Utanríkisráðherra fundar í Kína Randver Kári Randversson skrifar 26. júní 2014 11:27 Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með viðskiptaráðherra Kína. Vísir/Pjetur Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er þessa dagana í heimsókn í Kína ásamt viðskiptasendinefnd. Fundar hann þar með ráðamönnum og kynnir sér starfsemi íslenskra fyrirtækja í Kína og hvernig megi auka og víkka út viðskipti og samstarf Íslands og Kína á næstu árum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Fyrr í dag átti utanríkisráðherra fund í Peking með viðskiptaráðherra Kína, Gao Hucheng, í tilefni af gildistöku fríverslunarsamnings Íslands og Kína 1. júlí nk. Ræddu ráðherrarnir vaxandi viðskipti ríkjanna og þau tímamót í samskiptum ríkjanna sem fríverslunarsamningurinn markar. Vonir standa til að samningurinn auki verulega viðskipti ríkjanna. Efnahagslegt samstarf af ýmsum toga var rætt, ekki síst þróun samstarfs í orkumálum, m.a. jarðvarma. Þá ræddu ráðherrarnir ferðamál, samvinnu á Drekasvæðinu og áhuga íslenskra fyrirtækja á sölu á ýmsum kjötafurðum og mjólkurvörum til Kína. Þá fundaði utanríkisráðherra með varautanríkisráðherra Kína, Wang Chao. Fögnuðu ráðherrarnir þeim tækifærum sem fælust í fríverslun milli ríkjanna, auknu samstarfi á ýmsum sviðum og því samráði sem hér væri hafið samkvæmt viljayfirlýsingu forsætisráðherra ríkjanna frá fyrra ári. Í því samhengi minntust þeir nýgerðs samkomulags um samráð á sviði vinnumála. Norðurslóðamál bar hátt á fundinum, áherslur Íslands á því sviði og samstarfsmöguleikar m.a. á sviði umhverfisverndar. Evrópumál og efnahagsmál bar einnig á góma, sem og mikilvægi jafnréttismála. Á morgun fundar Gunnar Bragi Sveinsson með utanríkisráðherra Kína, Wang Yi. Þá ávarpar hann viðskiptaþing íslenskra og kínverskra fyrirtækja en á þinginu er lögð áhersla á matvælaútflutning þ.m.t. sjávarafurðir. Ráðherra mun ennfremur funda með forstjóra Sinopec Group, sem er í samstarfi við Orka Energy um hitaveituverkefni í Kína. Illugi og Orka Energy Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er þessa dagana í heimsókn í Kína ásamt viðskiptasendinefnd. Fundar hann þar með ráðamönnum og kynnir sér starfsemi íslenskra fyrirtækja í Kína og hvernig megi auka og víkka út viðskipti og samstarf Íslands og Kína á næstu árum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Fyrr í dag átti utanríkisráðherra fund í Peking með viðskiptaráðherra Kína, Gao Hucheng, í tilefni af gildistöku fríverslunarsamnings Íslands og Kína 1. júlí nk. Ræddu ráðherrarnir vaxandi viðskipti ríkjanna og þau tímamót í samskiptum ríkjanna sem fríverslunarsamningurinn markar. Vonir standa til að samningurinn auki verulega viðskipti ríkjanna. Efnahagslegt samstarf af ýmsum toga var rætt, ekki síst þróun samstarfs í orkumálum, m.a. jarðvarma. Þá ræddu ráðherrarnir ferðamál, samvinnu á Drekasvæðinu og áhuga íslenskra fyrirtækja á sölu á ýmsum kjötafurðum og mjólkurvörum til Kína. Þá fundaði utanríkisráðherra með varautanríkisráðherra Kína, Wang Chao. Fögnuðu ráðherrarnir þeim tækifærum sem fælust í fríverslun milli ríkjanna, auknu samstarfi á ýmsum sviðum og því samráði sem hér væri hafið samkvæmt viljayfirlýsingu forsætisráðherra ríkjanna frá fyrra ári. Í því samhengi minntust þeir nýgerðs samkomulags um samráð á sviði vinnumála. Norðurslóðamál bar hátt á fundinum, áherslur Íslands á því sviði og samstarfsmöguleikar m.a. á sviði umhverfisverndar. Evrópumál og efnahagsmál bar einnig á góma, sem og mikilvægi jafnréttismála. Á morgun fundar Gunnar Bragi Sveinsson með utanríkisráðherra Kína, Wang Yi. Þá ávarpar hann viðskiptaþing íslenskra og kínverskra fyrirtækja en á þinginu er lögð áhersla á matvælaútflutning þ.m.t. sjávarafurðir. Ráðherra mun ennfremur funda með forstjóra Sinopec Group, sem er í samstarfi við Orka Energy um hitaveituverkefni í Kína.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira