Segjast í símtali hafa skotið niður flugvél Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2014 08:30 Skjáskot úr myndbandinu þar sem einn aðskilnaðarsinnanna hringir í yfirmenn sína af vettvangi. Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum, Yuriy Sergeyev, segir Rússa, ásamt aðskilnaðarsinnum, bera ábyrgð á því að flugvél malasíska flugfélagsins hafi verið skotin niður í gær. Þeir hafi gefið aðskilnaðarsinnum háþróað loftvarnakerfi.298 manns voru um borð í vélinni, þar af þrjú ungabörn, og létust allir. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sendi frá sér tilkynningu þar sem hann segir stjórnvöld í Kænugarði bera ábyrgðina, án þess þó að saka þá um að hafa skotið vélina niður. „Þessi harmleikur hefði ekki átt sér stað ef friði hefði verið komið á í Úkraínu og að herinn hefði ekki hafið árásir aftur í suðausturhluta landsins. Auðvitað ber ríkið ábyrgð á þessum harmleik þar sem hann á sér stað innan landamæra þess,“ sagði Pútín.Brak úr vélinni í Úkraínu.Vísir/AFPLeyniþjónusta Úkraínu birti í gærkvöldi upptöku tveggja símtala. Leyniþjónustan segist hafa hlerað símtölin. Í fyrra símtalinu er einn af foringjum aðskilnaðarsinna, Igor Bezler, sagður tala við meðlim rússnesku leyniþjónustunar. Þar segir hann að þeir hafi skotið niður flugvél. Í seinna símtalinu eru tveir aðskilnaðarsinnar sagðir ræða saman og annar þeirra mun vera innan um brak úr vélinni. Þeir segja aðskilnaðarsinna hafa skotið vélina niður.AP fréttaveitan segir þó að ekki hafi tekist að staðfesta að upptökurnar séu ósviknar. Rússneskir fjölmiðlar hafa eftir Sergey Kavtaradze, talsmanni aðskilnaðarsinna í Donetsk, að hljóðupptakan sé fölsuð. Hægt er að hlusta á upptökuna hér að neðan. Þá hefur Alexandar Borodai, einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna, sagt að viðræður ættu sér nú stað við yfirvöld í Kænugarði um vopnahlé. Það ætti að nota til að veita alþjóðlegum rannsakendum aðgang að svæðinu þar sem brak úr vélinni lenti. Brak vélarinnar dreifðist um stór svæði og er til dæmis kílómetri á milli fremsta hluta vélarinnar, stjórnklefans, og hreyflanna. Heimamenn segja stél vélarinnar vera í um tíu kílómetra fjarlægð frá stjórnklefanum. Tengdar fréttir Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58 Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55 Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30 Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35 Átján ár slétt síðan 230 manns létust í flugslysi Þann 17. júlí 1996 hrapaði flugvél TWA 800 yfir Long Island á austurströnd Bandaríkjanna. 17. júlí 2014 17:56 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum, Yuriy Sergeyev, segir Rússa, ásamt aðskilnaðarsinnum, bera ábyrgð á því að flugvél malasíska flugfélagsins hafi verið skotin niður í gær. Þeir hafi gefið aðskilnaðarsinnum háþróað loftvarnakerfi.298 manns voru um borð í vélinni, þar af þrjú ungabörn, og létust allir. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sendi frá sér tilkynningu þar sem hann segir stjórnvöld í Kænugarði bera ábyrgðina, án þess þó að saka þá um að hafa skotið vélina niður. „Þessi harmleikur hefði ekki átt sér stað ef friði hefði verið komið á í Úkraínu og að herinn hefði ekki hafið árásir aftur í suðausturhluta landsins. Auðvitað ber ríkið ábyrgð á þessum harmleik þar sem hann á sér stað innan landamæra þess,“ sagði Pútín.Brak úr vélinni í Úkraínu.Vísir/AFPLeyniþjónusta Úkraínu birti í gærkvöldi upptöku tveggja símtala. Leyniþjónustan segist hafa hlerað símtölin. Í fyrra símtalinu er einn af foringjum aðskilnaðarsinna, Igor Bezler, sagður tala við meðlim rússnesku leyniþjónustunar. Þar segir hann að þeir hafi skotið niður flugvél. Í seinna símtalinu eru tveir aðskilnaðarsinnar sagðir ræða saman og annar þeirra mun vera innan um brak úr vélinni. Þeir segja aðskilnaðarsinna hafa skotið vélina niður.AP fréttaveitan segir þó að ekki hafi tekist að staðfesta að upptökurnar séu ósviknar. Rússneskir fjölmiðlar hafa eftir Sergey Kavtaradze, talsmanni aðskilnaðarsinna í Donetsk, að hljóðupptakan sé fölsuð. Hægt er að hlusta á upptökuna hér að neðan. Þá hefur Alexandar Borodai, einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna, sagt að viðræður ættu sér nú stað við yfirvöld í Kænugarði um vopnahlé. Það ætti að nota til að veita alþjóðlegum rannsakendum aðgang að svæðinu þar sem brak úr vélinni lenti. Brak vélarinnar dreifðist um stór svæði og er til dæmis kílómetri á milli fremsta hluta vélarinnar, stjórnklefans, og hreyflanna. Heimamenn segja stél vélarinnar vera í um tíu kílómetra fjarlægð frá stjórnklefanum.
Tengdar fréttir Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58 Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55 Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58 Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00 Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30 Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35 Átján ár slétt síðan 230 manns létust í flugslysi Þann 17. júlí 1996 hrapaði flugvél TWA 800 yfir Long Island á austurströnd Bandaríkjanna. 17. júlí 2014 17:56 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58
Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55
Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58
Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, segir aðskilnaðarsinna í skjóli Rússa bera ábyrgð á ástandinu. 18. júlí 2014 07:00
Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30
Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35
Átján ár slétt síðan 230 manns létust í flugslysi Þann 17. júlí 1996 hrapaði flugvél TWA 800 yfir Long Island á austurströnd Bandaríkjanna. 17. júlí 2014 17:56
Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26