Ekkert sólskin í kortunum: Reykvíkingar sjá næst til sólar eftir níu daga Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. júlí 2014 11:52 Búum okkur undir meiri rigningu næstu daga. Mynd/Veðurstofan Höfuðborgarbúar munu næst sjá gula stjörnu, sem sást gjarnan hér áður fyrr á sumrin og gengur undir nafninu sólin, þann 25. júlí. Þetta kemur í ljós ef langtímaspá norsku veðurstofunnar yr.no er skoðuð. Reyndar mun sólin rétt gægjast upp fyrir skýin nokkra daga þangað til. En eftir níu daga munu Reykvíkingar, samkvæmt þessari spá, fá almennilegt sólskin sem varir lengur en fáeinar klukkustundir. Hitastigið verður þó alltaf yfir tíu stig þessa daga. Veðrið verður svipað í Vestmannaeyjum og á Ísafirði, samkvæmt þessari langtímaspá norsku veðurstofunnar. Á Akureyri og Egilsstöðum verður þó mun sólríkara. Í næstu viku gæti hitinn farið í tuttugu gráður. Á mánudaginn er gert ráð fyrir því að veðrið á Egilsstöðum verði gott; léttskýjað og hitinn um tuttugu stig. Á þriðjudaginn verður heiðskýrt og tuttugu stiga hiti á Akureyri. Veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir næstu daga er svipuð og þeirrar norsku. Mikil rigning verður víða um land í næstu viku. Veðurspá Veðurstofunnar lítur svo út:Á föstudag:Suðaustan 8-13 m/s og rigning, en þurrt og bjart NA-lands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á NA-landi. Á laugardag:Suðaustan 5-10 m/s, skýjað og lítilsháttar rigning með köflum, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast fyrir norðan. Á sunnudag:Austlæg átt 3-8 m/s, skýjað með köflum og úrkomulítið, en dálítil væta við S- og A-ströndina. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast V-til. Á mánudag og þriðjudag:Lítur út fyrir suðaustlæga átt með vætu víða um land en þurrt og hlýtt fyrir norðaustan. Hiti 12 til 20 stig. Veður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Höfuðborgarbúar munu næst sjá gula stjörnu, sem sást gjarnan hér áður fyrr á sumrin og gengur undir nafninu sólin, þann 25. júlí. Þetta kemur í ljós ef langtímaspá norsku veðurstofunnar yr.no er skoðuð. Reyndar mun sólin rétt gægjast upp fyrir skýin nokkra daga þangað til. En eftir níu daga munu Reykvíkingar, samkvæmt þessari spá, fá almennilegt sólskin sem varir lengur en fáeinar klukkustundir. Hitastigið verður þó alltaf yfir tíu stig þessa daga. Veðrið verður svipað í Vestmannaeyjum og á Ísafirði, samkvæmt þessari langtímaspá norsku veðurstofunnar. Á Akureyri og Egilsstöðum verður þó mun sólríkara. Í næstu viku gæti hitinn farið í tuttugu gráður. Á mánudaginn er gert ráð fyrir því að veðrið á Egilsstöðum verði gott; léttskýjað og hitinn um tuttugu stig. Á þriðjudaginn verður heiðskýrt og tuttugu stiga hiti á Akureyri. Veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir næstu daga er svipuð og þeirrar norsku. Mikil rigning verður víða um land í næstu viku. Veðurspá Veðurstofunnar lítur svo út:Á föstudag:Suðaustan 8-13 m/s og rigning, en þurrt og bjart NA-lands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á NA-landi. Á laugardag:Suðaustan 5-10 m/s, skýjað og lítilsháttar rigning með köflum, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast fyrir norðan. Á sunnudag:Austlæg átt 3-8 m/s, skýjað með köflum og úrkomulítið, en dálítil væta við S- og A-ströndina. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast V-til. Á mánudag og þriðjudag:Lítur út fyrir suðaustlæga átt með vætu víða um land en þurrt og hlýtt fyrir norðaustan. Hiti 12 til 20 stig.
Veður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira