Hideki Matsuyama marði sigur á Memorial 1. júní 2014 22:51 Matsuyama fagnar sigrinum ásamt kylfusveini sínum. AP/Getty Japaninn Hideki Matsuyama sigraði á Memorial mótinu sem kláraðist í kvöld en hann lagði Bandaríkjamanninn Kevin Na á fyrstu holu í bráðabana. Báðir kylfingar léku hringina fjóra á Muirfield vellinum í Ohio á 13 höggum undir pari en í bráðabananum fékk Matsuyama virkilega flott par á 18. holu eftir að hafa komið sér í vandræði í innáhögginu. Kevin Na var þó í meiri vandræðum en hann setti upphafshöggið sitt í læk vinstra megin við brautina og því dugði par Matsuyama en þetta er hans fyrsti sigur á PGA-mótaröðinni.Bubba Watson leiddi mótið fyrir lokahringinn en hann missti einbeitinguna á seinni níu holunum í dag og fékk meðal annars skolla á 14. holu og tvöfaldan skolla á 15. holu. Hann endaði einn í þriðja sæti á tólf höggum undir pari, einu höggi á eftir Na og Matsuyama. Chris Kirk og Adam Scott deildu fjórða sætinu á tíu höggum undir pari.Rory McIlroy endaði í 15.sæti á sex höggum undir pari, einu höggi betri en Jordan Spieth sem lék hringina fjóra samtals á fimm undir pari. Fyrir sigurinn á Memorial mótinu, sem goðsögnin Jack Nicklaus heldur ár hvert, fékk Matsuyama rúmlega 125 milljónir króna og þátttökurétt á US Open sem hefst eftir tvær vikur. Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Japaninn Hideki Matsuyama sigraði á Memorial mótinu sem kláraðist í kvöld en hann lagði Bandaríkjamanninn Kevin Na á fyrstu holu í bráðabana. Báðir kylfingar léku hringina fjóra á Muirfield vellinum í Ohio á 13 höggum undir pari en í bráðabananum fékk Matsuyama virkilega flott par á 18. holu eftir að hafa komið sér í vandræði í innáhögginu. Kevin Na var þó í meiri vandræðum en hann setti upphafshöggið sitt í læk vinstra megin við brautina og því dugði par Matsuyama en þetta er hans fyrsti sigur á PGA-mótaröðinni.Bubba Watson leiddi mótið fyrir lokahringinn en hann missti einbeitinguna á seinni níu holunum í dag og fékk meðal annars skolla á 14. holu og tvöfaldan skolla á 15. holu. Hann endaði einn í þriðja sæti á tólf höggum undir pari, einu höggi á eftir Na og Matsuyama. Chris Kirk og Adam Scott deildu fjórða sætinu á tíu höggum undir pari.Rory McIlroy endaði í 15.sæti á sex höggum undir pari, einu höggi betri en Jordan Spieth sem lék hringina fjóra samtals á fimm undir pari. Fyrir sigurinn á Memorial mótinu, sem goðsögnin Jack Nicklaus heldur ár hvert, fékk Matsuyama rúmlega 125 milljónir króna og þátttökurétt á US Open sem hefst eftir tvær vikur.
Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira