Fjórðungur treystir Hönnu Birnu minnst 29. ágúst 2014 20:00 Traust til ráðherra í ríkisstjórninni mælist ekki mikið samkvæmt nýrri könnun fréttastofu Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Hringt var í 1.056 manns en þarf af náðist í 650 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28. ágúst. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og svarhlutfall var 61,5%. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Annars vegar var spurt: "Til hvaða ráðherra í ríkisstjórninni berðu mest traust?". Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælist með mest traust eða 11%, en þar á eftir kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Athygli vekur að 21% treystir engum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, og 37% eru óákveðin. „Ég man ekki eftir að hafa séð lakari traustyfirlýsingu til ráðherra heldur en hér kemur fram. Þetta er viðvörunarljós til stjórnmálamanna að þeir geti ekki gengið að stuðningi almennings vísum og þeir halda á brothættu eggi sem þeim ber að halda upp á,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Hins vegar var spurt: "Til hvaða ráðherra í ríkisstjórninni berðu minnst traust?". Þar kemur fram að fjórðungur aðspurðra bera minnst traust til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, en þar á eftir kemur forsætisráðherra með 15% og fjármálaráðherra með 8%. 35% aðspurðra eru óákveðin. Er þetta áhyggjuefni fyrir Hönnu Birnu? „Ég myndi segja að þetta væri mikið áhyggjuefni fyrir hana, en ekki bara fyrir hana heldur líka fyrir stjórnarflokkana því að þeir verða auðvitað að passa upp á að þeir hafi traust kjósenda, því vantraust í einum málaflokki yfirfærist yfir á aðra málaflokka. Það kann að skapast andrými í þjóðfélaginu sem að verður ríkisstjórninni erfitt ef að hún passar ekki upp á að halda þessum trúnaðartengslum við kjósendur,“ segir Stefanía. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Traust til ráðherra í ríkisstjórninni mælist ekki mikið samkvæmt nýrri könnun fréttastofu Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Hringt var í 1.056 manns en þarf af náðist í 650 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28. ágúst. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og svarhlutfall var 61,5%. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Annars vegar var spurt: "Til hvaða ráðherra í ríkisstjórninni berðu mest traust?". Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælist með mest traust eða 11%, en þar á eftir kemur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Athygli vekur að 21% treystir engum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, og 37% eru óákveðin. „Ég man ekki eftir að hafa séð lakari traustyfirlýsingu til ráðherra heldur en hér kemur fram. Þetta er viðvörunarljós til stjórnmálamanna að þeir geti ekki gengið að stuðningi almennings vísum og þeir halda á brothættu eggi sem þeim ber að halda upp á,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Hins vegar var spurt: "Til hvaða ráðherra í ríkisstjórninni berðu minnst traust?". Þar kemur fram að fjórðungur aðspurðra bera minnst traust til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, en þar á eftir kemur forsætisráðherra með 15% og fjármálaráðherra með 8%. 35% aðspurðra eru óákveðin. Er þetta áhyggjuefni fyrir Hönnu Birnu? „Ég myndi segja að þetta væri mikið áhyggjuefni fyrir hana, en ekki bara fyrir hana heldur líka fyrir stjórnarflokkana því að þeir verða auðvitað að passa upp á að þeir hafi traust kjósenda, því vantraust í einum málaflokki yfirfærist yfir á aðra málaflokka. Það kann að skapast andrými í þjóðfélaginu sem að verður ríkisstjórninni erfitt ef að hún passar ekki upp á að halda þessum trúnaðartengslum við kjósendur,“ segir Stefanía.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira