Spennu- og kvíðafiðrildi áður en hjólað er hringinn Hrund Þórsdóttir skrifar 24. júní 2014 13:54 Frá ræsingunni í Hörpu í morgun. Vísir/Arnþór Spennu- og kvíðafiðrildi togast á í mörgum, sem leggja í dag af stað í hjólreiðakeppni hringinn í kringum landið. Markmið WOW Cyclothon er að fá fólk út fyrir þægindarammann og safna um leið áheitum fyrir gott málefni. WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hófst í morgun og stendur yfir fram á föstudag. Hjólað verður með boðsveitaformi hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, samtals 1332 kílómetra á innan við 72 tímum. Keppnin er nú haldin í þriðja sinn og taka 520 manns þátt, sem María Ögn Guðmundsdóttir, keppnisstjóri, segir mikla aukningu frá því í fyrra. „Markmiðið með WOW Cyclothon er að fá fólk til að hreyfa sig, fara út fyrir þægindarammann og safna áheitum til styrktar góðu málefni sem er núna bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir María Ögn.Þegar hafa safnast um fjórar milljónir í áheitasöfnuninni, sem fram fer á heimasíðu keppninnar, wowcyclothon.is. Mikill skortur er á tækjum á bæklunarskurðdeildinni og María kveðst hafa viljað styrkja málefni sem tengdist hjólreiðum. „Það verður að segjast að það eru frístundaslys og þau rata inn á bæklunarskurðdeildina og sú deild hefur ekkii verið að fá mikið af gjöfum hingað til en það er þörf á nýju tæki og mér fannst þetta bara liggja beinast við.“Fjögurra og tíu manna liðin leggja af stað í kvöld en fjórir ofurhugar sem ætla að hjóla hringinn einir síns liðs, lögðu af stað í rigningu og roki í morgun. „Það er mikil tilhlökkun í fólki og margir með bæði kvíðahnút og spennuhnút og vita kannski ekki alveg hvernig þeim á að líða. Margir renna blint í sjóinn og þetta er stórt verkefni. Þetta fer í minningabankann. Þeir vita það sem hafa prófað að taka þátt í WOW Cyclothon að þetta er frekar einstakt.“ Arnþór Birkisson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var mættur í morgun í Hörpu og tók meðfylgjandi myndir. Wow Cyclothon Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Spennu- og kvíðafiðrildi togast á í mörgum, sem leggja í dag af stað í hjólreiðakeppni hringinn í kringum landið. Markmið WOW Cyclothon er að fá fólk út fyrir þægindarammann og safna um leið áheitum fyrir gott málefni. WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hófst í morgun og stendur yfir fram á föstudag. Hjólað verður með boðsveitaformi hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, samtals 1332 kílómetra á innan við 72 tímum. Keppnin er nú haldin í þriðja sinn og taka 520 manns þátt, sem María Ögn Guðmundsdóttir, keppnisstjóri, segir mikla aukningu frá því í fyrra. „Markmiðið með WOW Cyclothon er að fá fólk til að hreyfa sig, fara út fyrir þægindarammann og safna áheitum til styrktar góðu málefni sem er núna bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir María Ögn.Þegar hafa safnast um fjórar milljónir í áheitasöfnuninni, sem fram fer á heimasíðu keppninnar, wowcyclothon.is. Mikill skortur er á tækjum á bæklunarskurðdeildinni og María kveðst hafa viljað styrkja málefni sem tengdist hjólreiðum. „Það verður að segjast að það eru frístundaslys og þau rata inn á bæklunarskurðdeildina og sú deild hefur ekkii verið að fá mikið af gjöfum hingað til en það er þörf á nýju tæki og mér fannst þetta bara liggja beinast við.“Fjögurra og tíu manna liðin leggja af stað í kvöld en fjórir ofurhugar sem ætla að hjóla hringinn einir síns liðs, lögðu af stað í rigningu og roki í morgun. „Það er mikil tilhlökkun í fólki og margir með bæði kvíðahnút og spennuhnút og vita kannski ekki alveg hvernig þeim á að líða. Margir renna blint í sjóinn og þetta er stórt verkefni. Þetta fer í minningabankann. Þeir vita það sem hafa prófað að taka þátt í WOW Cyclothon að þetta er frekar einstakt.“ Arnþór Birkisson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var mættur í morgun í Hörpu og tók meðfylgjandi myndir.
Wow Cyclothon Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira