Betri Garðabær með þinni þátttöku María Grétarsdóttir og Ingvar Arnarson skrifar 30. maí 2014 11:42 Garðabær er góður bær og um það erum við flest sammála. Hins vegar teljum við að Garðabæ megi gera að enn betri bæ með þátttöku enn fleiri íbúa í ákvarðanatöku í málefnum sem varða okkar öll. Þannig þarf að gera verulega bragarbót í rekstri bæjarins. Íbúar eiga að hafa um það að segja í hvað skattfé okkar allra er varið. Við, fólkið í bænum, eigum að geta kosið um í hvaða verkefni önnur en skylduverkefni, skattfé okkar er varið, sér í lagi þegar þær greiðslur nema hundruðum milljóna króna. Þá er það lítið mál að gera öllum kleift að fylgjast með útgjöldum og fjárreiðum bæjarins í gegnum vef Garðabæjar með því að gera þessar upplýsingar aðgengilegar rafrænt. Þannig eykst gagnsæi og aðhald í bæjarrekstrinum. Við, fólkið í bænum eigum að geta treyst því að bæjaryfirvöld virði sínar eigin innkaupareglur þannig að að tryggt sé að gengið sé að hagstæðustu tilboðum hverju sinni og að allir eigi möguleika á að sinna verkefnum fyrir bæinn. Þá er orðin brýn þörf að efla skóla- og velferðarmál. Öll börn eiga að njóta jafnræðis í bænum hvort heldur er varðar skóla, tónlistarnám eða íþrótta og æskulýðsstarf. Þannig er það ekki í dag. Framlag bæjarsjóðs með hverju barni í grunnskóla (án húsnæðiskostnaðar) er hærra til einkaskóla, heldur en bæjarskóla í bænum.Ingvar Arnarson, skipar 2. sæti á lista FÓLKSINS- í bænum.Biðlistar eru til náms í tónlistarskóla. Gera þarf öllum börnum kleift að iðka íþróttir að eigin vali, óháð efnahag eða fjölskyldustærð. Listi FÓLKSINS í bænum hefur kynnt tillögur í þessum efnum þannig að auðveldlega megi laga þessi mál. Tillögurnar hafa einnig snúið að því hvernig bæta þurfi þjónustu við fatlað fólk og þjónustu við eldri borgara í bænum og gera hana samþættari og hægt verði að leita eftir þjónustu á einum stað í stað margra. Við viljum sjá byltingu í stígagerð fyrir hjólreiða- og göngufólk og að bærinn leiti sérfræðiaðstoðar í því sambandi. Garðbæingar eiga að hafa um það að segja hvar við viljum að göngustígar séu lagðir í Garðabæ, til að mynda við hraunjaðarinn neðan við Flatir, á Álftanesi eða um Arnarnesið. Leita á samstöðu meðal bæjarbúa um slíkt átak og það á ekki að vera ákvörðun fárra að þeir séu lagðir eða ekki lagðir eða hvar. Það á heldur ekki að vera ákvörðun fárra hvort eða hvenær farið er í fjárfrekar veglagningar um náttúruperlur í landi Garðabæjar. Hlustum á raddir fólksins í bænum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Garðabær er góður bær og um það erum við flest sammála. Hins vegar teljum við að Garðabæ megi gera að enn betri bæ með þátttöku enn fleiri íbúa í ákvarðanatöku í málefnum sem varða okkar öll. Þannig þarf að gera verulega bragarbót í rekstri bæjarins. Íbúar eiga að hafa um það að segja í hvað skattfé okkar allra er varið. Við, fólkið í bænum, eigum að geta kosið um í hvaða verkefni önnur en skylduverkefni, skattfé okkar er varið, sér í lagi þegar þær greiðslur nema hundruðum milljóna króna. Þá er það lítið mál að gera öllum kleift að fylgjast með útgjöldum og fjárreiðum bæjarins í gegnum vef Garðabæjar með því að gera þessar upplýsingar aðgengilegar rafrænt. Þannig eykst gagnsæi og aðhald í bæjarrekstrinum. Við, fólkið í bænum eigum að geta treyst því að bæjaryfirvöld virði sínar eigin innkaupareglur þannig að að tryggt sé að gengið sé að hagstæðustu tilboðum hverju sinni og að allir eigi möguleika á að sinna verkefnum fyrir bæinn. Þá er orðin brýn þörf að efla skóla- og velferðarmál. Öll börn eiga að njóta jafnræðis í bænum hvort heldur er varðar skóla, tónlistarnám eða íþrótta og æskulýðsstarf. Þannig er það ekki í dag. Framlag bæjarsjóðs með hverju barni í grunnskóla (án húsnæðiskostnaðar) er hærra til einkaskóla, heldur en bæjarskóla í bænum.Ingvar Arnarson, skipar 2. sæti á lista FÓLKSINS- í bænum.Biðlistar eru til náms í tónlistarskóla. Gera þarf öllum börnum kleift að iðka íþróttir að eigin vali, óháð efnahag eða fjölskyldustærð. Listi FÓLKSINS í bænum hefur kynnt tillögur í þessum efnum þannig að auðveldlega megi laga þessi mál. Tillögurnar hafa einnig snúið að því hvernig bæta þurfi þjónustu við fatlað fólk og þjónustu við eldri borgara í bænum og gera hana samþættari og hægt verði að leita eftir þjónustu á einum stað í stað margra. Við viljum sjá byltingu í stígagerð fyrir hjólreiða- og göngufólk og að bærinn leiti sérfræðiaðstoðar í því sambandi. Garðbæingar eiga að hafa um það að segja hvar við viljum að göngustígar séu lagðir í Garðabæ, til að mynda við hraunjaðarinn neðan við Flatir, á Álftanesi eða um Arnarnesið. Leita á samstöðu meðal bæjarbúa um slíkt átak og það á ekki að vera ákvörðun fárra að þeir séu lagðir eða ekki lagðir eða hvar. Það á heldur ekki að vera ákvörðun fárra hvort eða hvenær farið er í fjárfrekar veglagningar um náttúruperlur í landi Garðabæjar. Hlustum á raddir fólksins í bænum.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar