Ólafur Loftsson endaði í 45. sæti í Svíþjóð Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. ágúst 2014 11:30 Ólafur Björn Loftsson verður í Evrópu í ár. vísir/daníel Ólafur Björn Loftsson, atvinnukylfingur úr Nesklúbbnum, hafnaði í 45. sæti sæti ásamt þremur öðrum kylfingum á Landeryd-meistaramótinu í Linköping, en það er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni. Alls tóku 156 kylfingar þátt í mótinu og komst Ólafur í gegnum niðurskurðinn. Hann spilaði fyrsta hringinn á 72 höggum eða pari vallarins, annan hringinn á einu höggi undir par og þann þriðja á tveimur höggum yfir pari. „Ég var sáttur með spilamennskuna mína í mótinu. Völlurinn hentaði mínum leik illa þar sem hann var galopinn, mjög breiðar brautir og lítill kargi. Þar að auki spilaðist völlurinn langur þar sem hann var blautur eftir dágóðan rigningarskammt,“ segir Ólafur á Facebook-síðu sinni. Hann stoppar nú sutt á Íslandi áður en hann hefur leik á Willis-meistaramótinu í Danmörku í næstu viku, en það er hluti af sömu mótaröð. Ólafur notar þessi mót til að undirbúa sig fyrir úrtökumótin á Evrópumótaröðinni, en fyrsta mótið hjá honum þar hefst 23. september. Hann ætlar að einblína á Evrópumótaröðina í ár, eins og má lesa hér. Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson, atvinnukylfingur úr Nesklúbbnum, hafnaði í 45. sæti sæti ásamt þremur öðrum kylfingum á Landeryd-meistaramótinu í Linköping, en það er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni. Alls tóku 156 kylfingar þátt í mótinu og komst Ólafur í gegnum niðurskurðinn. Hann spilaði fyrsta hringinn á 72 höggum eða pari vallarins, annan hringinn á einu höggi undir par og þann þriðja á tveimur höggum yfir pari. „Ég var sáttur með spilamennskuna mína í mótinu. Völlurinn hentaði mínum leik illa þar sem hann var galopinn, mjög breiðar brautir og lítill kargi. Þar að auki spilaðist völlurinn langur þar sem hann var blautur eftir dágóðan rigningarskammt,“ segir Ólafur á Facebook-síðu sinni. Hann stoppar nú sutt á Íslandi áður en hann hefur leik á Willis-meistaramótinu í Danmörku í næstu viku, en það er hluti af sömu mótaröð. Ólafur notar þessi mót til að undirbúa sig fyrir úrtökumótin á Evrópumótaröðinni, en fyrsta mótið hjá honum þar hefst 23. september. Hann ætlar að einblína á Evrópumótaröðina í ár, eins og má lesa hér.
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira