Eftirlit með starfsháttum lögreglu verður skoðað Bjarki Ármannsson skrifar 16. júní 2014 18:16 Eftirlit með starfsháttum lögreglu verður til skoðunar í nýja starfshópnum. Vísir/Stefán/Daníel Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað starfshóp sem mun taka til skoðunar hvernig komið verði á virkara eftirliti með starfsháttum lögreglu. Ragnheiður Harðardóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, mun leiða hópinn en í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ákveðið sé að hefja þessa vinnu vegna erinda sem borist hafa þar sem fjallað er um þá stöðu sem getur komið upp þegar íbúar landsins telja á sér brotið vegna lögreglu. Meðal þeirra sem hafa bent á þetta er ríkissaksóknari, sem sendi ráðuneytinu bréf í byrjun mánaðar þar sem hvatt er til þess að taka eftirlit með störfum lögreglu til skoðunar. Í bréfi sínu vísar ríkissaksóknari meðal annars til skotárásarinnar í Hraunbæ í desember þar sem maður lést vegna skotsára sem lögregla veitti honum. Einnig nefnir saksóknari sem dæmi mál þar sem handteknir menn hafa látist í fangaklefa. Í tilkynningunni segir innanríkisráðherra:„Markmiðið með þessu starfi er að treysta réttaröryggi enn frekar, efla öryggiskennd borgaranna og tryggja vandaða, skilvirka og réttláta málsmeðferð við rannsókn mála. Ríkissaksóknari bendir réttilega á, í nýlegu erindi sínu til innanráðuneytisins, að til að bæði lögregla og almenningur fái hlutlausa og réttláta málsmeðferð getið verið heppilegra að óháður aðila fjalli um meðferð mála er varða rannsóknir á starfsháttum lögreglu. Allt þetta og fleira er viðkemur eftirliti með starfsháttum lögreglu almennt verður til skoðunar í umræddum starfshópi. Ragnheiður Harðardóttir héraðsdómari hefur víðtæka reynslu af málefnum ákæruvaldsins og réttarkerfisins. Ég er afar ánægð með að hún skyldi taka verkið að sér og vonast til að starfshópurinn nái að skila fyrstu tillögum eigi síðar en um næstu áramót.“ Tengdar fréttir Lögreglan rannsaki sig ekki sjálf Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segir að skoða þurfi fyrirkomulag rannsókna á málum á borð við Hraunbæjarmálið til frambúðar. Ríkissaksóknari hefur sent ráðuneytinu erindi með tillögum að úrbótum á verklagi sem eru nú til skoðunar. 14. júní 2014 19:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað starfshóp sem mun taka til skoðunar hvernig komið verði á virkara eftirliti með starfsháttum lögreglu. Ragnheiður Harðardóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, mun leiða hópinn en í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ákveðið sé að hefja þessa vinnu vegna erinda sem borist hafa þar sem fjallað er um þá stöðu sem getur komið upp þegar íbúar landsins telja á sér brotið vegna lögreglu. Meðal þeirra sem hafa bent á þetta er ríkissaksóknari, sem sendi ráðuneytinu bréf í byrjun mánaðar þar sem hvatt er til þess að taka eftirlit með störfum lögreglu til skoðunar. Í bréfi sínu vísar ríkissaksóknari meðal annars til skotárásarinnar í Hraunbæ í desember þar sem maður lést vegna skotsára sem lögregla veitti honum. Einnig nefnir saksóknari sem dæmi mál þar sem handteknir menn hafa látist í fangaklefa. Í tilkynningunni segir innanríkisráðherra:„Markmiðið með þessu starfi er að treysta réttaröryggi enn frekar, efla öryggiskennd borgaranna og tryggja vandaða, skilvirka og réttláta málsmeðferð við rannsókn mála. Ríkissaksóknari bendir réttilega á, í nýlegu erindi sínu til innanráðuneytisins, að til að bæði lögregla og almenningur fái hlutlausa og réttláta málsmeðferð getið verið heppilegra að óháður aðila fjalli um meðferð mála er varða rannsóknir á starfsháttum lögreglu. Allt þetta og fleira er viðkemur eftirliti með starfsháttum lögreglu almennt verður til skoðunar í umræddum starfshópi. Ragnheiður Harðardóttir héraðsdómari hefur víðtæka reynslu af málefnum ákæruvaldsins og réttarkerfisins. Ég er afar ánægð með að hún skyldi taka verkið að sér og vonast til að starfshópurinn nái að skila fyrstu tillögum eigi síðar en um næstu áramót.“
Tengdar fréttir Lögreglan rannsaki sig ekki sjálf Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segir að skoða þurfi fyrirkomulag rannsókna á málum á borð við Hraunbæjarmálið til frambúðar. Ríkissaksóknari hefur sent ráðuneytinu erindi með tillögum að úrbótum á verklagi sem eru nú til skoðunar. 14. júní 2014 19:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Lögreglan rannsaki sig ekki sjálf Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segir að skoða þurfi fyrirkomulag rannsókna á málum á borð við Hraunbæjarmálið til frambúðar. Ríkissaksóknari hefur sent ráðuneytinu erindi með tillögum að úrbótum á verklagi sem eru nú til skoðunar. 14. júní 2014 19:30