Ekki er breytinga að vænta á næstunni og Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir svipuðu veðri næstu daga. Á morgun er þó gert ráð fyrir minni úrkomu, en bæta mun í aftur á sunnudag.
Það sem af er af júlímánuði er hann í sjöunda sæti yfir rigningarmesta júlí í Reykjavík frá 1920. Líklegt er að þessi mánuður muni hækka á listanum er fram dregur.
Úrkoma í mánuðinum hefur verið 37 millimetrar sem er um 20 millimetrum meira en venjulega.
Búið er að vera mjög hlýtt í sumar og er þessi mikla úrkoma rakin til þess. Heitt loft ber meiri raka. Nú í sumar er búið að vera töluvert hlýrra en í fyrra. Þá hefur ekki verið jafnmikið hvassviðri.
Því fer úrkoman beint ofan í mælana og það gæti að einhverju leyti verið ástæða fyrir háum mælingum.
Á sjö daga spá Veðurstofunnar er engar breytingar á sjá og að mestu er spáð austlægum áttum og rigningu.
Ekkert blíðviðri í kortunum
Samúel Karl Ólason skrifar
