Sport

Aníta komst í úrslit á HM

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aníta á fullri ferð í rigningunni í Eugene í dag.
Aníta á fullri ferð í rigningunni í Eugene í dag. vísir/getty
Aníta Hinriksdóttir varð fjórða í sínum undanúrslitariðli í 800 metra hlaupi á heimsmeistaramóti ungmenna 19 ára og yngri í Eugene í Bandaríkjunum í kvöld.

Aníta átti næstbesta tímann af öllum í hlaupinu og var í forystu eftir fyrri hringinn sem hún hljóp á 1:00,76 mínútu. Hlaupið fór fram á rennblautri hlaupabraut, en rignt hefur látlaust í Eugene í dag.

Kúbverjinn Sahily Diago, sem á langbesta tíma ársins, tók forystuna eftir 600 metra og voru Aníta og þrjár aðrar stúlkur nánast jafnar þegar um 100 metrar voru eftir.

Okkar stúlka sprakk þó á endasprettinum og endaði í fjórða sæti á tímanum 2:04,99 mínútum sem er um fimm sekúndum frá Íslandsmeti hennar.

Sahily Diago frá Kúbu, Margaret Wambui frá Kenía og GeorgiaGriffith frá Ástralíu enduðu í þremur efstu sætunum og komust beint í úrslit þannig Aníta þurfti að bíða og sjá hvernig tímarnir í seinni undanúrslitunum yrðu.

Seinni riðilinn var hægari og hefði tími Anítu dugað henni í þriðja sæti í honum. Þrátt fyrir allt átti hún sjötta besta tímann af öllum. Hlaupadrottningin úr ÍR er því komin í úrslit, en úrslitahlaupið fer fram aðfaranótt föstudag.

Ljóst er þó að Aníta þarf að gera betur þar ætli hún sér verðlaun á mótinu.

Aníta var í forystu eftir fyrri hringinn.vísir/getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×