Fótbolti

Sara Björk skoraði og lagði upp

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Valli
Sara Björk Gunnarsdóttir var á skotskónum fyrir topplið Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Rosengård vann öruggan sigur á Kopperbergs/Göteborg í dag, 5-0, en Sara Björk skoraði fjórða mark leiksins undir lokin. Hún lagði einnig upp eitt marka framherjans Önju Mittag sem skoraði þrennu.

Sara spilaði allan leikinn, sem og Þóra Björg Helgadóttir markvörður. Rosengård er nú með átján stig á toppnum og fjögurra stiga forystu á Piteå sem vann Vittsjö, 1-0, í dag.

Þá hafði Kristianstad betur gegn Jitex, 1-0. Eina markið kom á 15. mínútu og var þar Marija Banusic að verki.

Guðný Björk Óðinsdóttir var í byrjunarliði Kristianstad en var tekin af velli í hálfleik. Sif Atladóttir og Elísa Viðarsdóttir spiluðu allan leikinn í vörn Kristianstad en Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins.

Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Jitex en var tekin af velli á 60. mínútu.

Kristianstad er í þriðja sæti deildairnnar með þrettán stig en Jitex er neðst án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×