Tiger ekki með í Ryder-bikarnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. ágúst 2014 10:30 Tiger Woods meiddist við þetta högg á annari braut á Firestone CC-vellinum. vísir/getty Tom Watson, fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna, þarf ekki lengur að hugsa um að velja Tiger Woods í liðið þrátt fyrir arfadapra frammistöðu hans á árinu. Tiger gaf það út í dag að hann gefur ekki kost á sér í Ryder-bikarinn vegna meiðsla, en hann meiddist enn á ný á WCG Bridgestone-mótinu fyrir tveimur vikum. „Þó ég þakki Tom Watson svo sannarlega fyrir að íhuga að velja mig, þá kemur ekki til greina að ég geti verið með,“ segir Tiger. „Læknarnir segja að bakvöðvarnir verða að fá tíma til jafna sig og þeir ráðlögðu mér að hvorki æfa né spila. Ég er mjög svekktur með að geta ekki verið með því bandaríska liðið og Ryder-bikarinn skipta mig miklu máli.“ Fyrstu níu í bandaríska liðið eru klárir samkvæmt stigalista bandaríska liðsins, en Tom Watson velur svo þrjá sem fyrirliði. Hann hefur verið undir mikilli pressu að velja Tiger, en er nú laus við hana. „Tiger Woods gerir bandaríska liðinu mikinn greiða með þessu. Fyrirliðinn Tom Watson þarf nú ekki að taka þessa erfiðu ákvörðun sem hefði getað orðið slæm fyrir Bandaríkin,“ sagði IainCarter golfsérfræðingur BBC eftir tilkynningu Tigers. Tiger Woods hefur sjö sinnum verið með í Ryder-bikarnum, en aðeins verið í sigurliði einu sinni. Hann hefur ekki unnið eitt mót á árinu og komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu um síðustu helgi, en það var aðeins í fjórða skiptið á ferlinum sem hann komst ekki í gegnum niðurskurð á risamóti. Golf Tengdar fréttir Watson gælir enn við að velja Tiger Woods í Ryder-liðið Þrátt fyrir að hafa misst af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu með fimm höggum segir Tom Watson að enn sé von fyrir Tiger Woods að komast í Ryder-lið Bandaríkjanna. 13. ágúst 2014 23:45 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tom Watson, fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna, þarf ekki lengur að hugsa um að velja Tiger Woods í liðið þrátt fyrir arfadapra frammistöðu hans á árinu. Tiger gaf það út í dag að hann gefur ekki kost á sér í Ryder-bikarinn vegna meiðsla, en hann meiddist enn á ný á WCG Bridgestone-mótinu fyrir tveimur vikum. „Þó ég þakki Tom Watson svo sannarlega fyrir að íhuga að velja mig, þá kemur ekki til greina að ég geti verið með,“ segir Tiger. „Læknarnir segja að bakvöðvarnir verða að fá tíma til jafna sig og þeir ráðlögðu mér að hvorki æfa né spila. Ég er mjög svekktur með að geta ekki verið með því bandaríska liðið og Ryder-bikarinn skipta mig miklu máli.“ Fyrstu níu í bandaríska liðið eru klárir samkvæmt stigalista bandaríska liðsins, en Tom Watson velur svo þrjá sem fyrirliði. Hann hefur verið undir mikilli pressu að velja Tiger, en er nú laus við hana. „Tiger Woods gerir bandaríska liðinu mikinn greiða með þessu. Fyrirliðinn Tom Watson þarf nú ekki að taka þessa erfiðu ákvörðun sem hefði getað orðið slæm fyrir Bandaríkin,“ sagði IainCarter golfsérfræðingur BBC eftir tilkynningu Tigers. Tiger Woods hefur sjö sinnum verið með í Ryder-bikarnum, en aðeins verið í sigurliði einu sinni. Hann hefur ekki unnið eitt mót á árinu og komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu um síðustu helgi, en það var aðeins í fjórða skiptið á ferlinum sem hann komst ekki í gegnum niðurskurð á risamóti.
Golf Tengdar fréttir Watson gælir enn við að velja Tiger Woods í Ryder-liðið Þrátt fyrir að hafa misst af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu með fimm höggum segir Tom Watson að enn sé von fyrir Tiger Woods að komast í Ryder-lið Bandaríkjanna. 13. ágúst 2014 23:45 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Watson gælir enn við að velja Tiger Woods í Ryder-liðið Þrátt fyrir að hafa misst af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu með fimm höggum segir Tom Watson að enn sé von fyrir Tiger Woods að komast í Ryder-lið Bandaríkjanna. 13. ágúst 2014 23:45