Vonandi horfir Suarez á seinni leik KR gegn Celtic Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júlí 2014 08:49 Vísir/Daníel KR-ingurinn Gonzalo Balbi segir að hann hafi hringt og leitað ráða hjá mági sínum, Luis Suarez, fyrir leik liðsins gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar í vikunni. Suarez er bróðir Sofiu, eiginkonu Suarez, en á sjálfur íslenska unnustu. „Ég talaði við Luis fyrir leikinn gegn Celtic og ég tala mikið við hann. Ég hef þekkt hann síðan ég var fimmtán ára gamall,“ var haft eftir Balbi í breskum fjölmiðlum. Celtic vann fyrri leikinn á KR-velli, 1-0, en liðin mætast í Skotlandi á þriðjudagskvöld. „Hann komst ekki á leikinn þar sem hann er að ganga frá sínum málum í Barcelona. Hann hefur mikilvægari hnöppum að hneppa,“ sagði Balbi en Suarez var sem kunnugt er seldur frá Liverpool til Barcelona í síðustu viku. Suarez komst í heimsfréttirnar í síðasta mánuði eftir að hann beit í öxl Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, á HM í Brasilíu. „Luis er frábær. Ímynd hans er slæm eftir HM en þannig er hann alls ekki. Hann er virkilega indæll og vill gera allt til að hjálpa manni. Maður verður að vera náinn Luis til að þekkja hann og ég er þakklátur fyrir það.“ „Hann er fjölskyldumaður. Ég hef þekkt hann síðan við vorum krakkar og séð hann vaxa og dafna sem leikmaður. Hann er einn sá besti í heimi en trúið mér - hann hefur þurft að berjast fyrir sínu.“ „Hann hefur haft mikil áhrif á mig og er alltaf að gefa mér góð ráð. Kannski horfir hann á síðari leikinn gegn Celtic í sjónvarpinu. Ég vona það.“ Balbi segir að það verði erfitt fyrir KR-inga að slá Celtic úr leik en að þeir ætli að gera sitt besta. „Ég myndi gjarnan vilja komast á sama stall í knattspyrnunni og Luis. En ég veit hversu erfitt það er og það sýndi sig í leiknum gegn Celtic hversu stórt stökkið er upp í Meistaradeildina.“ Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR - Celtic 0-1 | Svekkjandi tap í Vesturbænum Celtic reyndist of stór biti fyrir KR í 1-0 sigri skoska liðsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. KR-ingar börðust hetjulega í leiknum en Celtic skoruðu eina mark leiksins undir lok leiksins. 15. júlí 2014 16:27 Sjáðu markið sem felldi KR KR tapaði naumlega, 0-1, gegn skoska stórliðinu Celtic í kvöld en sigurmark gestanna var ekki það flottasta. 15. júlí 2014 21:28 Balbi er stoltur af mági sínum | Myndband Luis Suarez hefur vinninginn hjá systur hans. 20. júní 2014 18:01 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Sjá meira
KR-ingurinn Gonzalo Balbi segir að hann hafi hringt og leitað ráða hjá mági sínum, Luis Suarez, fyrir leik liðsins gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar í vikunni. Suarez er bróðir Sofiu, eiginkonu Suarez, en á sjálfur íslenska unnustu. „Ég talaði við Luis fyrir leikinn gegn Celtic og ég tala mikið við hann. Ég hef þekkt hann síðan ég var fimmtán ára gamall,“ var haft eftir Balbi í breskum fjölmiðlum. Celtic vann fyrri leikinn á KR-velli, 1-0, en liðin mætast í Skotlandi á þriðjudagskvöld. „Hann komst ekki á leikinn þar sem hann er að ganga frá sínum málum í Barcelona. Hann hefur mikilvægari hnöppum að hneppa,“ sagði Balbi en Suarez var sem kunnugt er seldur frá Liverpool til Barcelona í síðustu viku. Suarez komst í heimsfréttirnar í síðasta mánuði eftir að hann beit í öxl Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, á HM í Brasilíu. „Luis er frábær. Ímynd hans er slæm eftir HM en þannig er hann alls ekki. Hann er virkilega indæll og vill gera allt til að hjálpa manni. Maður verður að vera náinn Luis til að þekkja hann og ég er þakklátur fyrir það.“ „Hann er fjölskyldumaður. Ég hef þekkt hann síðan við vorum krakkar og séð hann vaxa og dafna sem leikmaður. Hann er einn sá besti í heimi en trúið mér - hann hefur þurft að berjast fyrir sínu.“ „Hann hefur haft mikil áhrif á mig og er alltaf að gefa mér góð ráð. Kannski horfir hann á síðari leikinn gegn Celtic í sjónvarpinu. Ég vona það.“ Balbi segir að það verði erfitt fyrir KR-inga að slá Celtic úr leik en að þeir ætli að gera sitt besta. „Ég myndi gjarnan vilja komast á sama stall í knattspyrnunni og Luis. En ég veit hversu erfitt það er og það sýndi sig í leiknum gegn Celtic hversu stórt stökkið er upp í Meistaradeildina.“
Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR - Celtic 0-1 | Svekkjandi tap í Vesturbænum Celtic reyndist of stór biti fyrir KR í 1-0 sigri skoska liðsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. KR-ingar börðust hetjulega í leiknum en Celtic skoruðu eina mark leiksins undir lok leiksins. 15. júlí 2014 16:27 Sjáðu markið sem felldi KR KR tapaði naumlega, 0-1, gegn skoska stórliðinu Celtic í kvöld en sigurmark gestanna var ekki það flottasta. 15. júlí 2014 21:28 Balbi er stoltur af mági sínum | Myndband Luis Suarez hefur vinninginn hjá systur hans. 20. júní 2014 18:01 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Sjá meira
Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR - Celtic 0-1 | Svekkjandi tap í Vesturbænum Celtic reyndist of stór biti fyrir KR í 1-0 sigri skoska liðsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. KR-ingar börðust hetjulega í leiknum en Celtic skoruðu eina mark leiksins undir lok leiksins. 15. júlí 2014 16:27
Sjáðu markið sem felldi KR KR tapaði naumlega, 0-1, gegn skoska stórliðinu Celtic í kvöld en sigurmark gestanna var ekki það flottasta. 15. júlí 2014 21:28
Balbi er stoltur af mági sínum | Myndband Luis Suarez hefur vinninginn hjá systur hans. 20. júní 2014 18:01