Rory McIlroy í efsta sæti á Opna breska eftir viðburðaríkan fyrsta hring 17. júlí 2014 20:17 Rory var mikið í sviðsljósinu í dag. AP/Getty Opna breska meistaramótið hófst í dag á Royal Liverpool vellinum eða Hoylake eins og hann er oft kallaður en eftir fyrsta hring er kunnuglegt nafn í efsta sæti. Það er Norður-Írinn Rory McIlroy eftir að hafa leikið á 66 höggum eða sex undir pari en hann er ekki ókunnugur því að taka forystuna snemma á Opna breska. Í öðru sæti er Ítalinn knái Matteo Manassero á fimm höggum undir pari en skor á fyrsta hring var almennt frekar gott og mörg stór nöfn ofarlega á skortöflunni. Þar má nefna Tiger Woods sem átti fínan hring upp á 70 högg eða tvo undir pari og hinn vinsæla Rickie Fowler sem lék á 69 höggum eða þremur undir. Þá eru margir kylfingar tveimur höggum á eftir McIlroy á fjórum höggum undir pari en það eru Edoardo og Francesco Molinaribræður, Bandaríkjamennirnir Jim Furyk og Brooks Koepka, Spánverjinn Sergio Garcia, Shane Lowry frá Írlandi og besti kylfingur heims, Adam Scott. Þeir kylfingar sem fóru snemma út í dag höfðu töluvert forskot á þá sem ræstir voru út eftir hádegi en völlurinn varð harðari eftir því sem leið á daginn og einnig bætti í vindinn. Sigurvegari síðasta árs, Phil Mickelson, var einn af þeim sem fór seint út í dag en hann hóf titilvörnina illa og lék á 74 höggum eða tveimur yfir pari. Masters meistarinn Bubba Watson var í enn meiri vandræðum en hann kom inn á fjórum höggum yfir pari og þarf að eiga góðan hring á morgun til þess að ná í gegn um niðurskurðinn. Fáir voru þó jafn vonlausir í dag og Ernie Els sem þrípúttaði rúmlega 40 cm pútt á afar klaufalegan hátt strax á fyrstu holu. Það gaf tóninn fyrir virkilega slæman hring upp á 79 högg eða sjö yfir pari en Els hefur alls ekki fundið sig á tímabilinu. Áhugavert verður að sjá hvort að McIlroy tekst að fylgja góðum hring í dag eftir á morgun en í gegn um tíðina hefur hann leikið annan hring á Opna breska afar illa og meðalskor hans á þeim hring töluvert hærra en gengur og gerist. Bein útsending frá öðrum degi hefst á Golfstöðinni klukkan 08:00 í fyrramálið. Golf Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Opna breska meistaramótið hófst í dag á Royal Liverpool vellinum eða Hoylake eins og hann er oft kallaður en eftir fyrsta hring er kunnuglegt nafn í efsta sæti. Það er Norður-Írinn Rory McIlroy eftir að hafa leikið á 66 höggum eða sex undir pari en hann er ekki ókunnugur því að taka forystuna snemma á Opna breska. Í öðru sæti er Ítalinn knái Matteo Manassero á fimm höggum undir pari en skor á fyrsta hring var almennt frekar gott og mörg stór nöfn ofarlega á skortöflunni. Þar má nefna Tiger Woods sem átti fínan hring upp á 70 högg eða tvo undir pari og hinn vinsæla Rickie Fowler sem lék á 69 höggum eða þremur undir. Þá eru margir kylfingar tveimur höggum á eftir McIlroy á fjórum höggum undir pari en það eru Edoardo og Francesco Molinaribræður, Bandaríkjamennirnir Jim Furyk og Brooks Koepka, Spánverjinn Sergio Garcia, Shane Lowry frá Írlandi og besti kylfingur heims, Adam Scott. Þeir kylfingar sem fóru snemma út í dag höfðu töluvert forskot á þá sem ræstir voru út eftir hádegi en völlurinn varð harðari eftir því sem leið á daginn og einnig bætti í vindinn. Sigurvegari síðasta árs, Phil Mickelson, var einn af þeim sem fór seint út í dag en hann hóf titilvörnina illa og lék á 74 höggum eða tveimur yfir pari. Masters meistarinn Bubba Watson var í enn meiri vandræðum en hann kom inn á fjórum höggum yfir pari og þarf að eiga góðan hring á morgun til þess að ná í gegn um niðurskurðinn. Fáir voru þó jafn vonlausir í dag og Ernie Els sem þrípúttaði rúmlega 40 cm pútt á afar klaufalegan hátt strax á fyrstu holu. Það gaf tóninn fyrir virkilega slæman hring upp á 79 högg eða sjö yfir pari en Els hefur alls ekki fundið sig á tímabilinu. Áhugavert verður að sjá hvort að McIlroy tekst að fylgja góðum hring í dag eftir á morgun en í gegn um tíðina hefur hann leikið annan hring á Opna breska afar illa og meðalskor hans á þeim hring töluvert hærra en gengur og gerist. Bein útsending frá öðrum degi hefst á Golfstöðinni klukkan 08:00 í fyrramálið.
Golf Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira