Skömm Framsóknarflokksins Óskar Steinn Ómarsson skrifar 5. júní 2014 11:12 Framsóknarflokkurinn hefur verið duglegur við að taka upp hanskann fyrir rasista undanfarið. Forsætisráðherra birti nýlega pistil þar sem hann réðist harkalega að þeim sem höfðu vogað sér að gagnrýna oddvita flokksins í Reykjavík eftir ummæli hennar um fyrirhugaða mosku. Um ummælin sjálf eða ummæli þeirra, sem í kjölfarið hafa keppst við að úthúða múslimum á kommentakerfunum, sagði forsætisráðherra ekki orð. Í útvarpinu í gærmorgun biðlaði svo félagsmálaráðherra til fólks að sýna skoðunum annarra umburðarlyndi. Hún bætti svo við að það væri hið eðlilegasta mál að í fjölmenningarsamfélögum yrðu árekstrar. Það er svolítið eins og að segja að nauðganir séu eðlilegur hlutur á útihátíðum. Þessi málflutningur gerir lítið úr ábyrgð þeirra sem halda uppi hatursorðræðu gegn minnihlutahópum. Það er nefnilega ekkert eðlilegt við fordóma og útlendingahatur. Í alvöru talað. Síðan þetta mál kom í umræðuna hafa hatursfullir Íslendingar úthúðað múslimum á internetinu, og talsmönnum þeirra verið hótað lífláti. Á síðasta ári var svínshausum dreift á lóð fyrirhugaðrar mosku. Þetta er ekkert djók. Það er ekkert hægt að skauta framhjá þessu. Í Noregi voru menn blindir fyrir þessu og 22. júlí 2011 voru 69 ungmenni skotin til bana af manni sem var hræddur við múslima. Ég óska eftir því að forsætisráðherra geri hreint fyrir sínum dyrum og lýsi því opinberlega yfir að rasismi og útlendingahatur eigi ekki heima á Íslandi. Óskar Steinn Ómarsson, Formaður Bersans – Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Skoðun Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur verið duglegur við að taka upp hanskann fyrir rasista undanfarið. Forsætisráðherra birti nýlega pistil þar sem hann réðist harkalega að þeim sem höfðu vogað sér að gagnrýna oddvita flokksins í Reykjavík eftir ummæli hennar um fyrirhugaða mosku. Um ummælin sjálf eða ummæli þeirra, sem í kjölfarið hafa keppst við að úthúða múslimum á kommentakerfunum, sagði forsætisráðherra ekki orð. Í útvarpinu í gærmorgun biðlaði svo félagsmálaráðherra til fólks að sýna skoðunum annarra umburðarlyndi. Hún bætti svo við að það væri hið eðlilegasta mál að í fjölmenningarsamfélögum yrðu árekstrar. Það er svolítið eins og að segja að nauðganir séu eðlilegur hlutur á útihátíðum. Þessi málflutningur gerir lítið úr ábyrgð þeirra sem halda uppi hatursorðræðu gegn minnihlutahópum. Það er nefnilega ekkert eðlilegt við fordóma og útlendingahatur. Í alvöru talað. Síðan þetta mál kom í umræðuna hafa hatursfullir Íslendingar úthúðað múslimum á internetinu, og talsmönnum þeirra verið hótað lífláti. Á síðasta ári var svínshausum dreift á lóð fyrirhugaðrar mosku. Þetta er ekkert djók. Það er ekkert hægt að skauta framhjá þessu. Í Noregi voru menn blindir fyrir þessu og 22. júlí 2011 voru 69 ungmenni skotin til bana af manni sem var hræddur við múslima. Ég óska eftir því að forsætisráðherra geri hreint fyrir sínum dyrum og lýsi því opinberlega yfir að rasismi og útlendingahatur eigi ekki heima á Íslandi. Óskar Steinn Ómarsson, Formaður Bersans – Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar