Tvö eldfjöll á Íslandi nú talin ógna fluginu Kristján Már Unnarsson skrifar 28. ágúst 2014 16:45 Séð yfir Öskju til suðurs. Kverkfjöll og Dyngjujökull með kvíslar Jökulsár á Fjöllum sjást fjær. Fréttablaðið/GVA Alþjóðaflugið hefur nú fengið viðvörun um að tvær íslenskar eldstöðvar sýni merki um óróa eða séu að búa sig undir eldgos. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag var Askja í morgun sett á gulan lit hjá Veðurstofu Íslands, samkvæmt eldgosaviðvörunarkerfi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Bárðarbunga er áfram á appelsínugulum lit, næstefsta viðvörunarstigi. Bárðarbunga var hins vegar um tíma á rauðum lit um síðustu helgi, þegar Veðurstofan og Almannavarnir gáfu út tilkynningu um að eldgos væri hafið. Flugbannsvæði var sett á sem náði yfir Vatnajökul og stóran hluta suðausturlands ásamt hafsvæði suðaustur af landinu.Flugbannsvæðið um síðustu helgi þegar Bárðarbunga var á rauðum lit.Það var strax í upphafi hrinunnar, þann 16. ágúst, sem Bárðarbunga var sett á gulan lit, sem táknar óróastig. Þann 18. ágúst var viðvörun vegna Bárðarbungu færð yfir á appelsínugulan lit, sem táknar auknar líkur á eldgosi. Rauði liturinn er svo loks settur á þegar eldgos er talið yfirvofandi eða hafið. Viðvörunarskala alþjóðaflugsins með litakóðum má sjá hér á heimasíðu Veðurstofunnar. Þar sést að Askja er á gulu og Bárðarbunga á appelsínugulu. Bárðarbunga Tengdar fréttir Alþjóðleg flugfélög sneiða framhjá flugbannsvæðinu Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að þar sé vel fylgst vel með gangi máli. „Við erum með sérstaka eldgosavakt í gangi. Við höfum samráð við fræðimenn og aðila sem fræða okkur um stöðu mála. 23. ágúst 2014 17:07 Vélar sneru af leið vegna hættusvæðis Nokkrar flugvélar gerðu breytingar á flugleið sinni eftir að svæði suðaustur af Íslandi var skilgreint hættusvæði á laugardag. 25. ágúst 2014 12:00 Íslenskir unglingar strandaglópar vegna hugsanlegs eldgoss Flugfélagið Air Berlin hefur fellt niður flug til Íslands vegna ólgunnar í Bárðarbungu. "Við erum búin að vera föst hérna síðan í gær, án farangurs,“ segir fararstjóri hópsins. 24. ágúst 2014 11:51 Litakóði fyrir flug yfir Öskju hækkaður í gult Litakóði fyrir flug yfir Öskju er nú gulur. Ekki hefur orðið vart við breytingar frá því að sprungur sáust í jöklinum í suðaustanverðri Bárðarbungu í gærkvöldi. 28. ágúst 2014 12:59 Aðvörunarstig fyrir flug lækkað Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að lækka aðvörunarstig fyrir flug í appelsínugulan úr rauðu. Athuganir hafa leitt í ljós að ekki var gos undir Dyngjujökli í gær. Sá mikli lágtíðniórói sem Veðurstofan mælid í gær á sér því aðrar skýringar. 24. ágúst 2014 12:15 Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Alþjóðaflugið hefur nú fengið viðvörun um að tvær íslenskar eldstöðvar sýni merki um óróa eða séu að búa sig undir eldgos. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag var Askja í morgun sett á gulan lit hjá Veðurstofu Íslands, samkvæmt eldgosaviðvörunarkerfi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Bárðarbunga er áfram á appelsínugulum lit, næstefsta viðvörunarstigi. Bárðarbunga var hins vegar um tíma á rauðum lit um síðustu helgi, þegar Veðurstofan og Almannavarnir gáfu út tilkynningu um að eldgos væri hafið. Flugbannsvæði var sett á sem náði yfir Vatnajökul og stóran hluta suðausturlands ásamt hafsvæði suðaustur af landinu.Flugbannsvæðið um síðustu helgi þegar Bárðarbunga var á rauðum lit.Það var strax í upphafi hrinunnar, þann 16. ágúst, sem Bárðarbunga var sett á gulan lit, sem táknar óróastig. Þann 18. ágúst var viðvörun vegna Bárðarbungu færð yfir á appelsínugulan lit, sem táknar auknar líkur á eldgosi. Rauði liturinn er svo loks settur á þegar eldgos er talið yfirvofandi eða hafið. Viðvörunarskala alþjóðaflugsins með litakóðum má sjá hér á heimasíðu Veðurstofunnar. Þar sést að Askja er á gulu og Bárðarbunga á appelsínugulu.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Alþjóðleg flugfélög sneiða framhjá flugbannsvæðinu Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að þar sé vel fylgst vel með gangi máli. „Við erum með sérstaka eldgosavakt í gangi. Við höfum samráð við fræðimenn og aðila sem fræða okkur um stöðu mála. 23. ágúst 2014 17:07 Vélar sneru af leið vegna hættusvæðis Nokkrar flugvélar gerðu breytingar á flugleið sinni eftir að svæði suðaustur af Íslandi var skilgreint hættusvæði á laugardag. 25. ágúst 2014 12:00 Íslenskir unglingar strandaglópar vegna hugsanlegs eldgoss Flugfélagið Air Berlin hefur fellt niður flug til Íslands vegna ólgunnar í Bárðarbungu. "Við erum búin að vera föst hérna síðan í gær, án farangurs,“ segir fararstjóri hópsins. 24. ágúst 2014 11:51 Litakóði fyrir flug yfir Öskju hækkaður í gult Litakóði fyrir flug yfir Öskju er nú gulur. Ekki hefur orðið vart við breytingar frá því að sprungur sáust í jöklinum í suðaustanverðri Bárðarbungu í gærkvöldi. 28. ágúst 2014 12:59 Aðvörunarstig fyrir flug lækkað Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að lækka aðvörunarstig fyrir flug í appelsínugulan úr rauðu. Athuganir hafa leitt í ljós að ekki var gos undir Dyngjujökli í gær. Sá mikli lágtíðniórói sem Veðurstofan mælid í gær á sér því aðrar skýringar. 24. ágúst 2014 12:15 Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Alþjóðleg flugfélög sneiða framhjá flugbannsvæðinu Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að þar sé vel fylgst vel með gangi máli. „Við erum með sérstaka eldgosavakt í gangi. Við höfum samráð við fræðimenn og aðila sem fræða okkur um stöðu mála. 23. ágúst 2014 17:07
Vélar sneru af leið vegna hættusvæðis Nokkrar flugvélar gerðu breytingar á flugleið sinni eftir að svæði suðaustur af Íslandi var skilgreint hættusvæði á laugardag. 25. ágúst 2014 12:00
Íslenskir unglingar strandaglópar vegna hugsanlegs eldgoss Flugfélagið Air Berlin hefur fellt niður flug til Íslands vegna ólgunnar í Bárðarbungu. "Við erum búin að vera föst hérna síðan í gær, án farangurs,“ segir fararstjóri hópsins. 24. ágúst 2014 11:51
Litakóði fyrir flug yfir Öskju hækkaður í gult Litakóði fyrir flug yfir Öskju er nú gulur. Ekki hefur orðið vart við breytingar frá því að sprungur sáust í jöklinum í suðaustanverðri Bárðarbungu í gærkvöldi. 28. ágúst 2014 12:59
Aðvörunarstig fyrir flug lækkað Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að lækka aðvörunarstig fyrir flug í appelsínugulan úr rauðu. Athuganir hafa leitt í ljós að ekki var gos undir Dyngjujökli í gær. Sá mikli lágtíðniórói sem Veðurstofan mælid í gær á sér því aðrar skýringar. 24. ágúst 2014 12:15
Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30