Níu fengu fálkaorðuna: „Allar viðurkenningar virka sem hvatning“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. júní 2014 21:51 Níu einstaklingar voru í dag sæmdir fálkaorðunni, ein af þeim var Lilja Árnadóttir, þjóðháttafræðingur. Mynd/Gunnar Geir Vigfússon/Bjarni Jóns Níu Íslendingar voru í dag sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, í daglegu tali betur þekkt sem fálkaorðan, við athöfn á Bessastöðum. Af níu manna hópi fengu fimm karlmenn orðu og fjórar konur fyrir hin ýmsu störf í þágu samfélagsins. Vísir tók Lilju Árnadóttir, þjóðháttafræðing, tali í tilefni dagsins en hún er ein af þeim sem sæmd var fálkaorðunni í dag. „Ég hef unnið við Þjóðminjasafnið í ansi mörg ár eða alveg síðan ég hóf starfsferil minn 23 ára gömul,“ segir Lilja en hún heldur að langur starfsaldur og þolinmæði við að vinna alltaf sama starfið hafi gert hana að fálkaorðuþega í dag. „Og vinna með góðu fólki.“ „Athöfnin var virðuleg og afskaplega notaleg. Það var gaman að hitta fólkið, ég vissi ekkert hverjir væru í hópnum en svo kom í ljós að ég þekkti meirihluta þess. Þetta var fólk úr ýmsum geirum, gamall bekkjarbróðir og samstarfsfólk.“ Athöfnin fór fram á Bessastöðum eins og fyrr segir og tók rúman klukkutíma. „Mér líður þannig að mér finnst ekkert endilega ég eiga þetta skilið sjálf en svo verður maður bara pínulítið stoltur. Það hellast yfir mann hamingjuóskir og þegar ég kom heim beið mín blómvöndur og súkkulaðikaka.“ Lilja segist þakklát fyrir viðurkenninguna og þakklát samstarfsfólki í gegnum tíðina. „Nú held ég bara áfram að vinna að því sem ég hef verið að vinna og ætla að gera það ennþá betur. Allar viðurkenningar virka sem hvatning.“ Lilja fékk blómvönd í tilefni dagsins.Mynd/Bjarni JónsÞeir sem sæmdir voru orðu í dag eru eftirtaldir: 1. Dagfinnur Stefánsson flugstjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir brautryðjendastörf á vettvangi flug- og samgöngumála 2. Friðjón Björn Friðjónsson fyrrverandi fjármálastjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir forystustörf á vettvangi íþrótta 3. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri, Grenivík, riddarakross fyrir störf í þáguheimabyggðar 4. Hallfríður Ólafsdóttir tónlistarmaður, Garðabæ, riddarakross fyrir frumkvæði að tónlistaruppeldi æskufólks 5. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur, Egilsstöðum, riddarakross fyrir ritstörf og rannsóknir á íslenskri náttúru 6. Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til húsaverndar og sögu íslenskrar byggingarlistar 7. Lilja Árnadóttir þjóðháttafræðingur, Reykjavík, riddarakross frumkvöðlastörf að varðveislu listmuna fyrri alda 8. Sigrún Guðjónsdóttir myndlistarmaður, Hafnarfirði, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar 9. Tómas Ragnar Einarsson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar jasstónlistar og menningarlífs Fálkaorðan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Níu Íslendingar voru í dag sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, í daglegu tali betur þekkt sem fálkaorðan, við athöfn á Bessastöðum. Af níu manna hópi fengu fimm karlmenn orðu og fjórar konur fyrir hin ýmsu störf í þágu samfélagsins. Vísir tók Lilju Árnadóttir, þjóðháttafræðing, tali í tilefni dagsins en hún er ein af þeim sem sæmd var fálkaorðunni í dag. „Ég hef unnið við Þjóðminjasafnið í ansi mörg ár eða alveg síðan ég hóf starfsferil minn 23 ára gömul,“ segir Lilja en hún heldur að langur starfsaldur og þolinmæði við að vinna alltaf sama starfið hafi gert hana að fálkaorðuþega í dag. „Og vinna með góðu fólki.“ „Athöfnin var virðuleg og afskaplega notaleg. Það var gaman að hitta fólkið, ég vissi ekkert hverjir væru í hópnum en svo kom í ljós að ég þekkti meirihluta þess. Þetta var fólk úr ýmsum geirum, gamall bekkjarbróðir og samstarfsfólk.“ Athöfnin fór fram á Bessastöðum eins og fyrr segir og tók rúman klukkutíma. „Mér líður þannig að mér finnst ekkert endilega ég eiga þetta skilið sjálf en svo verður maður bara pínulítið stoltur. Það hellast yfir mann hamingjuóskir og þegar ég kom heim beið mín blómvöndur og súkkulaðikaka.“ Lilja segist þakklát fyrir viðurkenninguna og þakklát samstarfsfólki í gegnum tíðina. „Nú held ég bara áfram að vinna að því sem ég hef verið að vinna og ætla að gera það ennþá betur. Allar viðurkenningar virka sem hvatning.“ Lilja fékk blómvönd í tilefni dagsins.Mynd/Bjarni JónsÞeir sem sæmdir voru orðu í dag eru eftirtaldir: 1. Dagfinnur Stefánsson flugstjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir brautryðjendastörf á vettvangi flug- og samgöngumála 2. Friðjón Björn Friðjónsson fyrrverandi fjármálastjóri, Garðabæ, riddarakross fyrir forystustörf á vettvangi íþrótta 3. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri, Grenivík, riddarakross fyrir störf í þáguheimabyggðar 4. Hallfríður Ólafsdóttir tónlistarmaður, Garðabæ, riddarakross fyrir frumkvæði að tónlistaruppeldi æskufólks 5. Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur, Egilsstöðum, riddarakross fyrir ritstörf og rannsóknir á íslenskri náttúru 6. Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til húsaverndar og sögu íslenskrar byggingarlistar 7. Lilja Árnadóttir þjóðháttafræðingur, Reykjavík, riddarakross frumkvöðlastörf að varðveislu listmuna fyrri alda 8. Sigrún Guðjónsdóttir myndlistarmaður, Hafnarfirði, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar 9. Tómas Ragnar Einarsson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar jasstónlistar og menningarlífs
Fálkaorðan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira