Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 06:02 Leikskólabörn mættu ásamt foreldrum sínum í Ráðhúsið í Reykjavík í fyrra þegar leikskólum var lokað vegna verkfalls. Samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs er ástandið hvað verst í Reykjavík hvað lítur að lokun leikskóla vegna manneklu í samanburði við önnur stór sveitarfélög. Vísir/Anton Brink Hvergi eru lokunardagar í leikskólum eins margir og í Reykjavík samanborið við önnur fjölmenn sveitarfélög landsins samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs Íslands. Þannig voru lokunardagar leikskóla á haustönn 2024 tífalt fleiri á hvert barn í Reykjavík samanborið við næstu fimm fjölmennustu sveitarfélög landsins samkvæmt úttektinni. „Á haustönn 2024 voru 1,3 lokunardagar á hvert barn í borgarreknum leikskólum en 0,13 dagar að meðaltali í leikskólum annarra sveitarfélaga,” segir meðal annars í inngangsorðum tilkynningar Viðskiptaráðs um niðurstöður úttektarinnar sem ráðið birtir í morgun. Engin lokun í Kópavogi Ráðið hafi sent fyrirspurn um fjölda lokunardaga vegna manneklu og skipulagðra lokunardaga til sex stærstu sveitarfélaga landsins, það er Reykjavíkurborgar, Garðabæjar, Reykjanesbæjar, Hafnarfjarðar, Akureyrar og Kópavogs. Niðurstöður úttektarinnar byggja á svörum sveitarfélaganna auk upplýsinga sem fyrir liggja á heimasíðum þeirra og könnunum um ánægju íbúa með þjónustu þeirra. Þá er tekið fram að úttektin nái aðeins til leikskóla sem reknir eru af sveitarfélögum en sjálfstætt starfandi leikskólar eru undanskildir. Viðskiptaráð „Lokunardagar vegna manneklu voru 1,3 á hvert barn á borgarreknum leikskólum haustið 2024 en slíkir dagar voru að jafnaði 0,13 á barn í hinum sveitarfélögunum. Í leikskólum Garðabæjar voru lokunardagar vegna manneklu næst flestir, eða 0,36 á hvert barn, en það eru tæplega fjórfalt færri dagar á barn en hjá Reykjavíkurborg,“ segir meðal annars í tilkynningu ráðsins en myndin hér að ofan sýnir betur fjölda lokunardaga á hvert leikskólabarn vegna manneklu eftir sveitarfélögum. Engir lokunardagar voru í leikskólum Kópavogs á tímabilinu og næst fæstir voru lokunardagar á Akureyri. „Lokunardagar vegna manneklu reiknast sem fjöldi barna sem þurfa að vera heima í hvert skipti sem deild lokar. Ef 10 barna deild lokar í 2 daga telst það til dæmis sem 20 lokunardagar. Lokunardagar eru reiknaðir í heilsdagsígildi en ef lokun er hluta úr degi telst það sem hálfur lokunardagur og telst þá aðeins sá fjöldi barna sem er heima að hverju sinni þegar deild lokar,“ segir um aðferðarfræðina við útreikning fjölda lokunardaga á hvert barn. Einn af hverjum fjórum leikskólum með lokunardaga Þá var hlutfallslega mest um lokanir vegna manneklu í Reykjavík á umræddu tímabili þar sem deild var lokað í þremur af hverjum fimm leikskólum. Aftur voru engar lokanir í Kópavogi en myndin hér að neðan sýnir betur hvernig hlutfallið var eftir sveitarfélögum á tímabilinu hvað þetta varðar. Viðskiptaráð Um fjörutíu börn heima í næstum mánuð Tæplega fjögur hundruð börn sem eru á leikskóla í Reykjavík voru heima í tvær leikskólavikur eða meira sökum manneklu í fyrrahaust. Samkvæmt svörum borgarinnar við fyrirspurn Viðskiptaráðs þurftu ríflega 40% barna á leikskólum borgarinnar að fara heim einhvern tímann á tímabilinu, ýmist hluta úr degi eða í heilan dag. Þá þurfti fjórða hvert barn að vera heima oftar en einu sinni á tímabilinu og 39 börn voru heima í átján leikskóladaga á tímabilinu, eða tæpar fjórar vikur. Viðskiptaráð „Heildarfjöldi lokunardaga nam 10.769 hjá leikskólum Reykjavíkurborgar haustið 2024. Það þýðir að ófyrirséðar lokanir hafa raskað rúmlega 10.000 dögum fjölskyldna í Reykjavík með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á atvinnu- og fjölskyldulíf. Ef tíðni lokana er sambærileg á vorönn má gera ráð fyrir tvöföldum þeim dagafjölda yfir veturinn í heild,“ segir í tilkynningunni. Ánægja með þjónustu Reykjavíkurborgar liggi ekki fyrir Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup mælist ánægjan mest í Garðabæ af sveitarfélögunum sex árið 2024. Þá næst koma Hafnarfjörður og Akureyri og síðan Kópavogur þar sem ánægjan mælist á pari við landsmeðaltal. Ánægjan í Reykjanesbæ mælist undir meðaltali en tekið er fram í tilkynningu Viðskiptaráðs að niðurstöður um ánægju íbúa í Reykjavík með leikskólaþjónustu liggi ekki fyrir þar sem borgin hafi árið 2016 ákveðið að hætta þátttöku í þjónustukönnunum Gallup. Sökum þessa liggi ekki fyrir samanburðarhæfar niðurstöður um þetta efni. Þess má þó geta að Reykjavíkurborg lætur framkvæma eigin könnun meðal foreldra, en þannig sögðust ríflega 90% foreldra vera mjög eða frekar ánægðir með leikskólaþjónustu borgarinnar í síðustu könnun sem gerð var í vor. Flestir skipulagðir lokunardagar í Reykjanesbæ Loks var skoðaður fjöldi skipulagðra lokunardaga á leikskólum sveitarfélaganna en þar kemur í ljós að að jafnaði eru slíkir dagar 26 talsins, það er sumarleyfisdagar ásamt skipulagsdögum. Fjöldi þessara daga reyndist svipaður í flestum sveitarfélögum, en flestir eru þeir 29 í Reykjanesbæ og fæstir 25 í Garðabæ. Viðskiptaráð Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um könnun meðal foreldra leikskólabarna sem Reykjavíkurborg lætur sjálf framkvæma. Reykjavík Reykjanesbær Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Akureyri Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
„Á haustönn 2024 voru 1,3 lokunardagar á hvert barn í borgarreknum leikskólum en 0,13 dagar að meðaltali í leikskólum annarra sveitarfélaga,” segir meðal annars í inngangsorðum tilkynningar Viðskiptaráðs um niðurstöður úttektarinnar sem ráðið birtir í morgun. Engin lokun í Kópavogi Ráðið hafi sent fyrirspurn um fjölda lokunardaga vegna manneklu og skipulagðra lokunardaga til sex stærstu sveitarfélaga landsins, það er Reykjavíkurborgar, Garðabæjar, Reykjanesbæjar, Hafnarfjarðar, Akureyrar og Kópavogs. Niðurstöður úttektarinnar byggja á svörum sveitarfélaganna auk upplýsinga sem fyrir liggja á heimasíðum þeirra og könnunum um ánægju íbúa með þjónustu þeirra. Þá er tekið fram að úttektin nái aðeins til leikskóla sem reknir eru af sveitarfélögum en sjálfstætt starfandi leikskólar eru undanskildir. Viðskiptaráð „Lokunardagar vegna manneklu voru 1,3 á hvert barn á borgarreknum leikskólum haustið 2024 en slíkir dagar voru að jafnaði 0,13 á barn í hinum sveitarfélögunum. Í leikskólum Garðabæjar voru lokunardagar vegna manneklu næst flestir, eða 0,36 á hvert barn, en það eru tæplega fjórfalt færri dagar á barn en hjá Reykjavíkurborg,“ segir meðal annars í tilkynningu ráðsins en myndin hér að ofan sýnir betur fjölda lokunardaga á hvert leikskólabarn vegna manneklu eftir sveitarfélögum. Engir lokunardagar voru í leikskólum Kópavogs á tímabilinu og næst fæstir voru lokunardagar á Akureyri. „Lokunardagar vegna manneklu reiknast sem fjöldi barna sem þurfa að vera heima í hvert skipti sem deild lokar. Ef 10 barna deild lokar í 2 daga telst það til dæmis sem 20 lokunardagar. Lokunardagar eru reiknaðir í heilsdagsígildi en ef lokun er hluta úr degi telst það sem hálfur lokunardagur og telst þá aðeins sá fjöldi barna sem er heima að hverju sinni þegar deild lokar,“ segir um aðferðarfræðina við útreikning fjölda lokunardaga á hvert barn. Einn af hverjum fjórum leikskólum með lokunardaga Þá var hlutfallslega mest um lokanir vegna manneklu í Reykjavík á umræddu tímabili þar sem deild var lokað í þremur af hverjum fimm leikskólum. Aftur voru engar lokanir í Kópavogi en myndin hér að neðan sýnir betur hvernig hlutfallið var eftir sveitarfélögum á tímabilinu hvað þetta varðar. Viðskiptaráð Um fjörutíu börn heima í næstum mánuð Tæplega fjögur hundruð börn sem eru á leikskóla í Reykjavík voru heima í tvær leikskólavikur eða meira sökum manneklu í fyrrahaust. Samkvæmt svörum borgarinnar við fyrirspurn Viðskiptaráðs þurftu ríflega 40% barna á leikskólum borgarinnar að fara heim einhvern tímann á tímabilinu, ýmist hluta úr degi eða í heilan dag. Þá þurfti fjórða hvert barn að vera heima oftar en einu sinni á tímabilinu og 39 börn voru heima í átján leikskóladaga á tímabilinu, eða tæpar fjórar vikur. Viðskiptaráð „Heildarfjöldi lokunardaga nam 10.769 hjá leikskólum Reykjavíkurborgar haustið 2024. Það þýðir að ófyrirséðar lokanir hafa raskað rúmlega 10.000 dögum fjölskyldna í Reykjavík með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á atvinnu- og fjölskyldulíf. Ef tíðni lokana er sambærileg á vorönn má gera ráð fyrir tvöföldum þeim dagafjölda yfir veturinn í heild,“ segir í tilkynningunni. Ánægja með þjónustu Reykjavíkurborgar liggi ekki fyrir Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup mælist ánægjan mest í Garðabæ af sveitarfélögunum sex árið 2024. Þá næst koma Hafnarfjörður og Akureyri og síðan Kópavogur þar sem ánægjan mælist á pari við landsmeðaltal. Ánægjan í Reykjanesbæ mælist undir meðaltali en tekið er fram í tilkynningu Viðskiptaráðs að niðurstöður um ánægju íbúa í Reykjavík með leikskólaþjónustu liggi ekki fyrir þar sem borgin hafi árið 2016 ákveðið að hætta þátttöku í þjónustukönnunum Gallup. Sökum þessa liggi ekki fyrir samanburðarhæfar niðurstöður um þetta efni. Þess má þó geta að Reykjavíkurborg lætur framkvæma eigin könnun meðal foreldra, en þannig sögðust ríflega 90% foreldra vera mjög eða frekar ánægðir með leikskólaþjónustu borgarinnar í síðustu könnun sem gerð var í vor. Flestir skipulagðir lokunardagar í Reykjanesbæ Loks var skoðaður fjöldi skipulagðra lokunardaga á leikskólum sveitarfélaganna en þar kemur í ljós að að jafnaði eru slíkir dagar 26 talsins, það er sumarleyfisdagar ásamt skipulagsdögum. Fjöldi þessara daga reyndist svipaður í flestum sveitarfélögum, en flestir eru þeir 29 í Reykjanesbæ og fæstir 25 í Garðabæ. Viðskiptaráð Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um könnun meðal foreldra leikskólabarna sem Reykjavíkurborg lætur sjálf framkvæma.
Reykjavík Reykjanesbær Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Akureyri Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent