Hún segir að spurningarnar sem hún myndir spyrja snéru að því hverjir gætu hafa skotið vélina niður. Ljóst sé að sérhæfðan búnað sem og þekkingu hafi þurft til verksins. Bætir hún við að ef sönnunargögn komi í ljós, sem tengi Rússland við árásina, ættu leiðtogar Evrópu að gera þrjá hluti.
Það fyrsta væri að herða þvinganir gagnvart Rússlandi og gera stjórnvöldum þar ljóst að einhver þurfi að gjalda fyrir árásina. Þá þurfi þeir að finna nýja seljendur að gasi en hið ríkisrekna rússneska fyrirtæki Gazprom. Efnahagur Rússlands sé mjög háður sölu á gasi og olíu.
Í þriðja lagi ættu leiðtogar Evrópu, ásamt Bandaríkjunum, að auka stuðning við yfirvöld í Kænugarði. Myndband frá AP má sjá hér að neðan.