Ítalskur blaðamaður hélt að hann væri að taka viðtal við leikmann Stjörnunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2014 22:00 Bjarki Páll Eysteinsson og Bjarni Jóhannsson, fyrrum þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Ernir Ítalskir blaðamenn vita margir ekki mikið um Stjörnuliðið sem er seinna í þessum mánuði að fara mæta stórliði Internazionale Milan í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þetta sannast kannski best í viðtali sem birtist á vefnum í dag þar sem ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano taldi sig vera búinn að ná í skottið á einum leikmanni stjörnuliðsins. Fabrizio Romano tók viðtal við Bjarka Pál Eysteinsson til að hita upp fyrir leikinn gegn Stjörnunni en hann hélt að Bjarki Páll væri enn leikmaður Stjörnunnar. Romano segir frá því að Bjarki Páll Eysteinsson sé verkfræðingur sem er vissulega rétt. Líklegt má telja að blaðamanninum þyki það heldur óvenjulegt að knattspyrnumaður sé með verkfræðigráður. Grínast hann með að koma Bjarka til Ítalíu hafi ekkert með ástand San Siro leikvangsins að gera. Blaðamaðurinn spyr Bjarka út í ævintýri Stjörnuliðsins, fögnin frægu og við hvaða leikmann Inter Bjarki Páll vildi skiptast á treyju eftir leikinn. Þar svarar Bjarki því til að Nemanja Vidic væri efstur á óskalistanum. Fréttina má sjá með því að smella hér. Málið er bara að Bjarki Páll hefur ekki spilað með Stjörnunni síðan haustið 2012. Bjarki Páll útskýrir viðtalið furðulega á Facebook í kvöld þar sem hann bendir á þá staðreynd að blaðamaðurinn hafi líklega ekki náð því að töluvert væri liðið síðan hann spilaði knattspyrnu. Segist Bjarki Páll hafa hvatt blaðamanninn til að hafa samband við Laxdalsbræður sem væru á fullri ferð með Garðabæjarliðinu. Það virðist Romano hins vegar ekki hafa gert, ekki enn að minnsta kosti. Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fyrri leikur Stjörnunnar og Inter verður í Laugardalnum 20. ágúst Ítalska stórliðið Internazionale frá Mílanó mætir í Laugardalinn miðvikudaginn 20. ágúst og spilar við Stjörnuna í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fótbolti.net fékk þetta staðfest frá Stjörnumönnum í kvöld. 8. ágúst 2014 18:16 Arnar Már fékk draum sinn uppfylltan Arnar Már Björgvinsson fær að spila á San Siro. 8. ágúst 2014 11:33 Inter ekki tilbúið að víxla á leikdögum | Boltinn hjá UEFA Inter er hvorki tilbúið að færa fyrri leik liðsins gegn Stjörnunni fram um tvo daga né víxla á leikjum og liggur boltinn því hjá evrópska knattspyrnusambandinu að finna sameiginlega lausn. 8. ágúst 2014 13:15 Stærsti skandall í sögu pólskrar knattspyrnu - komið ykkur burt! Stuðningsmannasíða Lech Poznan fór hamförum eftir að liðinu var skellt af áhugamönnum frá Íslandi í Evrópudeildinni í gærkvöldi. 8. ágúst 2014 16:15 Vidic og maðurinn með skottið á leið landsins Einn besti varnarmaður síðasta áratugar mætir Stjörnunni í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 8. ágúst 2014 12:30 Præst mögulega með slitið krossband Miðjumaðurinn öflugi meiddist í leiknum gegn Lech Poznan og tímabilið mögulega búið hjá Dananum. 8. ágúst 2014 14:34 Stjarnan mætir Inter Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag. 8. ágúst 2014 11:10 Stuðningsmenn Poznan fögnuðu Stjörnumönnum í leikslok Sem kunnugt er komust Stjörnumenn áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan í Póllandi í gær. 8. ágúst 2014 08:08 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Ítalskir blaðamenn vita margir ekki mikið um Stjörnuliðið sem er seinna í þessum mánuði að fara mæta stórliði Internazionale Milan í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þetta sannast kannski best í viðtali sem birtist á vefnum í dag þar sem ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano taldi sig vera búinn að ná í skottið á einum leikmanni stjörnuliðsins. Fabrizio Romano tók viðtal við Bjarka Pál Eysteinsson til að hita upp fyrir leikinn gegn Stjörnunni en hann hélt að Bjarki Páll væri enn leikmaður Stjörnunnar. Romano segir frá því að Bjarki Páll Eysteinsson sé verkfræðingur sem er vissulega rétt. Líklegt má telja að blaðamanninum þyki það heldur óvenjulegt að knattspyrnumaður sé með verkfræðigráður. Grínast hann með að koma Bjarka til Ítalíu hafi ekkert með ástand San Siro leikvangsins að gera. Blaðamaðurinn spyr Bjarka út í ævintýri Stjörnuliðsins, fögnin frægu og við hvaða leikmann Inter Bjarki Páll vildi skiptast á treyju eftir leikinn. Þar svarar Bjarki því til að Nemanja Vidic væri efstur á óskalistanum. Fréttina má sjá með því að smella hér. Málið er bara að Bjarki Páll hefur ekki spilað með Stjörnunni síðan haustið 2012. Bjarki Páll útskýrir viðtalið furðulega á Facebook í kvöld þar sem hann bendir á þá staðreynd að blaðamaðurinn hafi líklega ekki náð því að töluvert væri liðið síðan hann spilaði knattspyrnu. Segist Bjarki Páll hafa hvatt blaðamanninn til að hafa samband við Laxdalsbræður sem væru á fullri ferð með Garðabæjarliðinu. Það virðist Romano hins vegar ekki hafa gert, ekki enn að minnsta kosti.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fyrri leikur Stjörnunnar og Inter verður í Laugardalnum 20. ágúst Ítalska stórliðið Internazionale frá Mílanó mætir í Laugardalinn miðvikudaginn 20. ágúst og spilar við Stjörnuna í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fótbolti.net fékk þetta staðfest frá Stjörnumönnum í kvöld. 8. ágúst 2014 18:16 Arnar Már fékk draum sinn uppfylltan Arnar Már Björgvinsson fær að spila á San Siro. 8. ágúst 2014 11:33 Inter ekki tilbúið að víxla á leikdögum | Boltinn hjá UEFA Inter er hvorki tilbúið að færa fyrri leik liðsins gegn Stjörnunni fram um tvo daga né víxla á leikjum og liggur boltinn því hjá evrópska knattspyrnusambandinu að finna sameiginlega lausn. 8. ágúst 2014 13:15 Stærsti skandall í sögu pólskrar knattspyrnu - komið ykkur burt! Stuðningsmannasíða Lech Poznan fór hamförum eftir að liðinu var skellt af áhugamönnum frá Íslandi í Evrópudeildinni í gærkvöldi. 8. ágúst 2014 16:15 Vidic og maðurinn með skottið á leið landsins Einn besti varnarmaður síðasta áratugar mætir Stjörnunni í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 8. ágúst 2014 12:30 Præst mögulega með slitið krossband Miðjumaðurinn öflugi meiddist í leiknum gegn Lech Poznan og tímabilið mögulega búið hjá Dananum. 8. ágúst 2014 14:34 Stjarnan mætir Inter Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag. 8. ágúst 2014 11:10 Stuðningsmenn Poznan fögnuðu Stjörnumönnum í leikslok Sem kunnugt er komust Stjörnumenn áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan í Póllandi í gær. 8. ágúst 2014 08:08 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Fyrri leikur Stjörnunnar og Inter verður í Laugardalnum 20. ágúst Ítalska stórliðið Internazionale frá Mílanó mætir í Laugardalinn miðvikudaginn 20. ágúst og spilar við Stjörnuna í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fótbolti.net fékk þetta staðfest frá Stjörnumönnum í kvöld. 8. ágúst 2014 18:16
Arnar Már fékk draum sinn uppfylltan Arnar Már Björgvinsson fær að spila á San Siro. 8. ágúst 2014 11:33
Inter ekki tilbúið að víxla á leikdögum | Boltinn hjá UEFA Inter er hvorki tilbúið að færa fyrri leik liðsins gegn Stjörnunni fram um tvo daga né víxla á leikjum og liggur boltinn því hjá evrópska knattspyrnusambandinu að finna sameiginlega lausn. 8. ágúst 2014 13:15
Stærsti skandall í sögu pólskrar knattspyrnu - komið ykkur burt! Stuðningsmannasíða Lech Poznan fór hamförum eftir að liðinu var skellt af áhugamönnum frá Íslandi í Evrópudeildinni í gærkvöldi. 8. ágúst 2014 16:15
Vidic og maðurinn með skottið á leið landsins Einn besti varnarmaður síðasta áratugar mætir Stjörnunni í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 8. ágúst 2014 12:30
Præst mögulega með slitið krossband Miðjumaðurinn öflugi meiddist í leiknum gegn Lech Poznan og tímabilið mögulega búið hjá Dananum. 8. ágúst 2014 14:34
Stjarnan mætir Inter Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag. 8. ágúst 2014 11:10
Stuðningsmenn Poznan fögnuðu Stjörnumönnum í leikslok Sem kunnugt er komust Stjörnumenn áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan í Póllandi í gær. 8. ágúst 2014 08:08