Húsbíll fauk á hliðina og ferðamenn fela sig neðanjarðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2014 15:12 MYND/ÆGIR ÞÓR ÞÓRSSON Húsbíll fauk út af þjóðveginum milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi í dag og kastaðist langt út fyrir veginn. Mbl greindi fyrst frá þessu. Samkvæmt lögreglunni á Ólafsvík hefur bíllinn líklega farið tvær til þrjár veltur áður en hann staðnæmdist á hliðinni. Húsbíllinn er talinn óökufær. Vindstrengur sem kemur sunnan við jökulinn er sérstaklega varasamur og biðlar lögreglan til ferðamanna að keyra ekki um veginn á stærri bílum, eins og húsbílum, eða með kerrur og aðra aftanívagna. „Veðrið er alveg með ágætum. Nálægasta veðurathugunarstöð segir að vindhraðinn sé um 13 metrar á sekúndu sem er ekki nándar nærri nóg til að feykja húsbíl sem þessum af veginum. Það er þessi staðbundni strengur við jökulinn sem er sérstaklega varasamur,“ segir Ægir Þór Þórsson sem staddur var við Vatnshelli á Snæfellsnesi þegar Vísir náði í hann. Hann segir töluverðan fjölda ferðamanna á svæðinu, flestir erlendir, sem marga hverja hafi rekið í rogastans í vindhviðunum. „Þeir koma til okkar og spyrja okkur hvort þetta sé eðlilegt ástand,“ segir Ægir léttur í bragði og bætir við að margir hverjir hafi brugðið á það ráð að leita skjóls í hellinum. „Enda fátt annað að gera í vindi eins og þessum en að bregða sér neðanjarðar.“ Að sögn Ægis eru um 20 bílar á stæðinu við Vatnshelli núna, flestir litlir bílaleigubílar. „Enda held ég að það sé sé nánast alveg ófært fyrir húsbíla og aftanívagna,“ bætir Ægir við. Veður Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Húsbíll fauk út af þjóðveginum milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi í dag og kastaðist langt út fyrir veginn. Mbl greindi fyrst frá þessu. Samkvæmt lögreglunni á Ólafsvík hefur bíllinn líklega farið tvær til þrjár veltur áður en hann staðnæmdist á hliðinni. Húsbíllinn er talinn óökufær. Vindstrengur sem kemur sunnan við jökulinn er sérstaklega varasamur og biðlar lögreglan til ferðamanna að keyra ekki um veginn á stærri bílum, eins og húsbílum, eða með kerrur og aðra aftanívagna. „Veðrið er alveg með ágætum. Nálægasta veðurathugunarstöð segir að vindhraðinn sé um 13 metrar á sekúndu sem er ekki nándar nærri nóg til að feykja húsbíl sem þessum af veginum. Það er þessi staðbundni strengur við jökulinn sem er sérstaklega varasamur,“ segir Ægir Þór Þórsson sem staddur var við Vatnshelli á Snæfellsnesi þegar Vísir náði í hann. Hann segir töluverðan fjölda ferðamanna á svæðinu, flestir erlendir, sem marga hverja hafi rekið í rogastans í vindhviðunum. „Þeir koma til okkar og spyrja okkur hvort þetta sé eðlilegt ástand,“ segir Ægir léttur í bragði og bætir við að margir hverjir hafi brugðið á það ráð að leita skjóls í hellinum. „Enda fátt annað að gera í vindi eins og þessum en að bregða sér neðanjarðar.“ Að sögn Ægis eru um 20 bílar á stæðinu við Vatnshelli núna, flestir litlir bílaleigubílar. „Enda held ég að það sé sé nánast alveg ófært fyrir húsbíla og aftanívagna,“ bætir Ægir við.
Veður Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira