Innlent

Hellirignir á hesta og hestamenn

Gissur Sigurðsson skrifar
Frá Gaddstaðaflötum á Hellu árið 2008 en þá var slegið aðsóknarmet á Landsmóti, 12 þúsund manns mættu. Votviðri gæti sett strik í reikninginn að þessu sinni.
Frá Gaddstaðaflötum á Hellu árið 2008 en þá var slegið aðsóknarmet á Landsmóti, 12 þúsund manns mættu. Votviðri gæti sett strik í reikninginn að þessu sinni. Vilhelm
Óveðrið setti dagskrá Landsmóts hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu úr skorðum í gær og var nokkrum keppnisgreinum frestað þar til í dag, enda vellirnir blautir og hálir.

Þá var gripið til þess ráðs að loka öðru stóra tjaldinu á mótstaðnum af ótta við að innréttingar í þeim gætu fallið á gesti, en í tjaldinu eru verslanabásar. Þá var nokkuð um að mótsgestir, sem dvelja þar í tjöldum, tækju upp tjöld sín og færu af svæðinu, í bili að minnsta kosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×