Spá norska veðurfræðingsins sem gerir ráð fyrir öflugu eldgosi.MYND/YR.NO
Jarðhræringarnar við Bárðarbungu hreyfa við fleirum en Íslendingum og hafa erlendir fjölmiðlar velt vöngum yfir áhrifum mögulegs goss á flugsamgöngur í heiminum, enda afleiðingar eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010 öllum enn í fersku minni.
Norska ríkisútvarpið, NRK, birti í dag á vefsíðu sinni öskuspár sem draga upp mynd af því hvernig aska úr Bárðarbungu gæti dreifst um himinhvolfið ef til eldgoss kæmi.
Veðurfræðingurinn Bjart Eriksen vann spárnar fyrir NRK og í samtali við ríkisútvarpið segir hann að það tæki öskuna um þrjá til fjóra daga að feykjast inn í norska lofthelgi. Askan myndi þá hafa mikil áhrif á allar flugsamgöngur í Skandinavíu og á Bretlandseyjum
Það fari þó allt eftir stærð gossins, hvað gosagnirnar þeytist upp í mikla hæð og vindátt. en spár veðurfræðingsins gera ráð fyrir tveimur misstórum gosum.
Öskuspá fyrir öflugt gos.MYND/YR.NOEf að stórt gos hæfist í dag í Bárðarbungu og askan næði 30.000 feta hæð gerir Eriksen ráð fyrir að askan nái að Noregsströndum síðdegis á sunnudag. Mið- og Austur-Evrópa yrði einnig illa fyrir barðinu á öskunni, sem og Bretlandseyjar og vesturhluti Rússlands.
Öskuspá fyrir veikt gos.MYND/YR.NOVeikara gos myndi hafa í för með sér að askan yrði lengur á leiðinni til Noregs og dreifing hennar þeim mun minni.
Vinna við sérstakt hættumat fyrir Bárðarbungu hófst 2012 en er enn ólokið. Eldstöðin er í flokki með Heklu, Kötlu og Grímsvötnum sem hættulegustu eldfjöllin. Um 900 skjálftar voru mældir við Bárðarbungu árið 2010 og umbrotin nú því framhald mun stærri atburðarásar.
Ábyrgðin á því að fljúga þar sem hætta getur verið á eldfjallaösku í lofti, verður færð frá flugmálayfirvöldum yfir á flugrekendurna sjálfa samkvæmt nýrri reglugerð Alþjóða flugmálastofnunarinnar, sem tekur gildi í nóvember.
Hræringarnar undir Bárðarbungu þegar haft mikil áhrif á samfélagið, meðal annars á ferðaþjónustu. Rauði krossinn er búinn undir hamfarir eins og aðrir viðbragðsaðilar.
Hraunelfan sem streymir úr iðrum Bárðarbungu er að umfangi álíka og flæði hálfrar Þjórsár og hefur þegar myndað 25 kílómetra langan berggang undir Vatnajökli.