Ryan Palmer í forystu eftir fyrsta hring í Boston 30. ágúst 2014 10:41 Ryan Palmer á hringnum í gær. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn Ryan Palmer leiðir á Deutsche Bank Championship með tveimur höggum að loknum fyrsta hring en hann lék á 63 höggum eða átta undir pari. Palmer hreinlega lék sér að TPC Boston vellinum en hann notaði aðeins 21 pútt á hringnum í gær sem verður að teljast ótrúleg tölfræði. Í öðru sæti er Keegan Bradley á sex höggum undir pari eftir hring upp á 65 högg en hann freistar þess að ganga í augun á Tom Watson, fyrirliða bandaríska Ryder-liðsins, með öflugri frammistöðu um helgina.Chesson Hadley, Jason Day og Webb Simpson deila þriðja sætinu á fimm höggum undir pari en besti kylfingur heims, Rory McIlroy, hóf mótið með því að leika á 70 höggum eða einu undir pari.Phil Mickelson var þó í stökustu vandræðum á fyrsta hring en hann lék á 74 höggum eða þremur yfir pari. 100 stigahæstu kylfingarnir á PGA-mótaröðinni hafa þátttökurétt á Deutsche Bank Championship en mótið er númer tvö af fjórum í Fed-Ex bikarnum. Aðeins 70 stigahæstu kylfingarnir að því loknu fá þátttökurétt á BMW meistaramótinu í næstu viku en þar hefur Zach Johnson titil að verja. Annar hringurinn á Deutsche Bank Championship verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Ryan Palmer leiðir á Deutsche Bank Championship með tveimur höggum að loknum fyrsta hring en hann lék á 63 höggum eða átta undir pari. Palmer hreinlega lék sér að TPC Boston vellinum en hann notaði aðeins 21 pútt á hringnum í gær sem verður að teljast ótrúleg tölfræði. Í öðru sæti er Keegan Bradley á sex höggum undir pari eftir hring upp á 65 högg en hann freistar þess að ganga í augun á Tom Watson, fyrirliða bandaríska Ryder-liðsins, með öflugri frammistöðu um helgina.Chesson Hadley, Jason Day og Webb Simpson deila þriðja sætinu á fimm höggum undir pari en besti kylfingur heims, Rory McIlroy, hóf mótið með því að leika á 70 höggum eða einu undir pari.Phil Mickelson var þó í stökustu vandræðum á fyrsta hring en hann lék á 74 höggum eða þremur yfir pari. 100 stigahæstu kylfingarnir á PGA-mótaröðinni hafa þátttökurétt á Deutsche Bank Championship en mótið er númer tvö af fjórum í Fed-Ex bikarnum. Aðeins 70 stigahæstu kylfingarnir að því loknu fá þátttökurétt á BMW meistaramótinu í næstu viku en þar hefur Zach Johnson titil að verja. Annar hringurinn á Deutsche Bank Championship verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira