Það geta þeir gert með því að gangast í ábyrgð fyrir 30 ára skuldabréfunum því aðeins þannig verða þau seljanleg og geta nýst íbúum eða erfingjum strax við útgáfu. Umsjónaraðilar hafa staðhæft að rekstur Eirar hafi nú verið tryggður. Því verður fjárhagsleg áhætta ekki notuð sem skálkaskjól til að hafna slíkri ábyrgð. Það er ekkert í lögum sem kemur í veg fyrir að sveitarfélög taki ábyrgð á tjóni sem þau með vanrækslu hafa valdið. Íbúahreyfingin vill að Mosfellsbær gangist við ábyrgð sinni og hafi forgöngu um að gamla fólkið eigi áhyggjulaust ævikvöld.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun