„Rödd Íslands skiptir máli“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2014 18:22 Vísir/GVA Á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag lýsti minnihluti nefndarinnar yfir þungum áhyggjum vegna átakanna á Gasasvæðinu. Sem og þess mikla mannfalls óbreyttra borgara, ekki síst barna, sem þau hafa valdið. Þá hvetur hann til þess að allra leiða verði leitað til að stöðva átökin. „Minni hlutinn tekur heils hugar undir þær áherslur sem fram koma í bréfi forsætisráðherra til Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael, og áréttar þau sjónarmið Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga felist í ólögmætu hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, þar með talið Austur-Jerúsalem.“ Í bókuninni er rifjað upp að Alþingi hafi samþykkt þingályktun um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu í nóvember 2011. Einnig hafi Alþingi skorað á Ísraelsmenn og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum. Þá eigi að gera á grundvelli þjóðarrétar og ályktana Sameinuðu þjóðanna sem meðal annars feli í sér gagnkvæma viðureknningu Ísraelsríki og Palestínuríkis. „Þessi afstaða er enn í fullu gildi. Þau átök sem að undanförnu hafa geisað á Gaza undirstrika mikilvægi þess að varanlegur friður komist á í þessum stríðshrjáða heimshluta.“ Þá tekur minni hlutinn undir fordæmingu Ban Ki Moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á árásum á skóla SÞ. Bókunina alla má sjá hér að neðan: Minni hluti utanríkismálanefndar Alþingis lýsir þungum áhyggjum vegna átakanna á Gaza og þess mikla mannfalls óbreyttra borgara, ekki síst barna, sem þau hafa valdið. Minni hlutinn tekur heils hugar undir þær áherslur sem fram koma í bréfi forsætisráðherra til Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael, og áréttar þau sjónarmið Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga felist í ólögmætu hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, þar með talið Austur-Jerúsalem. Alþingi samþykkti þingsályktun um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu þann 29. nóvember 2011. Jafnframt skoraði Alþingi á Ísraelsmenn og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum á grundvelli þjóðaréttar og ályktana Sameinuðu þjóðanna sem m.a. feli í sér gagnkvæma viðurkenningu Ísraelsríkis og Palestínuríkis. Þessi afstaða er enn í fullu gildi. Þau átök sem að undanförnu hafa geisað á Gaza undirstrika mikilvægi þess að varanlegur friður komist á í þessum stríðshrjáða heimshluta. Minni hlutinn samþykkir harða fordæmingu aðalritara SÞ, Ban Ki Moon, á árásum herliðs Ísraelsmanna á skóla Sameinuðu þjóðanna í nótt sem leið, þar sem a.m.k. 19 manns létu lífið og hátt í hundrað særðust., og tekur undir með yfirmanni Flóttamannastofnunar SÞ í Palestínu (UNRWA) sem hefur lýst árásinni sem alvarlegu broti ísraelska hersins á alþjóðalögum. Minni hluti utanríkismálanefndar Alþingis hvetur til þess að allra leiða verði leitað, bæði pólitískra, diplómatískra og efnahagslegra, til að stöðva blóðbaðið og þær hörmungar sem gengið hafa yfir palestínsku þjóðina. Rödd Íslands skiptir máli og henni ber áfram að beita í þágu friðar, mannréttinda, mannúðar og alþjóðalaga. Gasa Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag lýsti minnihluti nefndarinnar yfir þungum áhyggjum vegna átakanna á Gasasvæðinu. Sem og þess mikla mannfalls óbreyttra borgara, ekki síst barna, sem þau hafa valdið. Þá hvetur hann til þess að allra leiða verði leitað til að stöðva átökin. „Minni hlutinn tekur heils hugar undir þær áherslur sem fram koma í bréfi forsætisráðherra til Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael, og áréttar þau sjónarmið Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga felist í ólögmætu hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, þar með talið Austur-Jerúsalem.“ Í bókuninni er rifjað upp að Alþingi hafi samþykkt þingályktun um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu í nóvember 2011. Einnig hafi Alþingi skorað á Ísraelsmenn og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum. Þá eigi að gera á grundvelli þjóðarrétar og ályktana Sameinuðu þjóðanna sem meðal annars feli í sér gagnkvæma viðureknningu Ísraelsríki og Palestínuríkis. „Þessi afstaða er enn í fullu gildi. Þau átök sem að undanförnu hafa geisað á Gaza undirstrika mikilvægi þess að varanlegur friður komist á í þessum stríðshrjáða heimshluta.“ Þá tekur minni hlutinn undir fordæmingu Ban Ki Moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á árásum á skóla SÞ. Bókunina alla má sjá hér að neðan: Minni hluti utanríkismálanefndar Alþingis lýsir þungum áhyggjum vegna átakanna á Gaza og þess mikla mannfalls óbreyttra borgara, ekki síst barna, sem þau hafa valdið. Minni hlutinn tekur heils hugar undir þær áherslur sem fram koma í bréfi forsætisráðherra til Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael, og áréttar þau sjónarmið Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að upphaf og endir átakanna og mannfalls síðustu daga felist í ólögmætu hernámi Ísraelsstjórnar á Gaza og Vesturbakkanum, þar með talið Austur-Jerúsalem. Alþingi samþykkti þingsályktun um viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu þann 29. nóvember 2011. Jafnframt skoraði Alþingi á Ísraelsmenn og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum á grundvelli þjóðaréttar og ályktana Sameinuðu þjóðanna sem m.a. feli í sér gagnkvæma viðurkenningu Ísraelsríkis og Palestínuríkis. Þessi afstaða er enn í fullu gildi. Þau átök sem að undanförnu hafa geisað á Gaza undirstrika mikilvægi þess að varanlegur friður komist á í þessum stríðshrjáða heimshluta. Minni hlutinn samþykkir harða fordæmingu aðalritara SÞ, Ban Ki Moon, á árásum herliðs Ísraelsmanna á skóla Sameinuðu þjóðanna í nótt sem leið, þar sem a.m.k. 19 manns létu lífið og hátt í hundrað særðust., og tekur undir með yfirmanni Flóttamannastofnunar SÞ í Palestínu (UNRWA) sem hefur lýst árásinni sem alvarlegu broti ísraelska hersins á alþjóðalögum. Minni hluti utanríkismálanefndar Alþingis hvetur til þess að allra leiða verði leitað, bæði pólitískra, diplómatískra og efnahagslegra, til að stöðva blóðbaðið og þær hörmungar sem gengið hafa yfir palestínsku þjóðina. Rödd Íslands skiptir máli og henni ber áfram að beita í þágu friðar, mannréttinda, mannúðar og alþjóðalaga.
Gasa Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira