Spennu- og kvíðafiðrildi áður en hjólað er hringinn Hrund Þórsdóttir skrifar 24. júní 2014 13:54 Frá ræsingunni í Hörpu í morgun. Vísir/Arnþór Spennu- og kvíðafiðrildi togast á í mörgum, sem leggja í dag af stað í hjólreiðakeppni hringinn í kringum landið. Markmið WOW Cyclothon er að fá fólk út fyrir þægindarammann og safna um leið áheitum fyrir gott málefni. WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hófst í morgun og stendur yfir fram á föstudag. Hjólað verður með boðsveitaformi hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, samtals 1332 kílómetra á innan við 72 tímum. Keppnin er nú haldin í þriðja sinn og taka 520 manns þátt, sem María Ögn Guðmundsdóttir, keppnisstjóri, segir mikla aukningu frá því í fyrra. „Markmiðið með WOW Cyclothon er að fá fólk til að hreyfa sig, fara út fyrir þægindarammann og safna áheitum til styrktar góðu málefni sem er núna bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir María Ögn.Þegar hafa safnast um fjórar milljónir í áheitasöfnuninni, sem fram fer á heimasíðu keppninnar, wowcyclothon.is. Mikill skortur er á tækjum á bæklunarskurðdeildinni og María kveðst hafa viljað styrkja málefni sem tengdist hjólreiðum. „Það verður að segjast að það eru frístundaslys og þau rata inn á bæklunarskurðdeildina og sú deild hefur ekkii verið að fá mikið af gjöfum hingað til en það er þörf á nýju tæki og mér fannst þetta bara liggja beinast við.“Fjögurra og tíu manna liðin leggja af stað í kvöld en fjórir ofurhugar sem ætla að hjóla hringinn einir síns liðs, lögðu af stað í rigningu og roki í morgun. „Það er mikil tilhlökkun í fólki og margir með bæði kvíðahnút og spennuhnút og vita kannski ekki alveg hvernig þeim á að líða. Margir renna blint í sjóinn og þetta er stórt verkefni. Þetta fer í minningabankann. Þeir vita það sem hafa prófað að taka þátt í WOW Cyclothon að þetta er frekar einstakt.“ Arnþór Birkisson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var mættur í morgun í Hörpu og tók meðfylgjandi myndir. Wow Cyclothon Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Spennu- og kvíðafiðrildi togast á í mörgum, sem leggja í dag af stað í hjólreiðakeppni hringinn í kringum landið. Markmið WOW Cyclothon er að fá fólk út fyrir þægindarammann og safna um leið áheitum fyrir gott málefni. WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hófst í morgun og stendur yfir fram á föstudag. Hjólað verður með boðsveitaformi hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, samtals 1332 kílómetra á innan við 72 tímum. Keppnin er nú haldin í þriðja sinn og taka 520 manns þátt, sem María Ögn Guðmundsdóttir, keppnisstjóri, segir mikla aukningu frá því í fyrra. „Markmiðið með WOW Cyclothon er að fá fólk til að hreyfa sig, fara út fyrir þægindarammann og safna áheitum til styrktar góðu málefni sem er núna bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir María Ögn.Þegar hafa safnast um fjórar milljónir í áheitasöfnuninni, sem fram fer á heimasíðu keppninnar, wowcyclothon.is. Mikill skortur er á tækjum á bæklunarskurðdeildinni og María kveðst hafa viljað styrkja málefni sem tengdist hjólreiðum. „Það verður að segjast að það eru frístundaslys og þau rata inn á bæklunarskurðdeildina og sú deild hefur ekkii verið að fá mikið af gjöfum hingað til en það er þörf á nýju tæki og mér fannst þetta bara liggja beinast við.“Fjögurra og tíu manna liðin leggja af stað í kvöld en fjórir ofurhugar sem ætla að hjóla hringinn einir síns liðs, lögðu af stað í rigningu og roki í morgun. „Það er mikil tilhlökkun í fólki og margir með bæði kvíðahnút og spennuhnút og vita kannski ekki alveg hvernig þeim á að líða. Margir renna blint í sjóinn og þetta er stórt verkefni. Þetta fer í minningabankann. Þeir vita það sem hafa prófað að taka þátt í WOW Cyclothon að þetta er frekar einstakt.“ Arnþór Birkisson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var mættur í morgun í Hörpu og tók meðfylgjandi myndir.
Wow Cyclothon Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira