Tuttuguföld gliðnun lands við Vatnajökul Svavar Hávarðsson skrifar 28. ágúst 2014 10:00 Nú er talið að berggangurinn sé á minna dýpi en talið hefur verið - jörð hefur sigið yfir ganginum í Holuhrauni og sigkatlar sjást í sporði Dyngjujökuls. Fréttablaðið/GVA Mælingar á umbrotasvæðinu í norðanverðum Vatnajökli sýna færslu á yfirborði sem nemur um 40 sentímetrum. Það er rúmlega tuttuguföld gliðnun á Íslandi að meðaltali á ári. Gliðnunin hefur tvöfaldast á aðeins fimm dögum. Landmælingar (GPS) sýna að færsla lands á milli mælistöðva sem staðsettar eru á Dyngjuhálsi annars vegar, og lóninu Gengissigi í Kverkfjöllum, hins vegar, er orðin rúmlega 40 sentímetrar síðan jarðhræringarnar undir Vatnajökli hófust 16. ágúst, að mati Þóru Árnadóttur, jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Þóra telur þetta vera mestu færslur sem sést hafa á Norðurgosbeltinu síðan í Kröflueldum. „Færslan á yfirborði nær ganginum er ennþá meiri og við eigum von á að endurmælingar á GPS-neti á svæðinu gefi mun stærri hreyfingar,“ segir Þóra. Viðlíka atburðir hafa aðeins orðið á Havaí og í Eþíópíu, að hennar sögn. Til marks um átökin í náttúrunni segir Þóra að allar GPS-mælistöðvar á svæðinu sýni orðið hreyfingar vegna kvikuinnskotsins, og nefnir í því ljósi að fleiri mælar mættu vera á svæðinu. „Við erum farin að horfa á mun stærra svæði en í upphafi. Við sjáum færslu á mælistöð í Kiðagili, sem er rúmlega 40 kílómetra frá norðurenda berggangsins. Við sjáum gríðarmiklar hreyfingar á Dyngjuhálsi, sem er 20 kílómetra þar frá, og á Háumýrum, þar sem fjarlægðin nálgast 60 kílómetra fyrir vestsuðvestan ganginn,“ segir Þóra. Berggangurinn, sem kominn er um ellefu kílómetra norður fyrir sporð Dyngjujökuls, hefur valdið verulegum spennubreytingum á stóru svæði, m.a. til norðurs, sem gæti skýrt skjálftavirkni í Öskju í fyrrinótt. Þar mældist skjálfti sem var 4,5 stig, sá stærsti síðan 1992, að því er næst verður komist. Bárðarbunga Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Mælingar á umbrotasvæðinu í norðanverðum Vatnajökli sýna færslu á yfirborði sem nemur um 40 sentímetrum. Það er rúmlega tuttuguföld gliðnun á Íslandi að meðaltali á ári. Gliðnunin hefur tvöfaldast á aðeins fimm dögum. Landmælingar (GPS) sýna að færsla lands á milli mælistöðva sem staðsettar eru á Dyngjuhálsi annars vegar, og lóninu Gengissigi í Kverkfjöllum, hins vegar, er orðin rúmlega 40 sentímetrar síðan jarðhræringarnar undir Vatnajökli hófust 16. ágúst, að mati Þóru Árnadóttur, jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Þóra telur þetta vera mestu færslur sem sést hafa á Norðurgosbeltinu síðan í Kröflueldum. „Færslan á yfirborði nær ganginum er ennþá meiri og við eigum von á að endurmælingar á GPS-neti á svæðinu gefi mun stærri hreyfingar,“ segir Þóra. Viðlíka atburðir hafa aðeins orðið á Havaí og í Eþíópíu, að hennar sögn. Til marks um átökin í náttúrunni segir Þóra að allar GPS-mælistöðvar á svæðinu sýni orðið hreyfingar vegna kvikuinnskotsins, og nefnir í því ljósi að fleiri mælar mættu vera á svæðinu. „Við erum farin að horfa á mun stærra svæði en í upphafi. Við sjáum færslu á mælistöð í Kiðagili, sem er rúmlega 40 kílómetra frá norðurenda berggangsins. Við sjáum gríðarmiklar hreyfingar á Dyngjuhálsi, sem er 20 kílómetra þar frá, og á Háumýrum, þar sem fjarlægðin nálgast 60 kílómetra fyrir vestsuðvestan ganginn,“ segir Þóra. Berggangurinn, sem kominn er um ellefu kílómetra norður fyrir sporð Dyngjujökuls, hefur valdið verulegum spennubreytingum á stóru svæði, m.a. til norðurs, sem gæti skýrt skjálftavirkni í Öskju í fyrrinótt. Þar mældist skjálfti sem var 4,5 stig, sá stærsti síðan 1992, að því er næst verður komist.
Bárðarbunga Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira