Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta hring á PGA-meistaramótinu 8. ágúst 2014 10:01 Lee Westwood lék vel í gær. AP/Getty Englendingurinn Lee Westwood leiðir á PGA-meistaramótinu eftir fyrsta hring ásamt Bandaríkjamönnunum Ryan Palmer og Kevin Chappel. Þeir léku Valhalla völlinn á 65 höggum eða sex undir pari en aðstæður til þess að skora vel í gær voru góðar. Í öðru sæti á fimm höggum undir pari koma Francesco Molinari, Chris Wood, Jim Furyk, Henrik Stenson og sjálfur Rory McIlroy sem virkar óstöðvandi þessa dagana.Phil Mickelson hóf mótið vel og lék fyrsta hring á 69 höggum eða tveimur undir pari. Hann freistar þess að spila sig inn í Ryderlið Bandaríkjanna nú um helgina og er þessi sterki kylfingur sem stendur í 11. sæti á stigalista liðsins en efstu tíu kylfingarnir komast sjálfkrafa inn. Það sama má þó ekki segja um Tiger Woods sem lék illa á fyrsta hring og kom inn á 74 höggum eða þremur yfir pari. Hann fékk aðeins einn fugl á hringnum og situr jafn í 109. sæti en hann þarf að taka sig á í dag ef hann ætlar að ná niðurskurðinum. Ríkjandi meistari, Jason Dufner, mun ekki verja titil sinn um helgina en hann þurfti að hætta keppni á fyrsta hring vegna meiðsla á hálsi. Þá vakti frammistaða Colin Montgomerie athygli en Skotinn litríki er að leika í sínu fyrsta risamóti í fjögur ár. Hann kom inn á 70 höggum eða einu höggi undir pari en hann hefur að undanförnu gert það gott á bandarísku öldungamótaröðinni. Annar hringur fer fram í dag og verður hann að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 17:00. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Englendingurinn Lee Westwood leiðir á PGA-meistaramótinu eftir fyrsta hring ásamt Bandaríkjamönnunum Ryan Palmer og Kevin Chappel. Þeir léku Valhalla völlinn á 65 höggum eða sex undir pari en aðstæður til þess að skora vel í gær voru góðar. Í öðru sæti á fimm höggum undir pari koma Francesco Molinari, Chris Wood, Jim Furyk, Henrik Stenson og sjálfur Rory McIlroy sem virkar óstöðvandi þessa dagana.Phil Mickelson hóf mótið vel og lék fyrsta hring á 69 höggum eða tveimur undir pari. Hann freistar þess að spila sig inn í Ryderlið Bandaríkjanna nú um helgina og er þessi sterki kylfingur sem stendur í 11. sæti á stigalista liðsins en efstu tíu kylfingarnir komast sjálfkrafa inn. Það sama má þó ekki segja um Tiger Woods sem lék illa á fyrsta hring og kom inn á 74 höggum eða þremur yfir pari. Hann fékk aðeins einn fugl á hringnum og situr jafn í 109. sæti en hann þarf að taka sig á í dag ef hann ætlar að ná niðurskurðinum. Ríkjandi meistari, Jason Dufner, mun ekki verja titil sinn um helgina en hann þurfti að hætta keppni á fyrsta hring vegna meiðsla á hálsi. Þá vakti frammistaða Colin Montgomerie athygli en Skotinn litríki er að leika í sínu fyrsta risamóti í fjögur ár. Hann kom inn á 70 höggum eða einu höggi undir pari en hann hefur að undanförnu gert það gott á bandarísku öldungamótaröðinni. Annar hringur fer fram í dag og verður hann að sjálfsögðu í beinni á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira