Top Gear myndar Citroën á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2014 10:27 Ófáir bílaframleiðendur og bílatímarit hafa notað íslenska náttúru sem bakgrunn er teknar eru upp auglýsingar eða kynningarmyndbönd fyrir nýja bíla þeirra. Einn þeirra hefur greinilega nýlega verið á Íslandi, en þar fer Top Gear iPad Magazine með nýjan bíl frá Citroën, þ.e. Citroën Cactus. Úr varð ríflega 4 mínútnar langt og hugljúft myndskeið þar sem ekið er um í Mývatnssveit og víðar á Norðurlandi. Top Gear menn hrífast greinilega mikið af íslenskum hverasvæðum því þau leika stóran þátt í bakgrunni myndskeiðsins. Í upphafi sést hvar bílinn ekur frá borði úr Norrænu á Seyðisfirði. Ökumaður bílsins er ekki einn af þríeykinu sem framleiða Top Gear sjónvarpsþættina vinsælu, en hann er engu að síður öfundsverður af vinnu sinni. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent
Ófáir bílaframleiðendur og bílatímarit hafa notað íslenska náttúru sem bakgrunn er teknar eru upp auglýsingar eða kynningarmyndbönd fyrir nýja bíla þeirra. Einn þeirra hefur greinilega nýlega verið á Íslandi, en þar fer Top Gear iPad Magazine með nýjan bíl frá Citroën, þ.e. Citroën Cactus. Úr varð ríflega 4 mínútnar langt og hugljúft myndskeið þar sem ekið er um í Mývatnssveit og víðar á Norðurlandi. Top Gear menn hrífast greinilega mikið af íslenskum hverasvæðum því þau leika stóran þátt í bakgrunni myndskeiðsins. Í upphafi sést hvar bílinn ekur frá borði úr Norrænu á Seyðisfirði. Ökumaður bílsins er ekki einn af þríeykinu sem framleiða Top Gear sjónvarpsþættina vinsælu, en hann er engu að síður öfundsverður af vinnu sinni. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent