Fótbolti

Liðsfélagi Kristjáns Arnar á batavegi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Twitter
Aleksander Solli, leikmaður Hönefoss í Noregi, er á batavegi eftir að hann hlaut alvarleg meiðsli í leik í gærkvöldi.

Solli fékk höfuðhögg eftir samstuð og var hlúð að honum í hálftíma áður en hann var fluttur á brott með þyrlu.

Kristján Örn Sigurðsson, liðsfélagi Solli, var einn sá fyrsti sem áttaðis sig á aðstæðum og kallaði á hjálp.

Solli hlaut beinbrot í andliti og fór í aðgerð sem heppnaðist vel. Ástand hans er stöðugt og fengu liðsfélagar hans að heimsækja Solli á sjúkrahúsið í dag.

Mats Andre Kaland, einn leikmanna Hönefoss, birti meðfylgjandi mynd á Twitter í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×