„Þetta er bara til að kæla okkur aðeins niður eftir hitann undanfarna daga. Þetta hverfur fljótt og verður topp veður um helgina. Við spáum því nú samt að þetta væri heitasta eða kannski kaldasta umræðuefnið í dag,“ segja þeir í skilaboðum til fylgjenda sinna.
Veður hefur verið með ágætum norðan heiða í sumar ólíkt því sem fólk á suðvesturhorninu hefur átt að venjast. Akureyringar þurfa þó að geyma stuttbuxurnar heima í dag því samkvæmt spá Veðurstofu mun hitastigið ekki ná tveggja stafa tölu í dag.