Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. janúar 2025 20:00 Guðmundur Tómas Sigurðsson er flugrekstrarstjóri Icelandair. Vísir/Vésteinn Flugrekstrarstjóri segir alvarlegt ef aðeins ein flugbraut verður opin á Reykjavíkurvelli vegna trjáa í Öskjuhlíð. Við ákveðið veðurskilyrði geti völlurinn orðið ónothæfur. Framkvæmdir við brúarsmíði geti ógnað einu brautinni sem eftir standi. Ríki og borg verði að finna lausn. Fyrir helgi beindi Samgöngustofa þeim tilmælum til ISAVIA að loka skyldi annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar. Ástæðan er sú að Reykjavíkurborg hefur ekki fellt 1.400 tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. Við þetta tilefni sagði borgarstjóri að áhyggjuefni sé að starfsemi vallarins verði skert, en enginn rökstuðningur þess efnis að flugöryggi batnaði við það að trén yrðu felld hefði komið fram. Ekkert formlegt erindi hafi borist með ósk um að trén yrðu öll felld, og sagðist hann ekki skilja „æðibunugang“ í stjórnsýslu Samgöngustofu. Fleiri en Icelandair verði fyrir áhrifum Flugrekstrarstjóri Icelandair segir að ef brautinni verði lokað geti það skert þjónustu félagsins. „Ef þessi braut er ekki til takst þá erum við farin að horfa á alls konar takmarkanir tengt hliðarvindi, bremsuskilyrðum og þess háttar, sem geta gert það að verkum að flugvöllurinn verður ónothæfur við ákveðin veðurskilyrði. Þar af leiðandi mun það hafa áhrif á þjónustustig okkar við farþega,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson flugrekstrarstjóri Icelandair. Stór hluti innanlandsflugs félagsins fer um völlinn, sem og flug til Grænlands og Færeyja. Auk þess er völlurinn varaflugvöllur stórs hluta millilandaflugsflota Icelandair. „En það erum ekki bara við sem eigum aðkomu að þessum velli. Þetta myndi hafa neikvæð áhrif á alla aðra flugrekendur, hvort sem það eru flugskólar eða þeir sem sinna sjúkraflugi og þess háttar.“ Finna verði varanlega lendingu Icelandair hafi átt góð samskipti við stjórnvöld í málinu fram að þessu. „En það er komið að aðgerðum, að hlutaðeigandi aðilar stigi inn í málið og gangi frá þessu vandamáli. Helst í eitt skipti fyrir öll.“ Þessi mynd sýnir það svæði sem hin umdeildu tré þekja.Grafík/Hjalti Ekki skipti máli hvort trén verði fjarlægð eða lækkuð að hans mati. „Það er annarra að meta það en það er klárt að hindrunin eru þessi tré. Það þarf að finna einhvern flöt á því hvernig það er afgreitt.“ Fossvogsbrú geti ógnað síðustu brautinni Framkvæmdir við Fossvogsbrú eiga að hefjast á þessu ári, en útlit er fyrir að byggingakranar sem verði notaðir til verksins geti skapað hindranir varðandi brautina sem stendur eftir opin. „Það er sjálfsögðu grafalvarlegt mál, bæði fyrir flugöryggi og alla sem að vellinum koma.“ Verulega sé tekið að þrengja að vellinum, en staðsetning hans hefur verið umdeild um áratugaskeið. „En það er alveg ljóst að með hverri aðgerðinni sem gripið er til, hvort sem það er lokun á flugbraut, sem hefur þegar gerst eins og við sáum fyrir nokkrum árum síðan þegar einni af flugbrautunum var varanlega lokað. Ef ein bætist svo við þá stendur ein eftir. Við erum komin á slæman stað ef það er farið að ógna henni líka.“ Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Fyrir helgi beindi Samgöngustofa þeim tilmælum til ISAVIA að loka skyldi annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar. Ástæðan er sú að Reykjavíkurborg hefur ekki fellt 1.400 tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. Við þetta tilefni sagði borgarstjóri að áhyggjuefni sé að starfsemi vallarins verði skert, en enginn rökstuðningur þess efnis að flugöryggi batnaði við það að trén yrðu felld hefði komið fram. Ekkert formlegt erindi hafi borist með ósk um að trén yrðu öll felld, og sagðist hann ekki skilja „æðibunugang“ í stjórnsýslu Samgöngustofu. Fleiri en Icelandair verði fyrir áhrifum Flugrekstrarstjóri Icelandair segir að ef brautinni verði lokað geti það skert þjónustu félagsins. „Ef þessi braut er ekki til takst þá erum við farin að horfa á alls konar takmarkanir tengt hliðarvindi, bremsuskilyrðum og þess háttar, sem geta gert það að verkum að flugvöllurinn verður ónothæfur við ákveðin veðurskilyrði. Þar af leiðandi mun það hafa áhrif á þjónustustig okkar við farþega,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson flugrekstrarstjóri Icelandair. Stór hluti innanlandsflugs félagsins fer um völlinn, sem og flug til Grænlands og Færeyja. Auk þess er völlurinn varaflugvöllur stórs hluta millilandaflugsflota Icelandair. „En það erum ekki bara við sem eigum aðkomu að þessum velli. Þetta myndi hafa neikvæð áhrif á alla aðra flugrekendur, hvort sem það eru flugskólar eða þeir sem sinna sjúkraflugi og þess háttar.“ Finna verði varanlega lendingu Icelandair hafi átt góð samskipti við stjórnvöld í málinu fram að þessu. „En það er komið að aðgerðum, að hlutaðeigandi aðilar stigi inn í málið og gangi frá þessu vandamáli. Helst í eitt skipti fyrir öll.“ Þessi mynd sýnir það svæði sem hin umdeildu tré þekja.Grafík/Hjalti Ekki skipti máli hvort trén verði fjarlægð eða lækkuð að hans mati. „Það er annarra að meta það en það er klárt að hindrunin eru þessi tré. Það þarf að finna einhvern flöt á því hvernig það er afgreitt.“ Fossvogsbrú geti ógnað síðustu brautinni Framkvæmdir við Fossvogsbrú eiga að hefjast á þessu ári, en útlit er fyrir að byggingakranar sem verði notaðir til verksins geti skapað hindranir varðandi brautina sem stendur eftir opin. „Það er sjálfsögðu grafalvarlegt mál, bæði fyrir flugöryggi og alla sem að vellinum koma.“ Verulega sé tekið að þrengja að vellinum, en staðsetning hans hefur verið umdeild um áratugaskeið. „En það er alveg ljóst að með hverri aðgerðinni sem gripið er til, hvort sem það er lokun á flugbraut, sem hefur þegar gerst eins og við sáum fyrir nokkrum árum síðan þegar einni af flugbrautunum var varanlega lokað. Ef ein bætist svo við þá stendur ein eftir. Við erum komin á slæman stað ef það er farið að ógna henni líka.“
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira