Ófaglegt og geðþóttamiðað ráðningarferli ekki lausnin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2014 14:30 Geir Haarde og Árni Þór Sigurðsson. Vísir/Anton Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Capacent, segir ljóst að til lengri tíma litið þurfi að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands til starfa á alþjóðavettvangi.Í skoðunargrein í Fréttablaðinu í dag segir hún fullyrðingu Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, þess efnis að „erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar“ ekki standast skoðun. Tilkynnt var í síðustu viku að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefði skipað þá Árna Þór Sigurðsson og Geir Haarde sendiherra frá og með næstu áramótum. Ekki hefur fengist staðfest hvar þeim sé ætlað að taka við starfi þótt hugmyndir séu um líklega áfangastaði. Um fyrstu pólitísku skipanir í embætti er að ræða frá árinu 2008. Þeir níu sendiherrar sem skipaðir voru í ráðherratíð Össurar komu úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Stöðurnar voru aldrei auglýstar. Ásta bendir á að sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins teljist til embættismanna samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þeim lögum skal auglýsa öll embætti í Lögbirtingablaði.Ásta Bjarnadóttir„Með breytingu á lögum um utanríkisþjónustu Íslands árið 1997 var sett inn heimild til að víkja frá auglýsingaskylduákvæðinu þegar ráða skyldi ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis og sendiherra. Þessi heimild kom inn samkvæmt tillögu efnahags- og viðskiptanefndar og rökin voru einungis þau að öll störf í utanríkisþjónustunni hefðu verið undanþegin auglýsingaskyldu í starfsmannalögum ríkisins frá árinu 1954,“ segir í pistli Ástu. Ásta bendir á að fyrsta skrefið í faglegu ráðningarferli sé að gera vandaða starfsgreiningu. Setur Ásta fram drög að slíkri greiningu. Hún segir alls ekki svo að skilja að hún treysti ekki nýráðnum ráðherrum fyrir starfinu, öðru nær. „Það er hins vegar ljóst að til lengri tíma þurfum við að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands á alþjóðavettvangi, enda hefur reynslan af faglegu mati við ráðningar að mestu verið góð þau 100 ár eða svo sem sú aðferðafræði hefur verið að þróast.“ Hún segir því fara fjarri „að lausnin sé að nota ófaglegt og jafnvel geðþóttamiðað ráðningarferli.“ Tengdar fréttir Telur óþarfi að auglýsa sendiherrastöður Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. 31. júlí 2014 16:52 Starfsgreining sendiherra Sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins teljast til embættismanna samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þeim lögum skal auglýsa öll embætti í Lögbirtingablaði 5. ágúst 2014 07:00 Árni Páll segir að Samfylkingin muni ekki tilnefna sendiherra Formaður Samfylkingarinnar hafnar frétt Morgunblaðsins. 1. ágúst 2014 09:39 „Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27 Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00 Ráðherra segir Kristínu snúa úr út orðum hans Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki hafa orðið var við frumkvæði af hálfu Jafnréttisstofu í þá átt að bæta hlutfall kvenna í utanríkisþjónustunni. 1. ágúst 2014 19:47 Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi hjá Capacent, segir ljóst að til lengri tíma litið þurfi að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands til starfa á alþjóðavettvangi.Í skoðunargrein í Fréttablaðinu í dag segir hún fullyrðingu Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, þess efnis að „erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar“ ekki standast skoðun. Tilkynnt var í síðustu viku að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefði skipað þá Árna Þór Sigurðsson og Geir Haarde sendiherra frá og með næstu áramótum. Ekki hefur fengist staðfest hvar þeim sé ætlað að taka við starfi þótt hugmyndir séu um líklega áfangastaði. Um fyrstu pólitísku skipanir í embætti er að ræða frá árinu 2008. Þeir níu sendiherrar sem skipaðir voru í ráðherratíð Össurar komu úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Stöðurnar voru aldrei auglýstar. Ásta bendir á að sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins teljist til embættismanna samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þeim lögum skal auglýsa öll embætti í Lögbirtingablaði.Ásta Bjarnadóttir„Með breytingu á lögum um utanríkisþjónustu Íslands árið 1997 var sett inn heimild til að víkja frá auglýsingaskylduákvæðinu þegar ráða skyldi ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis og sendiherra. Þessi heimild kom inn samkvæmt tillögu efnahags- og viðskiptanefndar og rökin voru einungis þau að öll störf í utanríkisþjónustunni hefðu verið undanþegin auglýsingaskyldu í starfsmannalögum ríkisins frá árinu 1954,“ segir í pistli Ástu. Ásta bendir á að fyrsta skrefið í faglegu ráðningarferli sé að gera vandaða starfsgreiningu. Setur Ásta fram drög að slíkri greiningu. Hún segir alls ekki svo að skilja að hún treysti ekki nýráðnum ráðherrum fyrir starfinu, öðru nær. „Það er hins vegar ljóst að til lengri tíma þurfum við að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands á alþjóðavettvangi, enda hefur reynslan af faglegu mati við ráðningar að mestu verið góð þau 100 ár eða svo sem sú aðferðafræði hefur verið að þróast.“ Hún segir því fara fjarri „að lausnin sé að nota ófaglegt og jafnvel geðþóttamiðað ráðningarferli.“
Tengdar fréttir Telur óþarfi að auglýsa sendiherrastöður Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. 31. júlí 2014 16:52 Starfsgreining sendiherra Sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins teljast til embættismanna samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þeim lögum skal auglýsa öll embætti í Lögbirtingablaði 5. ágúst 2014 07:00 Árni Páll segir að Samfylkingin muni ekki tilnefna sendiherra Formaður Samfylkingarinnar hafnar frétt Morgunblaðsins. 1. ágúst 2014 09:39 „Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27 Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00 Ráðherra segir Kristínu snúa úr út orðum hans Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki hafa orðið var við frumkvæði af hálfu Jafnréttisstofu í þá átt að bæta hlutfall kvenna í utanríkisþjónustunni. 1. ágúst 2014 19:47 Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Telur óþarfi að auglýsa sendiherrastöður Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. 31. júlí 2014 16:52
Starfsgreining sendiherra Sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins teljast til embættismanna samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þeim lögum skal auglýsa öll embætti í Lögbirtingablaði 5. ágúst 2014 07:00
Árni Páll segir að Samfylkingin muni ekki tilnefna sendiherra Formaður Samfylkingarinnar hafnar frétt Morgunblaðsins. 1. ágúst 2014 09:39
„Það er bara verið að verðlauna karlana“ Framkvæmdastjóri Jafnréttistofu gefur lítið fyrir ummæli utanríkisráðherra um að sendiherrastörf henti ekki konum sökum vinnutíma og flutningsskyldu. 1. ágúst 2014 14:27
Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00
Ráðherra segir Kristínu snúa úr út orðum hans Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki hafa orðið var við frumkvæði af hálfu Jafnréttisstofu í þá átt að bæta hlutfall kvenna í utanríkisþjónustunni. 1. ágúst 2014 19:47
Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08