Fowler ætlar að reyna að setja pressu á McIlroy á morgun 19. júlí 2014 16:04 Rickie Fowler lék vel í dag. AP/Getty Það þarf hálfgert kraftaverk til þess að einhver nái RoryMcIlroy á lokahringnum á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á Hoylake en eftir þrjá hringi er Norður-Írinn ungi á 16 höggum undir pari eftir að hafa leikið á 68 höggum í dag eða fjórum undir pari. McIlroy hefur spilað stórkostlegt golf hingað til og á fyrstu þremur hringjunum hefur hann aðeins fengið fjóra skolla sem þykir afar gott á jafn erfiðum strandavelli og Royal Liverpool völlurinn er. Hann hefur unnið tvo risatitla á ferlinum og gæti bætt þeim þriðja í safnið á morgun ef hann stenst pressuna en þrátt fyrir að eiga sex högg á næsta mann eru nokkrir sterkir kylfingar sem gætu með frábærum hring gert atlögu að honum. Í öðru sæti er hinn geysivinsæli Rickie Fowler á tíu höggum undir pari en hann mun leika með McIlroy í lokahollinu á morgun. Þeir tveir eru ekki bara nágrannar og góðir félagar heldur hafa þeir oft barist við hvorn annan á golfvellinum. McIlroy hefur endað í öðru sæti í báðum atvinnumótunum sem Fowler hefur sigrað í á ferlinum og á Wells Fargo meistaramótinu árið 2012 hafi sá bandaríski betur í bráðabana við McIlroy um sigurinn. Fowler hefur enn trú á því að hann geti náð félaga sínum á morgun en hann var nokkuð bjartsýnn í viðtali við BBC eftir hringinn í dag. „Það eru 18. holur eftir og mótið er langt frá því að vera búið. Ef mér tekst að fá nokkra fugla snemma á hringnum á morgun get ég kannski sett pressu á Rory. Spennustigið á lokahringjum í risamótum er yfirleitt mikið og ég mun reyna að notfæra mér það.“ Lokahringurinn á Opna breska meistaramótinu verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 10:00 á morgun. Golf Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það þarf hálfgert kraftaverk til þess að einhver nái RoryMcIlroy á lokahringnum á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á Hoylake en eftir þrjá hringi er Norður-Írinn ungi á 16 höggum undir pari eftir að hafa leikið á 68 höggum í dag eða fjórum undir pari. McIlroy hefur spilað stórkostlegt golf hingað til og á fyrstu þremur hringjunum hefur hann aðeins fengið fjóra skolla sem þykir afar gott á jafn erfiðum strandavelli og Royal Liverpool völlurinn er. Hann hefur unnið tvo risatitla á ferlinum og gæti bætt þeim þriðja í safnið á morgun ef hann stenst pressuna en þrátt fyrir að eiga sex högg á næsta mann eru nokkrir sterkir kylfingar sem gætu með frábærum hring gert atlögu að honum. Í öðru sæti er hinn geysivinsæli Rickie Fowler á tíu höggum undir pari en hann mun leika með McIlroy í lokahollinu á morgun. Þeir tveir eru ekki bara nágrannar og góðir félagar heldur hafa þeir oft barist við hvorn annan á golfvellinum. McIlroy hefur endað í öðru sæti í báðum atvinnumótunum sem Fowler hefur sigrað í á ferlinum og á Wells Fargo meistaramótinu árið 2012 hafi sá bandaríski betur í bráðabana við McIlroy um sigurinn. Fowler hefur enn trú á því að hann geti náð félaga sínum á morgun en hann var nokkuð bjartsýnn í viðtali við BBC eftir hringinn í dag. „Það eru 18. holur eftir og mótið er langt frá því að vera búið. Ef mér tekst að fá nokkra fugla snemma á hringnum á morgun get ég kannski sett pressu á Rory. Spennustigið á lokahringjum í risamótum er yfirleitt mikið og ég mun reyna að notfæra mér það.“ Lokahringurinn á Opna breska meistaramótinu verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 10:00 á morgun.
Golf Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira