Gaupi spáir í spilin Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. júní 2014 19:00 Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport og Bylgjunni. Vísir/Vilhelm Vísir fékk Guðjón Guðmundsson til þess að spá í leik Íslands og Bosníu sem fer fram á morgun í Sarajevo. Leikurinn er fyrri leikur liðanna í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Katar sem fer fram í janúar næstkomandi. Guðjón hefur mikla reynslu af því að fjalla um íslenska handboltalandsliðsins og hefur fylgt því á fjöldamörg stórmót í gegnum árin. Hann var þar að auki aðstoðarmaður Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfara á sínum tíma. „Það sem ég óttast mest á morgun að þeir spili framliggjandi vörn, 5-1 eða 3-2-1 sem strákunum tókst illa að leysa í æfingarleikjunum gegn Portúgal á dögunum. Einföld 6-0 vörn myndi sennilega henta okkur betur. Þegar lið spila framliggjandi varnir þá þarf að spila mjög vel, eitthvað sem liðið gerði ekki gegn Portúgal.“ Guðjón býst við erfiðum leik á morgun og gríðarlegri stemmingu í höllinni í Sarajevo. „Þetta er erfiður útivöllur að fara á, þeir spila þetta á stemmingunni. Það hefur verið góð stemming á Balkanskaganum fyrir handboltanum lengi. Það verður erfitt en mikilvægt að ná úrslitum, þetta snýst aðallega um okkar leik, hvort við getum stjórnað leiknum.“ „Bosnía er með betra lið en margir halda þótt að það vanti Mirsad Terzic, leikmann Veszprém. Það eru öflugir leikmenn í öllum stöðum vallarins. Bosnía hefur verið í vandræðum með að fá sína bestu menn til að spila fyrir liðið.“ „Marko Panic, leikstjórnandi Chambery í Frakklandi, Mohamed Toromanović, leikmaður Wisla Plock og fleiri verða með á morgun. Það eru margir gríðarlega öflugir leikmenn í mörgum stöðum og eru sterkir heima fyrir.“ Markvarslan verður lykilatriði í leiknum á morgun. „Ég hef örlitlar áhyggjur af markvörslunni en hún hefur yfirleitt verið hvað best þegar maður efast markmennina. Vonandi skilar leikreynslan okkur í gegnum þetta.“ Guðjón telur að fjarvera Terzic sé af sömu stærðargráðu og fjarvera Arons Pálmarssonar í íslenska liðinu. „Breiddin í liðinu okkar er einfaldlega ekki nægilega mikil. Málið leystist alveg ótrúlega vel á Evrópumótinu í Danmörku en það þarf að vera hægt að leysa þetta betur en við höfum verið að gera. Tíminn er eflaust kominn fyrir yngri leikmennina að stíga upp og taka við keflinu.“ „Einhvertímann þarf það að gerast en á morgun tel ég að mikilvægt sé að spila þetta á okkar reyndasta liði.“ sagði Guðjón að lokum en hann mun lýsa leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.Leikurinn hefst klukkan 18.15 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hann verður einnig í beinni textalýsingu á Vísi. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Þjálfari Bosníu ætlar að koma Aroni á óvart Þjálfari Bosníu, Dragan Markovic, er brattur fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun en hann hefur fulla trú á sínu liði. 6. júní 2014 11:45 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Vísir fékk Guðjón Guðmundsson til þess að spá í leik Íslands og Bosníu sem fer fram á morgun í Sarajevo. Leikurinn er fyrri leikur liðanna í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Katar sem fer fram í janúar næstkomandi. Guðjón hefur mikla reynslu af því að fjalla um íslenska handboltalandsliðsins og hefur fylgt því á fjöldamörg stórmót í gegnum árin. Hann var þar að auki aðstoðarmaður Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfara á sínum tíma. „Það sem ég óttast mest á morgun að þeir spili framliggjandi vörn, 5-1 eða 3-2-1 sem strákunum tókst illa að leysa í æfingarleikjunum gegn Portúgal á dögunum. Einföld 6-0 vörn myndi sennilega henta okkur betur. Þegar lið spila framliggjandi varnir þá þarf að spila mjög vel, eitthvað sem liðið gerði ekki gegn Portúgal.“ Guðjón býst við erfiðum leik á morgun og gríðarlegri stemmingu í höllinni í Sarajevo. „Þetta er erfiður útivöllur að fara á, þeir spila þetta á stemmingunni. Það hefur verið góð stemming á Balkanskaganum fyrir handboltanum lengi. Það verður erfitt en mikilvægt að ná úrslitum, þetta snýst aðallega um okkar leik, hvort við getum stjórnað leiknum.“ „Bosnía er með betra lið en margir halda þótt að það vanti Mirsad Terzic, leikmann Veszprém. Það eru öflugir leikmenn í öllum stöðum vallarins. Bosnía hefur verið í vandræðum með að fá sína bestu menn til að spila fyrir liðið.“ „Marko Panic, leikstjórnandi Chambery í Frakklandi, Mohamed Toromanović, leikmaður Wisla Plock og fleiri verða með á morgun. Það eru margir gríðarlega öflugir leikmenn í mörgum stöðum og eru sterkir heima fyrir.“ Markvarslan verður lykilatriði í leiknum á morgun. „Ég hef örlitlar áhyggjur af markvörslunni en hún hefur yfirleitt verið hvað best þegar maður efast markmennina. Vonandi skilar leikreynslan okkur í gegnum þetta.“ Guðjón telur að fjarvera Terzic sé af sömu stærðargráðu og fjarvera Arons Pálmarssonar í íslenska liðinu. „Breiddin í liðinu okkar er einfaldlega ekki nægilega mikil. Málið leystist alveg ótrúlega vel á Evrópumótinu í Danmörku en það þarf að vera hægt að leysa þetta betur en við höfum verið að gera. Tíminn er eflaust kominn fyrir yngri leikmennina að stíga upp og taka við keflinu.“ „Einhvertímann þarf það að gerast en á morgun tel ég að mikilvægt sé að spila þetta á okkar reyndasta liði.“ sagði Guðjón að lokum en hann mun lýsa leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.Leikurinn hefst klukkan 18.15 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hann verður einnig í beinni textalýsingu á Vísi.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Þjálfari Bosníu ætlar að koma Aroni á óvart Þjálfari Bosníu, Dragan Markovic, er brattur fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun en hann hefur fulla trú á sínu liði. 6. júní 2014 11:45 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Þjálfari Bosníu ætlar að koma Aroni á óvart Þjálfari Bosníu, Dragan Markovic, er brattur fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun en hann hefur fulla trú á sínu liði. 6. júní 2014 11:45