Töfrandi fyrirbæri umhverfis eldstöðina Kristján Már Unnarsson skrifar 9. september 2014 21:00 Töfrandi fyrirbæri sem kallast nornahár sést nú fjúka frá eldsstöðvunum á Dyngjusandi. Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783.Click here for an English version. Við sáum þetta fjúka um alla sanda í kringum gosstöðvar, en skildum ekkert í þessu. Þetta virtust vera einhverskonar hárvöndlar og líktist einna helst steinull. Við héldum fyrst að þetta væri eitthvað gróðurkyns, gras eða þess háttar, en það gat varla passað því þarna er vart stingandi strá að sjá. Og ekki gat þetta verið ull af sauðfé því þarna eru engar kindur. Svo vill til að 230 ára gömul frásögn af svona fyrirbæri hefur varðveist úr Skaftáreldum, hún er sú elsta sem vitað er um í heiminum, og hún rifjaðist upp þegar vísindamennirnir sáu þetta veltast um á Dyngjusandi. Þetta er hvorki úr jurtaríkinu né dýraríkinu. Þetta er úr steinaríkinu og er afurð eldgossins, kallast Nornahár á íslensku en er kennt við eldguðinn Pele í eldfjallafræðum og kallað hár Peles, og myndast við sérstakar aðstæður í eldgosum. „Þetta er eins og hárlokkur ef þú heldur á þessu, en þetta er grjót. Þetta er gler sem hefur storknað þegar kvikan var að koma upp úr gosopinu. Í raun og veru er gasstreymi svo mikið að það teygir kvikuna í þessi örþunnu hár. Síðan falla þau til jarðar og byrja síðan blása eftir yfirborðinu og fara í þessa vöndla sem að ferðast með mismunandi hraða um sandana,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Bárðarbunga Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Töfrandi fyrirbæri sem kallast nornahár sést nú fjúka frá eldsstöðvunum á Dyngjusandi. Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783.Click here for an English version. Við sáum þetta fjúka um alla sanda í kringum gosstöðvar, en skildum ekkert í þessu. Þetta virtust vera einhverskonar hárvöndlar og líktist einna helst steinull. Við héldum fyrst að þetta væri eitthvað gróðurkyns, gras eða þess háttar, en það gat varla passað því þarna er vart stingandi strá að sjá. Og ekki gat þetta verið ull af sauðfé því þarna eru engar kindur. Svo vill til að 230 ára gömul frásögn af svona fyrirbæri hefur varðveist úr Skaftáreldum, hún er sú elsta sem vitað er um í heiminum, og hún rifjaðist upp þegar vísindamennirnir sáu þetta veltast um á Dyngjusandi. Þetta er hvorki úr jurtaríkinu né dýraríkinu. Þetta er úr steinaríkinu og er afurð eldgossins, kallast Nornahár á íslensku en er kennt við eldguðinn Pele í eldfjallafræðum og kallað hár Peles, og myndast við sérstakar aðstæður í eldgosum. „Þetta er eins og hárlokkur ef þú heldur á þessu, en þetta er grjót. Þetta er gler sem hefur storknað þegar kvikan var að koma upp úr gosopinu. Í raun og veru er gasstreymi svo mikið að það teygir kvikuna í þessi örþunnu hár. Síðan falla þau til jarðar og byrja síðan blása eftir yfirborðinu og fara í þessa vöndla sem að ferðast með mismunandi hraða um sandana,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur.
Bárðarbunga Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira