Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2025 14:41 Pappír sem er safnað í bláar flokkunartunnur við heimili er sendur erlendis til endurvinnslu. Undanfarin tvö ár hafa drykkjarfernur verið flokkaðar sérstaklega úr en því verður nú hætt tímabundið á meðan skilvirkari og umhverfisvænni leiðar er leitað. Vísir/Arnar SORPA ætlar að hætta að láta flokka drykkjarfernur sérstaklega frá pappír sem er sendur erlendis til endurvinnslu. Ástæðan er sögð sú að flokkunin skili afar litlum árangri, auki losun koltvísýrings og sé kostnaðarsöm. Pappírsumbúðir hafa verið sendar úr landi til þess að flokka drykkjarfernur sérstaklega frá öðrum pappírsumbúðum og senda þær í sérhæfða endurvinnslu undanfarin tvö ár. Hönnun fernanna þýðir að almennar endurvinnsluaðferðir fyrir pappa duga ekki á þær og fara þarf með þær í sérhæfða endurvinnslu. Gripið var til þess ráðs að láta flokka fernurnar eftir að í ljós kom að fyrirtækið sem tók við pappaúrgangi frá SORPU gat ekki ábyrgst að þær væru endurunnar. Fernurnar voru því brenndar í staðinn. Í tilkynningu frá SORPU um að ákveðið hafi verið að hætta að flokka pappírsúrgang sem flokkaður er við heimili og er sendur til endurvinnslu kemur fram að athuganir síðustu tvö ár hafi leitt í ljós að fyrirkomulagið skili litlum árangri, sé verra fyrir loftslagið og sé dýrt. Þannig skili þessi sérhæfða endurvinnsla aðeins um 0,5 prósent auknum heildarárangri í endurvinnslu pappírs, úr 90,3 prósentum í 90,8 prósent. Hagfræðistofnun hafi jafnframt bent á í skýrslu í síðasta mánuði að núverandi fyrirkomulagi fylgi meiri koltvísýringslosun en fyrra ferli. Sérflokkunin kosti þar að auki um sjötíu milljónir króna á ári. Í ljósi þess að Úrvinnslusjóður hafi hafnað kröfu SORPU um að greiða þann kostnað legðist hann ofan á sorphirðugjöld sem heimilin á höfuðborgarsvæðinu greiða. Standa sig vel í endurvinnslu SORPA segist nú leita að skilvirkari, umhverfisvænni og hagkvæmari leið til að safna og meðhöndla drykkjarfernur, meðal annars í samráði við framleiðendur drykkjarvara og smásölufyrirtækja. „Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarin ár staðið mjög sig vel í flokkun á öllum flokkum, sem er forsenda endurvinnslu. SORPA biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu því eftir sem áður að setja drykkjarfernur í tunnuna fyrir pappír við heimili meðan leitað er leiða til að koma þeim í sérhæfða endurvinnslu,“ segir í tilkynningunni. Sorpa Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Pappírsumbúðir hafa verið sendar úr landi til þess að flokka drykkjarfernur sérstaklega frá öðrum pappírsumbúðum og senda þær í sérhæfða endurvinnslu undanfarin tvö ár. Hönnun fernanna þýðir að almennar endurvinnsluaðferðir fyrir pappa duga ekki á þær og fara þarf með þær í sérhæfða endurvinnslu. Gripið var til þess ráðs að láta flokka fernurnar eftir að í ljós kom að fyrirtækið sem tók við pappaúrgangi frá SORPU gat ekki ábyrgst að þær væru endurunnar. Fernurnar voru því brenndar í staðinn. Í tilkynningu frá SORPU um að ákveðið hafi verið að hætta að flokka pappírsúrgang sem flokkaður er við heimili og er sendur til endurvinnslu kemur fram að athuganir síðustu tvö ár hafi leitt í ljós að fyrirkomulagið skili litlum árangri, sé verra fyrir loftslagið og sé dýrt. Þannig skili þessi sérhæfða endurvinnsla aðeins um 0,5 prósent auknum heildarárangri í endurvinnslu pappírs, úr 90,3 prósentum í 90,8 prósent. Hagfræðistofnun hafi jafnframt bent á í skýrslu í síðasta mánuði að núverandi fyrirkomulagi fylgi meiri koltvísýringslosun en fyrra ferli. Sérflokkunin kosti þar að auki um sjötíu milljónir króna á ári. Í ljósi þess að Úrvinnslusjóður hafi hafnað kröfu SORPU um að greiða þann kostnað legðist hann ofan á sorphirðugjöld sem heimilin á höfuðborgarsvæðinu greiða. Standa sig vel í endurvinnslu SORPA segist nú leita að skilvirkari, umhverfisvænni og hagkvæmari leið til að safna og meðhöndla drykkjarfernur, meðal annars í samráði við framleiðendur drykkjarvara og smásölufyrirtækja. „Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarin ár staðið mjög sig vel í flokkun á öllum flokkum, sem er forsenda endurvinnslu. SORPA biður íbúa á höfuðborgarsvæðinu því eftir sem áður að setja drykkjarfernur í tunnuna fyrir pappír við heimili meðan leitað er leiða til að koma þeim í sérhæfða endurvinnslu,“ segir í tilkynningunni.
Sorpa Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira