Spennan magnast á opna breska | Veðrið setur strik í reikninginn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 19. júlí 2014 11:02 Regnhlífar sjást víða vísir/getty Allir kylfingar eru farnir af stað á þriðja degi opna breska meistaramótsins í golfi sem haldið er á Royal Liverpool golfvellinum á Englandi. Í fyrsta sinn í sögu mótsins var ræst út á tveimur teigum. Ætla má að veðrið muni setja mikinn svip á leik kylfinga í dag en slæm veðurspá varð til þess að mótshaldarar ákváðu að láta kylfinga hefja leik á fyrsta og tíunda teig í dag en það hefur aldrei verið gert áður á þessu fornfræga móti. Það rignir sem breytir vellinum nokkuð og þá sérstaklega flötunum sem taka mun betur við boltunum. Fyrir vikið geta kylfinga betur stöðvað boltann á flötunum og leikið ákveðnar á holustaðsetningarnar en öllu jöfnu þarf að hitta flatirnar framarlega á þessum strandvelli svo boltinn rúlli ekki yfir þær. Rory McIlroy hefur nú lokið þremur fyrstu holunum og er hann enn í forystu en hún er nú aðeins tvö högg. McIlroy fékk skolla á fyrstu holunni og er alls á 11 undir pari en Dustin Johnson er einn undir pari á þremur fyrstu holunum og er nú á 9 undir. Fjórum höggum munaði á þeim í upphafi dagsins. Rickie Fowler hefur farið mjög vel af stað í dag og er tvo undir eftir fjórar holur og er alls á 8 undir. Tiger Woods hefur farið vel af stað en hann hóf leik á 10. holunni í morgun. Hann hefur leikið fjórar holur og er tvo undir pari og alls á parinu, einu höggi á undan meistara síðasta árs, Phil Mickelson sem hefur leikið 10 holur og er einn yfir í dag. Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Allir kylfingar eru farnir af stað á þriðja degi opna breska meistaramótsins í golfi sem haldið er á Royal Liverpool golfvellinum á Englandi. Í fyrsta sinn í sögu mótsins var ræst út á tveimur teigum. Ætla má að veðrið muni setja mikinn svip á leik kylfinga í dag en slæm veðurspá varð til þess að mótshaldarar ákváðu að láta kylfinga hefja leik á fyrsta og tíunda teig í dag en það hefur aldrei verið gert áður á þessu fornfræga móti. Það rignir sem breytir vellinum nokkuð og þá sérstaklega flötunum sem taka mun betur við boltunum. Fyrir vikið geta kylfinga betur stöðvað boltann á flötunum og leikið ákveðnar á holustaðsetningarnar en öllu jöfnu þarf að hitta flatirnar framarlega á þessum strandvelli svo boltinn rúlli ekki yfir þær. Rory McIlroy hefur nú lokið þremur fyrstu holunum og er hann enn í forystu en hún er nú aðeins tvö högg. McIlroy fékk skolla á fyrstu holunni og er alls á 11 undir pari en Dustin Johnson er einn undir pari á þremur fyrstu holunum og er nú á 9 undir. Fjórum höggum munaði á þeim í upphafi dagsins. Rickie Fowler hefur farið mjög vel af stað í dag og er tvo undir eftir fjórar holur og er alls á 8 undir. Tiger Woods hefur farið vel af stað en hann hóf leik á 10. holunni í morgun. Hann hefur leikið fjórar holur og er tvo undir pari og alls á parinu, einu höggi á undan meistara síðasta árs, Phil Mickelson sem hefur leikið 10 holur og er einn yfir í dag.
Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira