Golf

Kristján og Tinna efst fyrir lokahringinn

Kristján leiðir eftir tvo hringi.
Kristján leiðir eftir tvo hringi. GSÍ
Kristján Þór Einarsson, úr GK, er efstur eftir tvo daga á Símamótinu, sem er hluti af Eimskipsmótaröðinni í golfi. Mótið fer fram um helgina en leikið er á Hamarsvelli við Borgarnes.

Líkt og í gær lék Kristján á þremur höggum undir pari (68 höggum), en hann er einu höggi á undan Birgi Leifi Hafþórssyni.

Staða efstu manna fyrir lokahringinn á morgun:

1. Kristján Þór Einarsson, GKj. (68-68) -6

2. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (69-68) -5

3. Aron Snær Júlíusson, GKG (70-70) -2

4. Björgvin Sigurbergsson, GK (72-72) +2

5. Gísli Sveinbergsson, GK (71-75) +4

Tinna Jóhannsdóttir, úr GK, er efst í kvennaflokki, en hún lék hringinn í dag á 73 höggum sem er bæting um eitt högg frá því í gær. Hún er samtals á fimm höggum yfir pari.

Staða efstu kvenna fyrir lokahringinn á morgun:

1. Tinna Jóhannsdóttir, GK (74-73) +5

2. Sunna Víðisdóttir, GR (74-74) +6

3. Signý Arnórsdóttir, GK (77-73) +8

4. Berglind Björnsdóttir, GR (75-76) +9

5. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (73-78) +9




Fleiri fréttir

Sjá meira


×