Segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum mikið áfall Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. júlí 2014 13:02 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Vísir/GVA Forstjóri Landspítalans segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum vera mikið áfall. Hún valdi straumhvörfum og skapi óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna. Hjúkrunarfræðingur á landspítalanum var nýverið ákærður fyrir manndráp af gáleysi en þetta er í fyrsta skipti sem Landspítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir fyrir atvik af þessu tagi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, fjallar um málið í nýjasta forstjórapistli sínum á vef spítalans sem birtist í gær. Þá birtir hann einnig erindi sem hann hélt á opnum fundi með starfsfólki spítalans í kjölfar ákvörðunar ríkissaksóknara. Þar segir Páll að ákæran sé mikið áfall. Hún valdi straumhvörfum og skapi óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna. Páll greinir frá því að ríkissaksóknari hafi tilkynnt honum í desember, að hún hefði það til skoðunar að ákæra viðkomandi starfsmann fyrir manndráp af gáleysi. Hann segir Landspítalann hafa farið að lögum og venjulegum ferlum sem fylgt skal þegar óvænt andlát verða. Þá segir Páll: „Það sem er frábrugðið því sem áður hefur sést er hvernig lögreglan rannsakaði málið, að lögregla hafi ákveðið að vísa málinu til Ríkissaksóknara í kjölfar rannsóknar og svo það að Ríkissaksóknari hafi ákveðið að gefa út ákæru.” Páll segir vinnu hafa farið af stað innan spítalans sem leitaði kerfislægra orsaka atviksins. Lögreglan hafi vitað af þeirri vinnu en hafi þó aldrei óskað eftir aðgangi að þeim gögnum frá spítalanum. Þá segir Páll: „Þrátt fyrir þennan breytta veruleika og óvissu eigum við sem heilbrigðisstarfsmenn ekki annarra kosta völ en að sinna okkar verkefnum áfram af fagmennsku og umhyggju - um leið og við berjumst fyrir breyttu lagaumhverfi og verjum störf okkar.” Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
Forstjóri Landspítalans segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum vera mikið áfall. Hún valdi straumhvörfum og skapi óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna. Hjúkrunarfræðingur á landspítalanum var nýverið ákærður fyrir manndráp af gáleysi en þetta er í fyrsta skipti sem Landspítalinn og starfsmaður hans eru ákærðir fyrir atvik af þessu tagi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, fjallar um málið í nýjasta forstjórapistli sínum á vef spítalans sem birtist í gær. Þá birtir hann einnig erindi sem hann hélt á opnum fundi með starfsfólki spítalans í kjölfar ákvörðunar ríkissaksóknara. Þar segir Páll að ákæran sé mikið áfall. Hún valdi straumhvörfum og skapi óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna. Páll greinir frá því að ríkissaksóknari hafi tilkynnt honum í desember, að hún hefði það til skoðunar að ákæra viðkomandi starfsmann fyrir manndráp af gáleysi. Hann segir Landspítalann hafa farið að lögum og venjulegum ferlum sem fylgt skal þegar óvænt andlát verða. Þá segir Páll: „Það sem er frábrugðið því sem áður hefur sést er hvernig lögreglan rannsakaði málið, að lögregla hafi ákveðið að vísa málinu til Ríkissaksóknara í kjölfar rannsóknar og svo það að Ríkissaksóknari hafi ákveðið að gefa út ákæru.” Páll segir vinnu hafa farið af stað innan spítalans sem leitaði kerfislægra orsaka atviksins. Lögreglan hafi vitað af þeirri vinnu en hafi þó aldrei óskað eftir aðgangi að þeim gögnum frá spítalanum. Þá segir Páll: „Þrátt fyrir þennan breytta veruleika og óvissu eigum við sem heilbrigðisstarfsmenn ekki annarra kosta völ en að sinna okkar verkefnum áfram af fagmennsku og umhyggju - um leið og við berjumst fyrir breyttu lagaumhverfi og verjum störf okkar.”
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira