Fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby Randver Kári Randversson skrifar 6. ágúst 2014 10:29 Keppendur ríða mongólskum villihestum sem eru lítið sem ekkert tamdir. Mynd/Boðskipti „Ég er spennt og ég veit að ég er að fara í mikla hættuför en ég ætla að hafa gaman og reyna hvað ég get að klára keppnina,“ segir Aníta Margrét Aradóttir sem hóf í nótt að íslenskum tíma keppni í Mongol Derby sem er lengsta og erfiðasta kappreið í heimi. Kappreiðin er 1.000 km löng og jafnframt talin sú hættulegasta sem til er. „Ég veit að það getur allt gerst í keppninni og ég gæti þessvegna dottið úr keppninni á fyrsta keppnisdeginum,“ segir Aníta í fréttatilkynningu. Keppendur ríða mongólskum villihestum sem eru lítið sem ekkert tamdir en skipt verður um hest á 40 km fresti svo að hestarnir þreytist ekki. Aníta er fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby reiðinni en hún mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. Í gær og fyrradag fór Aníta ásamt öðrum keppendum út á slétturnar þar sem allir fengu kennslu í að leggja á hestana. „Við riðum síðan í hópum nokkurra kílómetra leið og þá aðallega til að læra á GPS tækið sem verður mjög mikilvægt í keppninni því oft verðum við ein á ferð,“ segir Aníta og bætir við að mikið sé komið inn á velferð hestanna. „Það eru dýralæknar sem fylgjast með hestunum í hverri stöð og þar er meðal annars mældur púls þeirra og hef hann fer yfir ákveðin slög þá fáum við refsistig. Við höfum líka fengið leiðbeiningar um það hvernig við eigum að vera innan um hestana og nálgast þá.“ Aníta hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri og segir á facebook síðu sinni að öll reynslan þaðan muni nýtast sér best í keppninni. Hún hafi í raun verið að undirbúa sig undir keppnina frá því hún byrjaði í hestamennsku. „Þetta er mjög krefjandi kappreið og ég er orðin mjög spennt að leggja í hann. Ég er ekkert smeyk þrátt fyrir að þetta sé löng og erfið leið. Það er mikilvægt að láta drauma sína rætast og það á aldrei að hlusta á þá sem segja að ekki sé hægt að gera hlutina. Það er mikilvægt að komast út úr þægindarammanum,“ sagði Aníta áður en hún hóf keppnina. Hægt er að heita á Anítu með fjárframlögum með því að leggja inn á reikning 515- 04 - 253774 til að styrkja Barnaspítalasjóð Hringsins og 515- 04 - 253778 til að styrkja Cool Earth. Sama kennitala er á báðum reikningunum en hún er : 200282-3619 Hestar Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Ég er spennt og ég veit að ég er að fara í mikla hættuför en ég ætla að hafa gaman og reyna hvað ég get að klára keppnina,“ segir Aníta Margrét Aradóttir sem hóf í nótt að íslenskum tíma keppni í Mongol Derby sem er lengsta og erfiðasta kappreið í heimi. Kappreiðin er 1.000 km löng og jafnframt talin sú hættulegasta sem til er. „Ég veit að það getur allt gerst í keppninni og ég gæti þessvegna dottið úr keppninni á fyrsta keppnisdeginum,“ segir Aníta í fréttatilkynningu. Keppendur ríða mongólskum villihestum sem eru lítið sem ekkert tamdir en skipt verður um hest á 40 km fresti svo að hestarnir þreytist ekki. Aníta er fyrsti Íslendingurinn sem tekur þátt í Mongol Derby reiðinni en hún mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon. Í gær og fyrradag fór Aníta ásamt öðrum keppendum út á slétturnar þar sem allir fengu kennslu í að leggja á hestana. „Við riðum síðan í hópum nokkurra kílómetra leið og þá aðallega til að læra á GPS tækið sem verður mjög mikilvægt í keppninni því oft verðum við ein á ferð,“ segir Aníta og bætir við að mikið sé komið inn á velferð hestanna. „Það eru dýralæknar sem fylgjast með hestunum í hverri stöð og þar er meðal annars mældur púls þeirra og hef hann fer yfir ákveðin slög þá fáum við refsistig. Við höfum líka fengið leiðbeiningar um það hvernig við eigum að vera innan um hestana og nálgast þá.“ Aníta hefur stundað hestamennsku frá barnsaldri og segir á facebook síðu sinni að öll reynslan þaðan muni nýtast sér best í keppninni. Hún hafi í raun verið að undirbúa sig undir keppnina frá því hún byrjaði í hestamennsku. „Þetta er mjög krefjandi kappreið og ég er orðin mjög spennt að leggja í hann. Ég er ekkert smeyk þrátt fyrir að þetta sé löng og erfið leið. Það er mikilvægt að láta drauma sína rætast og það á aldrei að hlusta á þá sem segja að ekki sé hægt að gera hlutina. Það er mikilvægt að komast út úr þægindarammanum,“ sagði Aníta áður en hún hóf keppnina. Hægt er að heita á Anítu með fjárframlögum með því að leggja inn á reikning 515- 04 - 253774 til að styrkja Barnaspítalasjóð Hringsins og 515- 04 - 253778 til að styrkja Cool Earth. Sama kennitala er á báðum reikningunum en hún er : 200282-3619
Hestar Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira