Viltu fá okkur til starfa? Ólafur Adolfsson skrifar 30. maí 2014 11:34 Við erum hópurinn sem er sprottinn fram snemma á þessu ári, skipaður kröftugum og metnaðargjörnum einstaklingum sem eiga það sammerkt að hafa brennandi áhuga á að gera bænum okkar vel. Við skipulögðum okkur og skipuðum okkur í sveit til að nýta sem best styrkleika okkar, tryggja fjölbreytileika og búa til sterka liðsheild sem næði athygli þinni og áhuga. Við erum hópurinn sem bauð þér til þátttöku í málefnastarfi okkar í mars og apríl og kallaði eftir sjónarmiðum þínum á því hvar kröftum okkar væri best varið næstu fjögur árin. Þessar áherslur höfum við síðan meitlað inn í stefnuskrá sem þú hefur nú fengið í hendur og lýsir vel þeim áherslum sem við viljum hafa að leiðarljósi í vinnu okkar. Við höfum háð málefnalega kosningabaráttu með það að leiðarljósi að við bjóðum okkur fram til þjónustu við þig og aðra bæjarbúa. Við höfum vonandi hitt á þig í vinnustaðaheimsóknum okkar, á kosningaskriftstofunni á Skólabrautinni, nú eða bara á förnum vegi til að fræða þig um hvað við höfum fram að færa og hlusta á þín sjónarmið. Við erum hópurinn sem hefur þá eindregnu skoðun að bæjarfélagið okkar eigi að einbeita sér að lögbundnum verkefnum sínum og gera það vel með hagsýni og ráðdeild að leiðarljósi. Nú styttist í að þú bæjarbúi góður veljir þér fulltrúa til starfa fyrir þig næstu fjögur árin og það er ekki amalegt að hafa allt þetta góða mannval úr öllum flokkum til að velja úr. Við vonumst til þess að vera hópurinn sem þú treystir best til að gera vel fyrir Akranes á næstu fjórum árum. Við erum Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi og við viljum gera betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Við erum hópurinn sem er sprottinn fram snemma á þessu ári, skipaður kröftugum og metnaðargjörnum einstaklingum sem eiga það sammerkt að hafa brennandi áhuga á að gera bænum okkar vel. Við skipulögðum okkur og skipuðum okkur í sveit til að nýta sem best styrkleika okkar, tryggja fjölbreytileika og búa til sterka liðsheild sem næði athygli þinni og áhuga. Við erum hópurinn sem bauð þér til þátttöku í málefnastarfi okkar í mars og apríl og kallaði eftir sjónarmiðum þínum á því hvar kröftum okkar væri best varið næstu fjögur árin. Þessar áherslur höfum við síðan meitlað inn í stefnuskrá sem þú hefur nú fengið í hendur og lýsir vel þeim áherslum sem við viljum hafa að leiðarljósi í vinnu okkar. Við höfum háð málefnalega kosningabaráttu með það að leiðarljósi að við bjóðum okkur fram til þjónustu við þig og aðra bæjarbúa. Við höfum vonandi hitt á þig í vinnustaðaheimsóknum okkar, á kosningaskriftstofunni á Skólabrautinni, nú eða bara á förnum vegi til að fræða þig um hvað við höfum fram að færa og hlusta á þín sjónarmið. Við erum hópurinn sem hefur þá eindregnu skoðun að bæjarfélagið okkar eigi að einbeita sér að lögbundnum verkefnum sínum og gera það vel með hagsýni og ráðdeild að leiðarljósi. Nú styttist í að þú bæjarbúi góður veljir þér fulltrúa til starfa fyrir þig næstu fjögur árin og það er ekki amalegt að hafa allt þetta góða mannval úr öllum flokkum til að velja úr. Við vonumst til þess að vera hópurinn sem þú treystir best til að gera vel fyrir Akranes á næstu fjórum árum. Við erum Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi og við viljum gera betur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar